Vikan


Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 24

Vikan - 02.04.1964, Blaðsíða 24
ERKIHERTOGI Það sem áður er komið: Hr. Pimm hefur fengið Julian Soames til þess að gerast einka- bílstjóri hjá Annabelle Mehaffey, ungri milljónamey, til þess að fylgjast með atferli hennar og fólks hennar, en Pimm vinnur leynt að því að koma henni í hjónabanrl með Henri Griine- wa!d, greifa af Gross-Melchen- stein. Scames fær stöðuna, en er litinn grunsemdarauga, ekki sízt af einkaritara Annabclle, Peggy, sem fær sívaxandi illan bifur á Soames. Pimm sviðsetur nætur- ævintýri með tilbúnum g!æpa- mönnum, til þess að Henri geti kynnt srg sem frelsandi engil. f viðureigninni fær Soames glóðar- auga, og verður það á að kyssa Peggy, meðan hún hjúkrar hon- um, og veldur það enn meiri grunsemdum. Lögreglan yfir- heyrir viðstadda út af nætur- ævintýrinu, en vitnunum ber ekki saman. Lögreglan fer við svo búið, og lögregluforinginn lofar að vera ekki nema tvo daga að ná glæpamönnunum. Kvikmynd hefur verið gerð eftir þessari sögu, og verður, hún sýnd í Tónabíói, að lokinni birt- ingu sögunnar. Malraux veifaSi til einkennis- klædda mannsins við dyrnar. Matilda frænka sagði: — Auð- vitað hringið þér fljótt í okkur og segið okkur hvað er að gerast. — Vissulega. Malraux hneigði sig. — Með yðar leyfi, Madam, adieu. Green fylgdi þeim til dyra og Henri sagði: - - Það er víst bezt að ég fari líka. Matilda frænka sagði: — Já, við höfum víst tafið yður meira en góðu hófi gegnir. Hún var heldur kuldaleg. Miss Browning er með heimilisfang yðar er það ekki? — Hún veit um íbúð mína í Nice, já. — Þegar þetta er allt um garð gengið verðið þér — hún þagn- aði andartak, — þá verðið þér að leyfa okkur að endurgjalda yður. —• Þetta var ekki neitt. Smá- ævintýri, annað ekki. Miss Anna- belle, Miss Browning. Au'voir. Julian sagði: — Miss Matilda. — Já? — Það er bezt ég leggi bílnum. Hann er niðri í innkeyrslunni þannig að Mr. Grúnewald kemst ekki út. — Ágætt, Soames. Þér skuluð þá fyigja honum til dyra. Green kom aftur inn í því er þeir voru að fara og um leið og h;.nn var búinn að loka á eftir sér sagði hann: — Jæja, þá er hann farinn, þá skulum við snúa okkur að því sem kom fyrir. Þú fyrst Peggy. Hvernig leizt þér á þessi slagsmál? Peggy sagði: — Ég veit ekki hvað ég á að halda. Það var myrkur og Soames var sleginn í höfuðið. — Ég er ekki að segja að Soames sé við þetta riðinn. — En þessir bófar forðuðu sér einmitt þegar þeir virtust vera að ná undirtökunum. Ég sá enga ástæðu fyrir að þeir hlypu í burtu. — Sástu í rauninni byssurnar? — Nei, Þeir hefðu alveg eins getað verið með kreppta hnef- ana í vösunum. — Mér lízt einhvern veginn ekki á þetta. Fyrir utan húsið sagði Henri lágt: — Heldurðu að okkur hafi tekizt það? Julian sagði: — Það er ekki annað að sjá. — Ég vildi að einhver hefði sagt mér um Annabelle. — Hvað áttu við? Henri sagði: — Ég veit það varla sjálfur. — Hvert ferðu héðan? — Beint til Pimmsa gamla auðvitað. — Þú talar ekki eins og sam- særismanni ber. — Þú ekki heldur. Hvað er eiginlega að þér? Julian sagði: — Ég kann vel við Matildu frænku. — Jæja, varaðu þig samt á því að kunna ekki of vel við hana. Þá verðum við í ljótum bobba. Jæja, ég má ekki vera að því að slóra. Henri steig upp í bílinn sinn. — Hvað sem þú gerir, passaðu þig. Julian ók bílnum inn í bílskúr- inn og flýtti sér inn aftur. Það var eins og beðið væri eftir hon- um. Green sagði: — Það er aðeins eitt, vinur minn. Fannst þér eitt- hvað athugavert við þetta allt saman, ég á við, gæti verið að brögð hefðu verið í tafli? Matilda frænka sagði: — Já, Soames, munduð þér halda, að þetta hefði verið sett á svið? Julian þorði naumast að horfa í augu hennar. — Nei, sagði hann, — það held ég ekki. — Jæja þá, það var allt og sumt. — Þér megið fara. Julian bauð þeim öllum góða nótt og þegar hann var farinn sagði Annabelle: — Væri ykkur sama þótt ég legði orð í belg? Matilda frænka sagði: — Hvað er það, elskan? — Mér finnst við hafa verið' bölvaðir dónar. Ekkert okkar hefur sagt vingjarnlegt orð við Soames. Og þessi Henri Grúne- wald — mér finnst hann hræði- legur. Matilda frænka sagði ákveðin: — Ég skil, hvað þú átt við, en samt er ég alls ekki ánægð. — En hvað er að honum, segðu mér það? — Ég er ekki að segja, að það sé eitthvað athugavert við útlit hans. Eða framkomu, nema þá að hann væri einum og fullkom- inn. Ég er bara að segja, að mér finnst eitthvað einkennilegt við hann. Annabelle sagði fýlulega: —- Hvenær skyldi ég kynnast manni milli 15 ára og 50 ára aldurs sem væri ekki eitthvað einkennileg- ur? Jæja, klukkan er orðin margt. Ég er farin í rúmið. Peggy og Annabelle fóru upp á loft saman og Matilda frænka og Green sátu eftir í stofunni. Þau sátu þarna enn í hálftíma og ræddu það sem gerzt hafði og um framtíð Annabelle en þá sagði Matilda frænka að hún ætlaði að hugsa betur um þenn- an Henri Grúnewald, og hún skyldi skapa sér einhverja hug- mynd um hann með morgninum. En hún var þegar búin að skapa sér hugmynd um hann. Hún var næstum því sannfærð um að Henri væri að reyna að næla sér í Annabelle. Það var einmitt þetta sem Mr. Pimm hafði ráðgert. 6. KAFLI. Næsti dagur var föstudagur, frídagur Julians, og litla svart- hærða, hnellna þjónustustúlkan, Dominique labbaði sér upp til hans áður en hann fór. Hún sagði, að ef hann hefði ekkert að gera í kvöld, þá vissi hún um stað í Cannes, þar sem væri spilaður 24 — VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.