Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 25
HERRATÍZKA • • '•/ : UB LU SHS55S -«*0 - -a ';V:V/Í/ Sportfatnaður hefur verið hérumbil óþekkt fyrirbrigði á íslandi og hefur það sennilega komið til af því, hversu fábrotið útilíf og sport hefur verið. Þó örlar nú fyrir einhverri breyt- ingu. Það er mjög í háveg- um haft erlendis, að menn eigi sérstakan fatnað fyrir ýmiskonar sport og dregur það sannarlega fjárhagsleg- an dilk á eftir sér, því sportföt eru dýr. Þar sem menn aka um á opnum sportbílum, hafa menn til þess sérstakan fatnað, vind- þétt föt, sérstakar derhúfur, sportbílagleraugu og sér- staklega útbúna leður- hanzka. Með sífellt aukinni hestamennsku hefur það að sjálfsögðu komizt á hér, að menn ættu reiðföt og það mun vera algengasti sport- klæðnaður hér svo og skíða- föt. Hins vegar mun óal- gengt að menn eigi þann sportklæðnað, sem gjarna er notaður á veiðum; jafnvel þann sportklæðnað, sem vel þykir hæfa að nota í göngu- ferðir. Nú hefur nýlega verið stofnað félag til varnar æða- og hjartasjúkdómum og leiðir af því, að marg- ir eru farnir að leggja stund á gönguferðir um fjöll og óbyggðir til þess að sækja í sig þrótt, viðhalda hjart- anu og kynnast landinu. Fyrir þesskonar gönguferðir þarf að hafa hentugan klæðnað, léttan og hlýjan í senn, því jafnvel að sum. arlagi getur golan verið nöpur á íslandi. Hár eru myndir af nokkrum frönsk- um og þýzkum sportjökk- um eða úlpum, sem ætlaðar eru til gönguferða eða öku- ferða. -<2> Sportjakki úr tweed, fremur stuttur og létt- ur, æílaður fyrir öku- ferðir cg hverskonar úti- sport að sumri til. Jakk- anum er hneppt með fjórum tölum og eins og sjá má er hægt að snúa honum við og nota hann þannig. <^1 Léttur og einfaldur jr.kki úr þykku efni, hnepptur á fjórar töl- ur. Prjónakragi. Þessi sportjakki er í senn smekkleg flík og þægi- leg. Rúskinnsúlpa með skinn- kraga, góð til hvers- konar útinotkunar að sumri til, þegar svalt er í veðri. íslenzku úlpurn- p.r eru mjög góðar og hlýjar, en úlpufram- leiðslan liefur verið of fábrotin. O Stönguð og fóðruð nælonúlpa, einstaklega létt og hentug í fja.llaferðir. Úipur af þessari gerð eða mjög líkri hafa fengizt í búðum hér. § Franskur soprtjakki teiknaður fyrir bílasport. Hr.nn er úr fremur grófu efni þríhnepptur og einnig með hnepptum vösum. Hann er mjög léttur og hentugur til ferðalaga að sumarlagi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.