Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 16
ÞAÐ VAR VARLA ORÐIÐ DAGLJÓST, ÞEGAR ANGELIQUE
ÞAUT AF STAÐ, MEÐ HÁREO FLAKSANDI OG VARLA SKÁR
KLÆDD EN SVEITASTELPA, í SLITNUM UNDIRKJÓL,
PILSI OG blUssu. skónum sparkaði hún af sér við
FYRSTA RUNNANN, SEM HÚN KOM AÐ, TIL AÐ EIGA
LÉTTARA UM AÐ HREYFA SIG. VÆRI Á HANA KALLAD, GERÐI
HÚN EKKI BETUR EN LÍTA VIÐ, OG HORFA Á
KALLANDANN MEÐ AUGUM, SEM BÁRU SAMA LITBLÆ OG
BLÓMIÐ, SEM BAR SAMA NAFN OG HÚN.
1. KAFLI
—• Nounou, spurði Angelique, — hvers vegna drap Gilles de Retz
svona mörg börn?
—• Til þess að þóknast andskotanum, barnið mitt. Gilles de Retz,
mannætan frá Machecoul, vildi verða mesti maður síns tíma. Kast-
alinn hans var troðfullur af eimingartækjum, flöskum og krukkum,
fulium af skarlatsrauðu bruggi með skelfilegri lykt. Djöfullinn krafð-
ist þess, að Gilles de Retz fórnaði honum hjarta lítils barns. Þannig
hófst glæpaferill hans. Og örvita mæðurnar bentu á svarta turnana
í Machecoul, sem hræíuglarnir hnituðu stöðugt hringa um, því þeir
voru fullir af líkum saklausra barna.
— Át hann þau öll? spurði Madelon, litla systir Angelique með
skjálfandi röddu.
— Nei, það gat hann ekki, svaraði barnfóstran.
Hún hallaði sér yfir pottinn, sem reykta svínafleskið og kálið kraum-
aði í, og hrærði um stund þögul í súpunni. Hortense, Angelique og
Madelon, dætur de Sancé de Monteloup, biðu spenntar eftir fram-
haldi sögunnar og skeiðar þeirra höfðu staðnæmzt á miðri leið uþp i
munnunum.
—• Hann gerði það sem verra var, hélt fóstran loks áfram með beiskri
röddu. •— Fyrst sendi hann eftir litlu vesalings barni, sem grét aumkun-
arlega og kallaði á móður sína. Galdramaðurinn lá á hægindi sinu og
naut þess að heyra neyðaróp barnsins. Svo lét hann hengja barnið up?j
á vegg í einskonar spennitreyju, sem þrýsti á brjóst þess og háls og
kæfði það hér um bil, en ekki alveg. Vesalings barnið barðist um eins
og fugl I gildru, rak upp hálfkæfð óp, en mannætan lét það hanga
þangað til það var orðið blátt í framan, og salurinn bergmálaði af
ruddalegum hlátri mannanna og stunum litla vesalingsins. Svo lét Gilles
de Retz taka barnið niður, setti það á hné sér hallaði höfði þess að
brjósti sér og talaði blíðlega við það.
Þetta var ekki í alvöru, útskýrði hann. Þá langaði bara til að skemmta
sér svolitið, en nú var það búið. Hann lofaði barninu, að það skyldi fá
sætindi, mjúkt og hlýtt rúm og falleg föt eins og þjónustusveinarnir
Og barnið treysti honum. Gleðin brauzt fram í társtokkin augun. Þá
keyrði mannætan allt í einu rýtinginn í háls þess.
En ennþá hræðilegra, hélt fóstran áfram, — var hvað kom fyrir
litlu stúlkurnar, sem hann rændi.
— Hvað gerði hann við þær? spurði Hortense.
Þegar hér var komið, greip gamli Guillaume fram 3. Hann hafði
fram að þessu setið í horninu hjá eldinum, við að skera sér tóbak.
