Vikan


Vikan - 02.04.1964, Síða 40

Vikan - 02.04.1964, Síða 40
Augnháranæring STIMULANT POUR LES CILS. „LANCASTER Eyelash Cream". Hvetur vöxt augnaháranna, þannig að þau iengiast og bogna fagurlega. Engin óþægindi eru því fylgjandi að nota þennan áburð, vegna þess að hann er búinn til úr hreins- uðum olíutegundum og hrindir frá sér vatni. ÚTSÖLUSTAÐIR. — REYKJAVÍK: Tíbrá, Gjafa- og snyrtivörubúðin, Orion, Holts-Apótek, Tjarnar- hárgreiðslustofan. — AKUREYRI; Verzlunin Drífa. /ANb ASTER ALLTAF FJOLGAR VOLKSWAGEN VORIÐ NALGAST \ Eruð þér íarinn j ||\ að hugsa til / / S| \ sumarferða / /I VOLKSWAGEN 5 manna bíll 7 Er það ekki \ / einmitt \ 1 VOLKSWAGEN \ sem leysir vandann Pantið tímanlega VOLKSWAGEN er íjölskyldubíll Sími 21240 HEILDVERZLUNIN HEKLA hf Laugavegi 170-172 hann. — Gjörðu svo vel, þetta átt þú! Dóri starði á tölustafina, þar til augun virtust setla að springa. Hann þuldi upp fyrir sér tölurn- ar aftur og aftur. — 121.843,50. Hvað segirðu þá? spurði hún. Hann gaf frá sér einhver hljóð, sem ekki var hægt að greina í orð. Hann roðnaði og fölnaði á víxl, eins og auglýsingaljósa- skilti. Það var langt frá því, að honum liði vel þessa stundina. — Hugsaðu þér bara, ef þú hefðir sett þessa peninga í verð- bréf eða þvílíkt, þá hefði þetta verið margfalt meira, sagði Lára, sem nú var farin að færa sig upp á skaftið. Hann kinkaði kolli. — Ef til vill, já. — Það er enginn efi á því, sagði hún og sló hnefanum í borðið -— það er alveg víst! — Það getur varla verið! — Á ég að sanna það? Nú lagði hún reikningsbókina sigrihrósandi á borðið. — Líttu á þetta, Dóri! Ég vona að þú takir það ekki illa upp fyrir mér, en mér fannst að það væri réttast að gera þetta þannig. Það hefði auðvitað ekki tekizt nema með þínum ríflegu framlögum — þetta er allt saman þinn gróði! Andartak hélt hún að hennar ástkæri Dóri mundi falla í öng- vit, hann hélt sér í borðbrúnina náfölur í framan. — Hvernig . . . hvernig, Lára . . . ? — Það var mjög einfalt. Mér fannst það ekki rétt, að kasta öllum þessum peningum í veð- mál, svo að ég fór að setja þá í bankann. Eftir eitt ár átti ég nóg til þess að kaupa nokkur verðbréf og skuldabréf, þótt þú fengir öðru hverju dálítið af þessu. Af þeim voru góðir vext- ir. Svo lánaði ég manni, sem auglýsti eftir láni í dagblöðun- um fimmtíu þúsund. Hann bauðst til að borga 25% vexti og það hefur hann staðið við. Svo lagði ég árið eftir fimmtíu þúsund í fyrirtæki. Það var maður, sem auglýsti eftir meðeiganda. Það kom á daginn, að fyrirtækið bar sig vel, svo að nú er maðurinn fús til að kaupa mig út fyrir hundrað og fimmtíu þúsundir. En það má bíða nokra stund. Næsta ár býður hann kannski helm- ingi meira. Ég lét tuttugu og fimm þúsund til náunga, sem þurtfi þeirra með til þess að fullgera uppfinningu. Ég hélt frá byrjun, að það væru mér tapað- ir peningar, en uppfinningin vakti stórkostlega athygli á vöru- sýningu í Berlín. Það var um það talað, að ég fengi tuttugu og fimm þúsundin aftur og þar að auki 10 % af gróðanum, brúttó. Ég er þegar búin að fá hundrað og sjötíu þúsund. Eins og þú sérð, ertu orðinn ríkur maður, með þessi sex hundruð þúsund krónur. Ég vona bara, að þú getir fyrirgefið mér þessa fram- hleypni, Dóri! Halldór virtist vera algjörlega úti á þekju, og Lára fór að ótt- ast að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir. — Dóri, heyrðir þú hvað ég var að segja? — Er mig að dreyma, Lára? hvíslaði hann. — Klíptu mig í handlegginn, segðu að mig sé ekki að dreyma . . . — Með því skilyrði, að nú bjóðir þú mér í brúðkaupsferð- ina, sem aldrei varð af að við færum, svaraði hún, fegin yfir að þessu var lokið. — Hvað segirðu um Kanaríeyjarnar? — Það hljómar ágætlega, muldraði hann annars hugar. — Hvernig væri hús niðri við ströndina? — Það hljómar ágætlega, end- urtók hann hljómlausri röddu. — Það er ágætt, því að ég er þegar búin að panta eitt, sagði Lára og brosti glaðlega um leið og hún settist á hné hans. — En nú verðurðu að flýta þér, þú átt að leggja af stað eftir hálftíma! Hann rauk á fætur. — Því var ég búinn að steingleyma! Ég kem ekki heim fyrr en annað kvöld, ég er búinn að lofa tölu- verðri aukavinnu! Hafðu það gott, vina mín og gangi þér vel- í kvöld! Þú skalt eiga mig á fæti, ef þú vinnur ekki! — Það getur ekki verið nema tímaspursmál, kallaði hún á eftir honum niður stigann. ☆ HREINAR LlNUR Framhald af bls. 13. Hann fletti úr pokanum sínum ( aftasta sætinu. Það var rökkvað ( bílnum en hann sá matarmylsnu og sælgætisbréf á gólfinu og rak fótinn í tóma flösku. Stúlkan var komin inn í bílinn og var eitthvað að bjástra framarlega ( honum. Hann velti því fyrir sér, hvort hann ætti að fara úr buxunum, eins og hann var vanur, þegar hann svaf einn í bílnum. Það var raunar ástæðulaust. Terrilín þolir allt. Ekki vert að vera að stríplast fyrir stelp- una. Hann snaraði sér ofan í pok- ann, sneri sér að sætisbakinu og lokaði augunum. Atburðir dagsins birtust eins og filmuslitur innan á augnalokum hans. Stuttur matartíminn heima, brosmild konan, lítill, spriklandi strákur, ýsa og skyr. Þreytandi vinn- an í prentsmiðjunni, blýlínur, pinn- ar, undirlegg, prófarkir, prent- sverta. Sækja bflinn, taka fólkið, ganga frá farangrinum, aka austur. Stelpan. Hún var langt aftur í bíln- um, en skrúfaðist sífellt nær hon- um og allt í kringum hann, beður hans, sæng hans og andrúmsloft. Hann var sofnaður. Hann hafði erfiða drauma. Hann var að vinna f húsi, sem var sam-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.