Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 6
i
VEX VÖRURNAR
Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan
vandmedfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er
áhrifaríkt þvottaefni sem fer vel meb hendumar.
Vex handsápumar hafa þrennskonar ilm.
Veljið ilmefni viðyðar hœfi.
E F N A VERK S M I Ð J A N
uwmu
Takk fyrir blómin
Ég hafði gesti hjá mér fyrir
nokkru, og daginn eftir fékk ég
send blóm sem þakklætisvott. Nú
veit ég ekki hvort ég á að hringja
og þakka fyrir blómin, eða láta
það eiga sig. Iivað segir þú, Póst-
ur minn?
Þórunn Þ.
—• •— — f guðanna bænum
láttu þetta gott heita, því annars
gengur þakklætið á milli ykkar
endalaust. Þetta er fallegur vani
að senda blóm, og ekki til þess
ætlazt að sérstaklega sé þakkað
fyrir þau í síma, með bréfi eða
svoleiðis. En það væri ekki úr
vegi að þú minntist á biómin,
næst þegar þið sjáist, og talir
um hve falleg þau hafi verið eða
eitthvað svoleiðis. Þá veit við-
komandi að minnsta kosti að þau
hafa komizt til skila.
konu minni og læknar hennar
ekkert feimnir við að útskrifa
hana berklaveikan öryrkja inn í
þetta hús, þótt hvorki sé það í
tízkuklæðum eða gallalaust
fremur en önnur mannanna vérk.
Og þá getið þér séð, hr rit-
stjóri, að meira þarf en stolna
mynd til að víkja þessu heimili
til hliðar. En þar sem ég tel að
blaði yðar hafi orðið all hrapa-
lega á í messunni, að gera heimili
mitt að hneykslunarhellu Blesu-
grófar getur það aðeins gert gott
úr þessu aftur, ef það losaði mig
við Póla-grínið, sem svo til hef-
ur verið hengt utan á limgirð-
ingar mínar, til síðari ára.
Og þá trúi ég illa, að yður
þyki ekki bletturinn fallegur sem
ég bý á og hús mitt falla vel að
umhverfi sínu.
Með kveðju,
Óskar í Garðstungu.
Leyfi til birtingar
Hr. ritstjóri Vikunnar.
Ég vil vekja athygli yðar á því,
að í blaði yðar er flaggað með
stolna mynd af heimili mínu,
Garðstungu, Blesugróf, og það
dregið í dilk, með Póla-menningu
þessa bæjar. Mér er sannast að
segja, nóg boðið, og veit ekki
hverju slíkur málflutningur
þjónar, nema ef vera skyldi árás-
arseggjunum, sem réðust vopn-
aðir á okkur hjónin í fyrra sum-
ar við hirðingu lóðarinnar.
Að vísu er hús mitt enginn
milljónakofi, en það fylgir því
það stór og vel hirtur garður,
girtur limgirðingu á alla vegu,
að heimilið getur engan veginn
haft á sér neinn verbúða- eða
Pólabrag.
Annars get ég verið yður sam-
mála um smáhýsahverfi, hvort
heldur sem það er Blesugróf eða
skipulagðir milljónakofar með
smálóðir í kring, sem hverfa í
kofaþyrpinguna. Það verkar eins
og örgustu fátækrahverfi eða
jafnvel öskuhaugar.
Einstöku hús þurfa stórar og
vel hirtar lóðir til að njóta sín,
enda hægt um vik, landrými
nóg hér á landi.
En svo ég snúi mér aftur að
mínu heimili, þá höfum við hjón-
in byggt það sjálf, án íhlutunar
annarra eða aðstoðar, í óræktuðu
og ónumdu landi. Er búinn að
búa þar í 23 ár með heilsulausri
—--------Það er misskilningur,
Óskar, að leyfi þurfi til að taka
mynd af húsi að utanverðu. Það
væri ekkert smáræðis fyrirtæki
til dæmis að taka loftmynd af
Reykjavík, ef leyfi þyrfti frá
hverjum húseiganda. Jafnvel
þótt maður byggi sérkennilegasta
hús borgarinnar á kletti uppi í
Blesugróf, verður maður að
sætta sig við það, að hver sem
er geti tekið mynd af því og birt,
án þess að til komi leyfi.
Skammastín bara
Ég ætla hvorki að titla þig
með „kæra Vika“ eða þvíumlíkt
af þeirri ástæðu að mér þykir
ekkert vænt um þig. Ég á
kannski ekki að vera skipta mér
af þessu, hálfgerður bauni, en ég
get ekki orða bundist yfir bölv-
aðri ókurteisinni í ykkur. Getið
þið aldrei svarað bréfum sak-
lausra lesenda af einhverju viti.
Þið þykist vera svo hátt hafin
yfir þessi dönsku vinnukonublöð.
En þið eruð bara ekki yfir
neitt hafnir meðan þið getið ekki
svarað lesendum sómasamlega.
Og hættið öllu þessu stagli um
hvað þið fáið mörg bréf af þessu
og hinu taginu. Og hvað með
sjónvarpsmenninguna, ætli hún
sé betri þarna niðri á Vikunni,
annars er mér ókunnugt um þá
hluti.
Annars veit ég eitt með vissu
og það er það, að brýn þörf er
að skipta um mannskap þarna
6
VIKAN 25. tbl