— Haltu þér saman, ógeðslega kerlingarskrukka! Eg hef verið með
I mörgum orrustum, en samt flökrar mér við þvælunni í þér.
Fantine Lozier sneri sínum stóra skrokk og leit reiðilega á hann.
— Þvælunni! —• Það er svo sem auðséð, að þú ert ekki fæddur í
Poitou heldur langt í burtu, Guillaume Lutzen. Ef þú ferð norður í átt-
ina til Nantes, kemurðu fijótlega að hinni bölvuðu höll i Machecoul.
Þessi ódæði voru drýgð fyrir tveimur öldum, en ennþá signa menn
sig, þegar þeir fara þar hjá. En þú ert aðkomumaður, og veizt ekkert
um forfeður þessa landshluta.
— Og þeir eru svo sem til að guma af, ef þeir eru allir líkir þessum
Gilles de Retz!
— Gilles de Retz vann svo mörg ódæðisverk, að enginn landshluti
annar en Poitou getur stært sig af slíkum glæpamanni. Og þegar hann
dó, eftir að hafa verið dreginn fyrir rétt og dæmdur í Nantes, játað
syndir sinar og beðið um guðs fyrirgefningu, syrgðu hann mæður allra
þeirra barna, sem hann hafði pyndað og étið.
— Hvað er að tarna! hrópaði gamli Guillaume.
— Þannig erum við fólkið í Poitou. Syndgum mikið, fyrirgefum
mikið.
Efflip
Ser*ge &
Anne Golon
1. hluti
Einkarétfup
á íslandi:
VIKAN
Systurnar klöngruðust upp I rúm-
ið sitt og fóstran breiddi ofan á þær.
Angeiique reyndi að finna gatið
á rúmteppinu, sem hún var vön að
stinga stórutánni í gegn, til þess
að koma Madelon til að hlæja.
Barnfóstran skellti súpudiskunum á borðið og þrýsti Denis litla á-
kaflega að sér.
— Satt er það að vísu, hélt hún áfram, -— að ég fékk ekki mikla
skólagöngu, en ég kann að greina á milli þjóðsagna og sannra atburða
frá liðnum dögum. Gilles de Retz var til. Ef til vill sveimar sál hans
enn I Machecoul, en líkami hans liggur rotnaður í gröf sinni. Þess
vegna má ekki tala ógætilega um hann, eins og álfana og andana, sem
ráfa um akrana. Og vissulega ætti maður ekki að gera að gamni sínu
um illa anda.....
— En má maður geta að gamni sínu um drauga, Nounou? spurði
Ankelique.
— Helzt ekki, snotra mín. Draugar eru ekki slæmir, en þeir eiga
bágt og eru viðkvæmir og það er ekki rétt að hæðast að þessum aum-
ingjum.
— Hvers vegna grætur gamla konan, sem gengur aftur í þessum
kastala?
— Hver veit? Siðast þegar ég sá hana, fyrir um sex árum, milli
gamla varðherbergisins og langa gangsins, grét hún ekki lengur —
kannske vegna Þess, að afi þinn sálugi lét biðja fyrir henni í kap-
ellunni.
— Ég hef heyrt hana ganga um stigana í turninum, sagði þjónustu-
stúlkan Babette.
— Og ætli það hafi ekki verið rotta. Gamla konan í Monteloup er
ekki hávaðasöm og hefur ekki mikið um sig. Kannski hún hafi verið
blind. Það heldur fólk að minnsta kosti, því hún heldur alltaf annarri
hendinni framréttri. Nema hún sé að leita að einhverju. Stundum lýt-
ur hún niður að sofandi börnum og strýkur þeim um kinnina.
Fantine lækkaði röddina og varð mæðuleg.
— Kannski hún sé að leita að látnu barni.
— Hugskot þitt, kerlingartuðra, er skelfilegra en nokkurt likhús,
Sagan heimsfræga, sem verið hefur m
16
VIKAN 25. thl.