Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 15
Þessi hjón, sem allt lék í lyndi fyrir, bjuggu í Bay Village, þar sem íbúarn-
ir eru 11.000 manns, allt fólk í góðum stöðum. Dr. Sheppard rak í félagi við
föður sinn og tvo bræður stórt einkasjúkrahús, þar sem aðeins þeir allra
ríkustu höfðu efni á að dvelja. En þrátt fyrir ótrúlega háan legukostnað, var
ætíð biðlisti af umsóknum.
Dr. Sheppard bjó í stórhýsi og átti þrjá bí!a og lystisnekkju. Auk sérgreinar
sinnar á sjúkrahúsinu, sem var heilaskurðlækningar, var hann þekktur sem
hjartasérfræðingur, m.a. fyrir sérstaka aðferð við hjartanudd. Mjög margir
læknar leituðu aðstoðar hans við meðferð á hjartasjúkdómum.
í augum heimsins og hins stóra vinahóps þeirra hjóna var dr. Sam, en það
var hann oft kallaður, og Marilyn, fallega konan hans ímynd hins full-
komna hjónabands.. Enginn vissi til að þau hefðu nokkru sinni litið aðra
ástaraugum. Það kom þó í Ijós, þegar skyggnzt var dýpra í málsatvik, að þar
var ýmislegt á huldu. Eldri lögreglumenn gátu ekki að sér gert að bera þetta
mál saman við svokallað Carl Wanderer-mál, sem var á döfinni í byrjun ald-
arinnar, en það mátti næstum kalla Sheppard-málið eftirlíkingu af því máli,
svo svipaði þeim saman.
Dr. Sheppard var yfirheyrður ýtarlega og lengi. Hann sagði frá því, að
daginn fyrir morðið hefðu hann og konan hans farið í ferðalag út í skóg. Um
kvöldið höfðu þau heimsótt nábúa sína, þar sem þau borðuðu og horfðu á sjón-
varp. Stuttu eftir miðnætti voru hjónin komin heim og fóru að hátta.
Það var hafin mikil leit að morðingjanum, og margir voru teknir fastir og
margir yfirheyrðir. En því lyktaði með því, að það var sjálfur dr. Sheppard,
sem tekinn var fastur og sakaður um morðið á eiginkonu sinni ■— til mikillar
skelfingar fyrir vini hans og kunningja í Bay Village. Þetta vakti mikið um-
tal og rót í öllum Bandaríkjunum. Meira að segja ameríska læknasambandið
tilkynnti opinberlega, að það tryði á sakleysi dr. Sheppard. En lögreglan var
sannfærð um sekt hans, og þegar málið kom fyrir rétt, leiddu ákærendur
fram úrlagaríkt vitni.
Falleg tuttugu og fjögurra ára stúlka hafði verið sótt frá Californiu til Cleve-
land, Ohio, og þar segði hún,
öllum til undrunar, frá því
að önnur kona hafi átt ítök í
Sam Sheppard.
— Ég var þessi kona, sagði
Susan Hayes í réttarsalnum.
— Sheppard var ástfanginn
af mér og vildi kvænast mér.
En það var ekki hægt meðan
konan hans lifði.
1 fimm stundarf jórðunga
bar hún fram hinn tortímandi
vitnisburð sinn. Til þessarar
stundar hafði ákæruvaldið
ekki getað lagt fram neina
sönnun fyrir því, að dr.
Sheppard væri sekur um
morð, á sama hátt og það
hafði ekki verið mögulegt að
benda á neina ástæðu fyrir
morðinu. Nú horfði málið
öðruvísi við. Ástæðan lá í
augum uppi: Marilyn Shepp-
ard hefði aldrei samþykkt
skilnað frá manni sínum.
Hefði hún verið neydd til
þess, hefði það kostað opin-
bert hneyksli, sem hefði stór-
skaðað framtíð dr. Sheppards,
sem læknis. Morð hefði ver-
ið heppilegri Iausn, til þess
að Sheppard kæmist að mark-
inu, en það var að geta kvænzt
Susan Hayes, sem hafði lofað
að bíða hans, þar til konu hans
væri rutt úr vegi.
Kviðdómendur sjö karl-
menn og fimm konur yfir-
heyrðu alls 31 vitni. Aðeins
tvö þeirra vitnuðu gegn dr.
