Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 4

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 4
 Að vcra fallcg og halda icgurð sinni er Uyndardómur hamingiu og velgmgni Því fyrr, sem þér byrjið a8 ieggja rækt við að yngja upp húðina, því erfiðara verður að gizka á aldur yðar siðar meir. PLACENTA CREM inniheldur náttúruleg efni, sem hörundið drekkur í sig og hafa yngjandi áhrif á húðina. PLACENTA CREM er borið á húðina eftir hreinsun. Ögn af kreminu, á stærð við baun, er núið á milli fingurgómanna og klappað léttilega inn í húðina á andlitinu. — FÆST í SNYRTIVÖRUVERZL. - ÍSL. LEIÐARVÍSIR MEÐ HVERRI TÚBU. H. A. TULINIUS - Heildverzlun Einstefnuakstur, ha? ... Elsku bezti Póstur! Baltasar er fyrirtaks teiknari, og ég hefi haft mjög gaman af að sjá ýmsar teikningar hans hjá ykkur. En segið mér eitt: Er hann einasti teiknarinn, sem hægt er að fá til að teikna mynd- ir við sögurnar ykkar? Það væri mikil tilbreyting í að sjá einhverntíma teikningar eftir fleiri listamenn, því að það eyk- ur á fjölbreytnina og gefur manni betra mat á því, sem vel er gert. Halldór S. -------Við erum þér sammála, Halldór, að Baltasar er góður. En það er þannig ástatt með okk- ar litla samfélag, að teiknarar eru svo fáir, að menn verða strax leiðir á þeim. Það eru kannske 5—10 teiknarar, sem geta teikn- að góðar myndir með sögum og slíku, og flestir þeirra eða allir hafa tciknað meira og minna fyr- ir okkur. En það kemur alltaf að því sama, að tilbreytnina vant- ar. Við höfum jafnvel leitað til annarra landa til að fá teiknara, en þar eru slíkir hlutir svo dýr- ir að það er ekki á okkar færi. Heilsufar Cliffs... Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stúlkur, sem erum í stökustu vandræðum. Svo er mál með vexti að jafn- öldrur okkar eru búnar að fá þá flugu í kollinn að Cliff Richard sé með blóðtappa og liggi fyrir dauðanum. Þær segjast hafa les- ið þetta í blaði en það l)lað höf- um við ekki fundið. Segðu okkur nú, kæri póstur, er eitthvað til í þessu? Tvær hugljúfar. S.s. Vonumst eftir svari fljótlega. -------Þetta er aðeins sýnishom af fjölda bréfa, sem okkur hafa borizt vegna heilsufars Cliffs Ric- hards. Sumir hafa jafnvel heyrt, að liann sé dauður. Það er varla rétt, því ef svo væri, hefði það varía farið leynt. Hitt getur svo vel verið, að hann sé eitthvað krankur, en ekki þarf hann að liggja fyrir dauðanum, jafnvel þótt hann hefði fengið blóðtappa. Hitt viljum við taka skýrt fram, að VIKAN treystir sér ekki til að gefa nákvæmar upplýsingar um andlega eða líkamtega heilsu dægurstjama úti í heimi — frem- ur en heimilsföng þeirra. Yandamál með skippundið... Vikan! í dálkum yðar Pósturinn 9. tbl. er Valdimar Guðmundssyni gefið svar við fyrirspurn hans: „Kit, mál, karfa . . .“ Þar segir um skippundið: Ef það er nýr fiskur úr sjó (slægður og hausaður) þá er skippundið 50 kíló. Ég hefi aldrei heyrt get- ið um aðra þyngd á skippundi en 160 kg. (áður 320 pund). Það var talið að 800 pund af slægðum fiski þyrfti í skippund af fullverkuðum fiski, og 500 pund af blautsöltuðum fiski í 1 skippund fullverkað. Tonn er nú sjálfsagt 1000 kg. um hvaða vörutegund, sem um er að ræða. Svona hefir mér nú skilizt þetta. Eða mun þetta ekki vera rétt? Virðingarfyllst, Páll Einarsson. — — — Þakka þér fyrir Páll. Vafalaust er þetta alveg 'rétt. Þeir hafa bara ekki vitað betur hjá L.Í.Ú., þar sem þessar upp- lýsingar vom fengnar. Eða kannske að það séu til mörg rétt svör við þessum spurn- ingum . . .? Ekki skyldi mig undra það, og gaman væri að fá fleiri til að gefa okkur „rétt svör“. Hvernig væri nú annars að taka bara upp á því að nota okkar gamla og góða tonn og kíló á þetta alls saman? Væri það óframkvæmanlegt? Kolvitlaus ... Kæra Vika! Mikið værir þú góð, ef þú vildir birta fyrir mig textana (ensku), Oh no og For you, Ricky Nelson syngur þann síðar- nefnda en ég veit ekki hver syng- ur hinn. Ég þakka þér svo fyrir- fram fyrir birtinguna og bíð í ofvæni eftir að fá þá birta í Póst- inum. Ein kolvitlaus. --------Kæra kolvitlausa- Ég vil ekki birta textana, má ekki birta textana, get ekki birt text- ana, kann ekki textana, hef ekki textana, fæ ekki textana og ef ég held svona áfram, þá verð ég líka kolvitlaus.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.