Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 28
Það ssm óður er komið: Jomes Bontl er sendur til Jama- ica til að rannsaka hvarf tveggja starfsmanna brezku leyniþjónust- unnar. Hann kemst á spor, sem leiðir hann til Crab Key, eyju í einkaeign dr. No, duiarfullrar per- sónu, ssm fátt er vitað um, og leyfir engar heimsóknir, en tekur harðri hendi á móti, ef einhver býður sér sjálfur. Bond fer til eyjar- innar, ásamt aðsíoðarmanni sínum, Quarrel, og þar hiíta þeir eina boð- fiennu í viðbót, Honey, sem komin er þangað í skeljaleit. Varðbátur frá dr. No finnur, hvar þau hafa gengið á land, og lætur skothríð dynja á ströndinni, en þau sleppa ómeidd og komast upp á eyjuna. Þeim tekst einnig að sleppa við leitarflokk á landi, cg komast upp að stöðuvatni á eynni, þar sem þau búa sér náftstað. Quarrel og Honey er ekki rótt, því þau hafa séð sporin eftir drekann eldspú- andi, sem sagður er ógna ö!!u lífi á eynni. Quarrel tekur fyrstu vakt, en Honey takur að segja Bond ævi- sögu sína. Hún missti foreldra sína barn að aldri, og hefur að mestu alizt upp í einssmd, nema hvað svört fóstra hennar var h|á henni til dauðadags. Fóstran kenndi henni að lesa og notaði til þess alfræðiorðabók. En Honey er með brotið nef, og þannig stendur á því, að karlmaður einn beitfi hana of- beldi ti! að koma fram vilja sín- um. I hefndarskyni svelti hún eitr- aða köngu ó og sleppti henni upp í rúm ti! mannsins. Nú leitar hún skelja til þess að af!a sér fjár fil að standa straum af lagfæringu nefsins, en að því loknu ætlar hún að gerast símavændiskona, sem hún álítur þægilegt lúxuslif. — Mér brá heldur en ekki í brún líka. Ég hélt að þú hlytir að vera ástmær Dr. No. — Kærar þakkir. — En þegar þú hefur látið gera þessa aðgerð, hvað ætlarðu þá að gera? Þú ætlar ekki að búa alein í þessum kjallara alla þína ævi.? — Mér datt í hug að verða síma- vændiskona. Hún sagði þetta eins og hún hefði sagt fóstra eða einka- ritari. — Hvað meinarðu með því? Ef til vill hafði hún sagt þetta án þess að vita hvað það þýddi. — Ég meina ein af þessum stúlk- um sem eiga dásamlega íbúð og falleg föt. Þú veizt hvað ég meina, sagði hún óþolinmóð. — Fólkið hringir í þær og kemur og elskar þær og borgar þeim fyrir það. Þær fá hundrað dollara í hvert sinn í New York. Ég ætla að byrja þar. Auðvitað verð ég að gera það fyrir minna til að byrja með. Þangað til ég væri búin að læra að gera það reglulega vel. Hvað borgið þið óþjálfuðum stúlkum mikið? Bond hló: — Ja, ég veit það nú ekki. Það er langt síðan ég hefi keypt mér svona. Hún andvarpaði: — Ég býst við að þú getir haft hvaða kvenmann sem þú vilt fyrir ekki neitt. Ég býst við að það séu bara Ijótir menn sem borga. En það er ekki hægt að komast hjá því. Ég býst við að öll störf í stóru borgunum séu hræði- leg. En maður græðir þó miklu meira á því að vera símavændis- kona. Svo get ég komið aftur til Jamaica og keypt Beau Desert. Þá verð ég orðin nógu rík til þess að finna mér góðan eiginmann og eignast börn. Núna eftir að ég fann þessar skeljar hér, hefi ég reikn- að út að ég geti verið komin aftur til Jamaica um það leyti sem ég verð þrítug. Væri það ekki dásam- legt? Ég er sammála þér með síðasta hlutann af áætluninni. En ég er ekki svo viss um fyrsta hlutann. En segðu mér hvar fræddist þú um allt þetta um símavændiskonur? oru þær undir s í alfræðiorðabók- inni? — Auðvitað ekki. Láttu ekki eins og asni. Það var heilmikill úlfa- þyfur út af þeim í New York fyrir tveimur árum. Það var ríkur play boy, sem var kallaður Jelke. Hann átti heilan hóp af stúlkum. Það var mikið skrifað um þetta mál í The Gleaner. Þar gáfu þeir upp verð- ið og allt. Og það eru þúsund svona stúlkur í Kingston, en þær eru bara ekki eins góðar. Þær fá ekki nema fimm shillinga og þær geta ekkert farið til þess að gera þetta, nema bara inn í runnana. Fóstra sagði mér frá þeim. Hún sagði, að ég mætti ekki vera ein af þeim, því að þá mundi ég verða mjög óhamingjusöm. Ég get skilið það, ef maður fær ekki nema fimm shillinga. En fyrir hundrað dollara .... I Bond sagði: — Þú getur ekki haldið öllu því sjálf. Þú verður að hafa einskonar framkvæmdastjóra til þess að ná í mennina og svo verðurðu að múta lögreglunni til þess að láta þig í friði. Og ef eitt- hvað