Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 26
Þegar ég var beðinn að heimsækia Guðmund Guðjónsson söngvara, fyrir hönd Vikunnar, byrj- aði ég á því að fletta upp í símaskránni. Þar voru alls konar Guðmundar Guðjónssynir: Arki- tekt, bankamaður, bifreiðastjóri, hárskeri, hús- gagnasmiður, kaupmaður, skipstjóri, vélstjóri, verzlunarmaður, kennari, trésmiður og einn at- vinnulaus. Ég var hálft í hvoru að hugsa um að hringja í þann atvinnulausa upp á von og óvon, og spyrja hvort hann væri ekki söngvari, en kunni þó ekki almennilega við það. Ég skikk- aði símadömuna til að ná í hann, og lét sem ekkert væri sjálfsagðara en allir vissu, hvar ætti að ná í Guðmund Guðjónsson söngvara. Eftir drjúga stund hringdi hún inn til mín og sagði vandræðalega: — Ég veit ekki, hvar á að ná í Guðmund. Það er enginn Guðmundur Guðjóns- son söngvari í símaskránni. Það er bara arki- tekt, bankamaður . . . En nú kom kunningsskapurinn til sögunnar. Ég þekki mann, sem þekkir mann, sem þekkir Guðmund Guðjónsson söngvara. Og smám sam- pn þrengdist hringurinn, þar til ég vissi, að Guðmundur á heima í Stigahlíð 18, er hús- gagnasmiður að atvinnu, og að það er varla hægt að ná honum í síma nema í matartfm- anum. Og í matartíma náði ég honum í síma og bar upp við hann erindið. Það var guðvelkomið. Við máttum koma hvenær sem við vildum. Og á umtöluðum tíma knúðum við dyra hjá Guð- mundi. Hann og kona hans, Kristín Bjarnadóttir, tóku á móti okkur og vísuðu okkur til stofu. Lítil, Ijóshærð dóttir þeirra skottaðist í kring, og var ekki alveg laus við feimni við þessa ókunn- ugu karla. — Er þetta það yngsta? spurði ég, þegar við höfðum komið okkur fyrir. — Já, svaraði Guðmundur og klappaði dótt- urinni á glókollinn. — Hún er jafn gömul söng- listinni. — Það er ekki satt, sagði Kristín. — Þú varst byrjaður að syngja löngu áður en hún fæddist. — Já, að vísu, en hún fæddist sama daginn og ég söng fyrst í Þjóðleikhúsinu. — Þið eigið fleiri börn, er það ekki? — Jú, við eigum þrjú. En það eru bara tvö heima núna. Elzta barnið, Guðrún, er í Kvenna- skólanum á Blönduósi. Hún er 19 ára. Svo er Hafsteinn, 17 ára — og í sama bili kom Haf- steinn — og þessi litla, Erna, að verða 6 ára. — Hafa þau ekki erft tónlistargáfuna? — Jú, stærri krakkarnir hafa verið að læra að spila. Hafsteinn er nú búinn að vera fjögur ár í tónlistarskólanum að læra á fagot, og er fyrsti nemandinn þar í fagotleik. — Þú vinnur alltaf fullan vinnudag með söngnum, Guðmundur? — Já, svona að mestu. En ég er svo hepp- inn, að vinnuveitandinn er mjög liðlegur, og ég fæ að hlaupa frá, þegar með þarf. — Ertu ekki með verkstæði sjálfur? — Nei, skúrinn minn var orðinn fyrir skipu- lagi, svo ég er á götunni eins og er, og vinn bara hjá öðrum. — En er ekki auðvelt fyrir þig að æfa þig, þegar þú vinnur við hefla og þessháttar tæki? — Jú, það er mjög gott. Ég má hafa mikið hátt, til þess að trufla einhvern yfir þann há- vaða. — En hvar æfir þú annars? Geturðu æft hér, í blokk? — Já, ég æfi mig hér heima. Ég er svo heppinn að búa með elskulegu fólki, sem ekki TEXTI SIGURÐUR HREIÐAR LJÖSMYNDIR KRISTJÁN MAGNUSSON — Þú hefur náttúrlega smíðað öll húsgögn- in hér sjálfur, sagði ég við Guðmund. — Það má heita, nema þetta sófasett. Það keypti ég, þegar ég kom heim frá Danmörku. — Er það danskt? — Nei, þetta er íslenzkt. Danir gera ekkert betur. Við eigum orðið úrvals húsgagnafram- leiðslu. Og hér sitja þau í sófasettinu, Guðmundur Guðjónsson, Kristín Bjarnadóttir, Erna og Haf- steinn. i' f/Ý's' ',íw / - ''í'á/rtíi 'M/Zí' ÍMMHÉ ilpii ■ÍMmm / ■ , ■ v „ ',' ', '' , ' \ S ' ,' 's'' : Iv ■ ; „ ' • '::: mm llPiÉMÍfl ■••■• ÍP«iP IWmMm ■ i'v m -- / '}',?'■ ' f. ■ " v v- ' |§É#gÉ| mm ■ 2g — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.