Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 33
ERKIHERTOGINN OG
HR. PIMM
Framhald af bls. 23.
— Heyrðu mig, um hvað ertu
að tala?
— Að detta í hug að ásaka
mig fyrir að reyna að koma mér
í mjúkinn hjá Miss Matildu.
— Ég sagði það ekki.
— Jú. Þú sagðir það einmitt.
— Ég sagði bara, að þú hefð-
ir sigrað hana; að hún fengi ekki
staðizt þig.
— Hver er munurinn? Hvernig
er hægt að sigra ríka piparjóm-
frú án þess að brögð séu í tafli,
það liggur ljóst fyrir. En mér
mundi aldrei detta slíkt í hug.
Hættu nú þessari vitleysu, Juli-
an, ég veit ekki hvað gengur að
þér í dag.
Hann gekk út í garðinn og kall-
aði: — Hvar ertu, Eddie, komdu
nú, komdu nú. Inn með þig, farðu
nú að hafa þig til.
Stuttu síðar keyrði Eddie Mr.
Pimm heim til Matildu frænku.
Klukkan var orðin fjögur um
daginn. Þjónustustúlka kom inn
með teið og þegar hún var farin
tóku þau Mr. Pimm að hjala á
ný. Matilda frænka fékk loks Mr.
Pimm til að segja henni, um all-
ar ráðagerðir sínar, og áður en
varði var Mr. Pimm líka búinn
að segja henni, hvernig hann
hafði ætlað að leika á þennan
Geoffrey.
—■ Þetta er dásamleg hug-
mynd, sagði Matilda frænka. —
Að telja þeim trú um að við ætt-
um enga peninga, hvers vegna
datt mér það ekki sjálfri í hug
fyrr?
—■ Satt er það. En það eru
fleiri en ein aðferð til þess að
losna við slíka þorpara.
Matilda frænka sagði: -—■
Svona nú, Mr. Pimm, hvað er að
heyra. Geturðu nefnt mér fleiri
aðferðir?
— Ja, bezt hefði verið, að það
kæmi frá ykkur sjálfum. Þegar
-— umm — þorparinn hefði kom-
ið heim til ykkar, hefðuð þið get-
«>^ « 3 «* S[ * 9 » y f © tt fc >J . v i
að látið hann heyra — af hreinni
tilviljun — dálíitð skemmtilegt
samtal. Þið munduð láta í það
skína, að þið væruð að verða
gjaldþrota og vissuð ekki ykkar
rjúkandi ráð. Þetta mundi auð-
vitað blekkja þorparann.
— En spennandi.
—■ Og síðan, til þess að losna
við þorparann fyrir fullt og allt,
gætirðu sagt, að ef til vill gæti
ungi maðurinn, sem Annabelle
umgengst svo mikið, lánað ykkur
svo sem 10 þúsund dollara.
— En sniðugt, já, þetta væri
alveg stórkostlegt.
— Svona hefði verið hægt að
losna við þorparana, sem væru
að reyna að tæla Annabelle, bara
með því að biðja þá um svolítið
lán.
Matilda frænka sagði: — Ó,
Mr. Pimm, ef ég hefði bara vitað
þetta fyrr. Það hefði getað forð-
að alls kyns vandræðum.
— En kæra Miss Matilda,
sagði Mr. Pimm, ■— ég hefði fús-
lega lánað þér peninga. Og hvað
hefði þá gerzt?
— Ó, ég átti ekki við þig, ég
átti ekki við þig. En það er sama.
Það hefði losað okkur við þessa
þorpara, Mr. Pimm, bara ef þú
hefðir verið hér. Þá hefðum við
getað hjálpazt að, er það ekki?
Mmmm?
— Það segi ég satt, sagði Mr.
Pimm, —• við hefðum losnað við
þá undir eins.
— Meira te? ■
— Ah. Já takk, Miss Matilda.
Miss Matilda hellti í bollana.
Hún sagði glaðlega: — Ég hefi
aldrei spurt þig fyrr, en einhvern
veginn hefi ég það á tilfinning-
unni, að þú hafir aldrei kvænzt
sjálfur, Mr. Pimm.
-— Ég? Almáttugur, nei. Alls
ekki, ég hefi aldrei kvænzt, nei,
aldrei.
— Hvers vegna ekki?
—■ Nei, nei, ég væri hræðilegur
eiginmaður, mjög vafasamur sem
slíkur, mér mundi aldrei detta í
hug að fá mér konu.
Matilda frænka brosti og sagði:
— Nú ertu of hógvær, Mr. Pimm.
£ *■ B.frfi
■ ■-„.■ ■ ■»
VIKAN 25. tbl. — (Jg