gengi úrskeiðis, myndirðu áreiðanlega fara í fangelsi. Ég býst ekki við, að þér mundi líka þessi vinna. A ég að segja þér eitt: Með öllu því, sem þú veizt um skepnur og skordýr og svo fram- vegis, gætirðu fengið stórkostlega skemmtilega vinnu við að líta eft- ir þeim í einhverjum dýragarðin- um. Hvað til dæmis um háskólann í Jamaica? Ég er viss um að það myndi verða miklu skemmtilegra. Og þar myndirðu mun frekar hitta góðan tilvonandi eiginmann. Að minnsta kosti máttu alls ekki hugsa um það lengur, að verða síma- vændiskona. Þú átt dásamlega fal- legan líkama. Þú verður að geyma hann handa manninum sem þú elskar. —■ Það er nú eins og stendur í bókunum, sagði hún, en það var ennþá efi í rödd hennar. — Vandræðin eru bara þau, að það eru engir menn til að elska á Beau Desert. Hún bætti við feimnis- lega: — Þú ert fyrsti Bretinn, sem ég hefi nokkurntíma talað við. Mér hefur líkað vel við þig alveg frá því fyrsta. Mér þykir ekkert vont að segja þér svona hluti. Ég býst við að það sé fullt af fólki, sem mér mundi geðjast vel að, ef ég kæm- ist í færi við það. — Auðvitað. Milljónir manna. Og þú ert dásamleg stúlka. Það var það fyrsta, sem mér datt í hug, þegar ég sá þig. — Sást rassinn á mér, meinarðu. Röddin var orðin syfjuleg, en það var ennþá sama gleðin í henni. Bond hló: — Já, það var dásam- legur rass. Og hin hliðin er engu lakari. Bond fann til fiðrings í lík- amanum, þegar hann minntist þess, hve fögur hún hafði verið um morg- uninn. Hann sagði: — Svona nú, Honey. Það er kominn tími til að fara að sofa. Það verður nógur tími til þess að kjafta, þegar við komum aftur til Jamaica. — Er það óruggt? spurði hún syfjulega. — Lofarðu því? — Ég lofa því. Hann heyrði hana hreyfa sig í svefnpokanum. Hann leit niður. Hann sá aðeins móta fyrir andliti hennar, sem sneri að honum. Hún andvarpaði, eins og barn, áður en það sofnar. Það var þögn í rjóðrinu. Það var farið að kólna. Bond lét höfuð- ið drjúpa niður á hnén. Hann vissi að það var til einskis að reyna að sofna. Hugur hans var fullur af atburðum dagsins og sérstaklega að því er laut að þessari Tarzan- stúlku, sem hafði komið inn í líf hans. Það var eins og einhver dá- samleg vera hefði tekið ástfóstri við hann. Hann vissi að hann mundi ekki hætta fyrr en hann hefði kom- ið vandamálum hennar af. Fæst þeirra voru neinum vandkvæðum bundin. Hann myndi sjá um að- gerðina — finna góða vinnu og heimili handa henni. Hann átti nóga peninga. Hann myndi kaupa handa henni fötin, láta laga á henni hárið og koma undir hana fótunum í hinum stóra heimi. Það yrði gaman. En hvað um hina hlið- ina? Hvað um hina líkamlegu löng- un, sem hann hafði til hennar? Það var ekki hægt að standa í ástarsambandi við barn. En var hún barn? Það var ekkert barna- legt við líkama hennar eða per- sónu. Hún var fullvaxin, og, á sinn hátt, býsna vel gefin og miklu betur fær um að bjarga sér sjálf, en nokkur önnur stúlka, sem Bond hafði hitt. Hugsanagangur Bonds var rof- inn, við að eitthvað kom við ermi hans. Lág rödd sagði: — Hvers vegna ferðu ekki að sofa? Er þér kalt? — Nei, mér líður prýðilega. — Það er hlýtt í svefnpokanum. Viltu koma líka? Það er nóg rúm. — Nei, þakka þér fyrir, Honey. Það er allt í lagi með mig. Það varð þögn, svo næstum hvísl: — Ef þú ert að hugsa . . . ég meina . . . þú þarft ekki að elska mig . . . Við getum snúið bæði eins, svona eins og skeiðar. — Honey, vina mín, nú ferð þú að sofa. Það mundi vera dásam- legt að sofa hjá þér, en ekki í nótt. Ég þarf bráðum að hafa vakta- skipti við Quarrel. — Jæja, þá þdð. En hún var ekki af baki dottin: — Kannske þegar við komum aftur til Jamaica? — Kannske. — Lofaðu því. Ég fer ekki að sofa fyrr en þú lofar því. Bond sagði örvæntingarfullur: — Auðvit- að lofa ég því. Farðu nú að sofa, Honey sæl. Röddin hvíslaði sigri hrósandi: — Nú skuldarðu mér eina nótt. Þú lofaðir því. Góða nótt, James vin- ur. — Góða nótt, Honey vina. 12. KAFLI. - DREKINN. Það var tekið fast í öxl Bonds. Hann var kominn á fætur um leið. Quarrel hvíslaði ákafur: — Það er eitthvað að koma yfir vatnið, kapteinn! Það er örugglega drek- inn! Stúlkan vaknaði. Hún sagði spennt: — Hvað er? Bond svaraði: — Vertu hérna 2g — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.