Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 10
iiaitis : - Stifla DIR nL ÐA Texti GK. Hér stoöu inennmm áðuren stiflan gaf eftir Yfirhoiö grjót- ruðnings ca. 8 mtr mSvEINN“ Flutnuigs Flutnings- vagn Einn grófst undir átta metrum af grjóti, annar datt margar mann- hæðir niður á steypuhrærivél og sá þriðji varð undir trukk í jarð- göngum - en allir sluppu lifandi. JQ — VIKAN 25. tbl. Það var fyrir hérumbil 13 árum síðan, að þrír menn voru „dæmdir til dauða“ hér á landi, þótt ekki væri það gert af opinberum dómstól. Allar líkur bentu til þess að líflátið færi fram innan ákveðins tíma, en með hvaða hætti var ekki vitað gjörla. Svo kom að því að sá fyrsti skyldi kveðja þennan heim, og var hann í þeim tilgangi grafinn lifandi undir 8 metrum af grjóti og möl. Annar steyptist niður í 30 metra gryf ju og kom á bakið niður á steypuhrærivél, sem snerist af fullum krafti og malaði . . . malaði . . . Sá þriðji var einn staddur djúpt undir jörðinni, í dimmum og köldum gangi, þegar 15 tonna trukkur kom fullhlaðinn af stórgrýti eftir göngunum og stefndi beint á hann . . . og ók yfir hann! Þegar áætlanir voru gerðar um bygg- ingu írafossstöðvarinnar rétt fyrir 1950, kom að sjálfsögðu einnig sá kostnaðar- liður til tals, sem heitir tryggingar. Auð- vitað þurfti að tryggja verkamennina, sem þar mundu vinna. Hvað mundi það kosta? Hve mörgum og alvarlegum slysum mátti búast við? Sænskir, danskir og íslenzkir verkfræð- ingar leituðu og lásu, þar til þeir fundu það út, að- samkvæmt reynslu erlendis, mundu þrír menn sennilega láta lífið af slysförum við framkvæmd verksins. Svo var áætlaður tryggingarkostnaður með hliðsjón af því — og haldið áfram með verkið. í þeim tilgangi að reyna að komast hjá að særa lifandi menn, til að forða okkur málssókn, og til að gera mér mögulegt að fara dálítið léttilega með efnið, ætla ég ekki að nefna menn réttum nöfnum. En atburðir eru sannir jafnvel þótt rengja mætti að orðaskipti séu 100% rétt. Og svo hefjum við frásögnina með mannin- um, sem var grafinn lifandi, sem við skulum kalla Svein. Hann var búinn að vinna lengi við írafoss, þegar honum var sagt að fara niður í göng, sem sprengd höfðu verið djúpt undir jörðu, og vinna við það ásamt öðrum manni, að ryðja grjóti ofan í önn- ur lóðrétt göng, sem lágu frá botni „hellis- ins“ þar sem hann var við vinnuna. Þar féll grjótið svo niður langa leið og stað- næmdist loks í flutningavagni, sem beið við neðra opið. Sveinn var duglegur maður og þeim gekk vel, félögunum að ryðja lausa grjót- inu niður í göngin. Það var langt í frá að vagninn hefði við að flytja það burt, og þess vegna fylltust göngin smátt og smátt. En það var allt í lagi. Göngin máttu gjarnan fyllast. Það var skotið fyrir þau loku neðst, þar sem mátti opna þau eftir þörfum og hleypa grjótinu niður í flutn- ingavagninn. Aaðalatriðið var að hreinsa hellinn efst, svo að halda mætti áfram við sprengingar þar. Þess vegna héldu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.