Sheppard, og annað þeirra
varð uppvíst að ósannindum
og var vísað frá. Sá vitnis-
burður, sem felldi dr. Shepp-
ard var frásögn Susan Hayes.
Sheppard sjálfur var yfir-
heyrður í tuttugu klukku-
tíma, en aldrei gafst hann upp
eða sagði neitt, sem benti á
sekt hans. Verjandi hans neit-
aði við öll réttarhöldin að
hann væri sekur um morðið
og einnig því, að hann hefði
átt ástasamband við Susan
Hayes.
Kviðdómendur höfðu haft
málið til yfirvegunar í 60
tíma, þegar þeir gerðu hlé á
til þess að fá einhverjar upp-
lýsingar hjá dómaranum, Ed-
ward Blythin. Þá höfðu réttar-
hlödin staðið í tíu vikur, en
eftir það settust kviðdómend-
ur aftur á ráðstefnu í 42 tíma.
Eftir 102 klukkutíma birtu
þeir niðurstöðuna, en þar var
dr. Sheppard fundinn sekur
um morð af annarri gráðu.
Hann var dæmdur til lífstíðar
fangelsisvistar, en mælt var
með, að hann gæti fengið náðun
eftir tíu ár.
Sheppard fjölskyldan hafði
samt ekki tæmt hinn bitra kaleik
til fulls. Hálfum mánuði eftir
dómsúrskurðinn skaut móðir
Sheppards, öldruð kona, sig til
bana, og viku seinna dó faðir
hans úr krabbameini.
Þegar Samuel Sheppard var
leiddur inn í ríkisfangelsið í Ohio,
virtist honum sem það væri end-
irinn á öllu, sem honum var ein-
hvers virði. Þó höfðu bræður
hans báðir verið honum stoð og
stytta og neituðu að trúa sekt
hans sem þeir reyndar neita
enn þann dag í dag —- þeir trúðu
ekki að hann hefði myrt kon-
una sína.
Bræðurnir ,Steven og Richard,
settu óbeðnir einn þriðja hluta
af tekjum sjúkrahússins inn á
reikning Samuels Sheppards í
bankanum. Þeir hétu hverjum
þeim, sem gæti bent á hinn sanna
morðingja Marilyn Sheppard,
verðlaunum að upphæð 10.000
dollurum. Sömuleiðis borguðu
þeir hvern eyri af þeim 700.000
dollurum, sem málsvörnin kost-
aði.
f fyrstu var Sam Sheppard
fyrir háðsglósum félaga sinna í
fangelsinu. Hann var stórlaxinn,
sem hafði lent með glæpahysk-
inu. „Hvernig var þetta með Sus-
an Hayes?“ heyrðist oft kallað
til hans. En dr. Samuel Shepp-
ard beit á jaxlinn og virtist ekki
taka það nærri sér.
Eftir að dr. Sheppard hafði
bjargað lífi McCormick á síðustu
stundu með hjartanuddi varð við-
mótið annað. Hæðnishláturinn
hljóðnaði. f augum fanganna var
hann ekki lengur yfirstéttar
hengilmæna heldur hetja, og
viku eftir uppskurðinn á Mc-
Cormick fékk hann vinnu sem
hjúkrunarmaður á fangelsis-
sjúkrahúsinu. En samtímis þess-
ari upphefð fékk Samuel Shepp-
ard neitun frá hæstarétti um að
taka mál hans fyrir að nýju.
Eins og áður var sagt, fékk dr.
Sheppard rúmar hundrað krónur
í mánaðarlaun, eins og reyndar
allir fangar fangelsisins. Sam-
tímis því að vinna 60 stundir á
viku tók hann þátt í íþrótta-
keppni og leikhúskvöldum, sem
haldin voru innan fangelsisins.
Ekki er vitað hve mörgum
mannslífum dr. Sheppard bjarg-
aði í fangelsinu. Yfirvöldin hafa
aldrei látið það uppskátt. En það
er vitað, að hann -— þótt hann
sé aðeins hjúkrunarmaður — hef-
ur gert margar velheppnaðar
Framhald á bls. 43.
Eftlr Davld Darrington -
VXKAN 25. tbl. —