Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 46
falleg
síslétt
gluggatjöld
örugglega litekta,
síslétt og hrukkast ekki.
Lítiö á Gardisette
hjá okkur.
Laugavegi 59 Sími 18478
STRETCH
buxurnar
frá SPORTVER eru viðurkenndir fyr-
ir gæði.
Fást í eftirtöldum verzlunum:
Verzl. SIF, Laugavegi 44
Verzl. TIBRÁ, Laugavegi 19
Verzl. ANDRÉSAR ANDRÉSSONAR
Verzl. S.Í.S., Austurstræti
Verzl. VERA, Hafnarstræti
REYKJAVÍK
GUÐMUNDUR GUÐ-
JÖNSSON Frh. afbls.27.
— Og söngst einsöng með hon-
um, skaut Kristín inn í.
— Já, það var í forföllum ein-
söngvarans. En svo steinhætti ég
og sneri mér að leikfiminni. Var
t.d. í 7 ár í sundknattleik með Ár-
manni.
— Svo hefurðu verið erlendis
líka.
— Já, ég var 10 mánuði í Köln,
og það er eini tíminn.. sem ég hef
eingöngu helgað mig söng. Og það
var verulega skemmtilegur tími. En
svo voru líka erfiðir tímar, þegar
ég kom heim. Ég fékk ágætan,
þýzkan styrk og einnig styrk héðan
frá ríki og bæ, en það var erfitt,
þegar heim kom. Erfiðast þó, að
geta ekki æft sig nóg. Ég fann það
bezt, eftir þessa Þýzkalandsveru,
hvað æfingin er mikils virði. Þegar
ég kom heim, fékk ég boð um að
syngja í óperu í Árósum, og þar
náði ég bezta árangri, sem ég hef
náð, og það var eingöngu því að
þakka, að þá hafði ég verið 10
mánuði alveg við þetta. Hér er í
rauninni ekkert að gera, og það
nálgast bilun, að vera að halda
sér í formi til að syngja óperu.
Þessi skemmtanasöngur hér bygg-
ist á 20—30 lögum, en það er ekk-
ert til að halda sér í æfingu.
— Og það eru náttúrlega alltaf
sömu lögin?
DÆMDIR TIL DAUPA
Framhald af bls. 11.
þeim að þurfa að standa í
slíku . . .
Sigurður vinnufélagi Sveins,
hafði sloppið með því að stökkva
í ofboði frá grjóthrúgunni, og
upp á hellisgólfið. Hann heyrði
skruðninginn í grjótinu þegar
það steyptist niður í göngin, en
það stóð yfir aðeins eitt augna-
blik, þar til allt varð hljótt. Hann
hafði ekkert séð til Svenna, og
vissi ekkert um hann, gerði sér
ekki Ijóst að það skelfilega hafði
í rauninni skeð, að Svenni hafði
grafizt með grjótinu niðri í göng-
unum, og væri sennilega dáinn.
Þegar hann fór að svipast um
eftir honum og sá hann hvergi,
skildi hann loks hvað skeð hafði.
Og þá heyrðí hann neyðarópið
neðst neðan úr göngunum. Hann
sá yfirborð grjótsins, en hvergi
bólaði á Svenna, enda voru ópin
svo kæfð og ógreinileg, að það
var greinilegt að þau komu lengst
neðan úr göngunum. Þetta voru
æðisleg neyðaróp, vonleysisleg
og grátklökk. Þau dofnuðu smátt
og smátt, breyttust í ekka og
hálfgerð vein. Það var hryllilegt
fyrir Sigurð að standa þarna al-
einn í hellinum og hlusta á vinnu-
félaga sinn merjast og kveljast
smátt og smátt til dauða, graf-
inn lifandi þarna lengst niðri
— Já, alltaf þau sömu. Fólk vill
helzt ekki heyra ný lög. Maður er að
reyna að breyta um, ef maður hef-
ur sungið nýlega á stað, sem maður
er að fara á aftur, og koma með
einhver önnur lög en síðast, og þá
má í hæsta lagi koma með tvö eða
þrjú lög, sem fólkið hefur ekki heyrt
áður.
— Þá má ekki vanta háa tóninn.
— Nei, hái tónninn gerir alltaf
mesta lukku. Og maður verður að
hafa fyrir honum. Helzt að remb-
ast og strita og verða rauður og
blár í framan (Guðmundur hló) Það
er nú það góða við að koma beint
úr vinnunni, að ég verð stundum
að taka á öllu, sem ég á til, til
þess að ná háa tóninum. Og þá
er fólkið ánægðast. Annars reyni
ég oftast að skjótast heim nokkru
áður en ég á að syngja, til þess
að ná úr mér saginu. En samt, mér
finnst oft þakkarvert, að ég skuli
ekki setja saggusur yfir fólkið, þeg-
ar ég opna munninn til að syngja
fyrir það.
Það var farið að síga að hátta-
tíma, þegar við yfirgáfum Guðmund
og fjölskyldu hans. Feimnin var
fyrir löngu runninn af litlu heima-
sætunni, og Hafsteinn farinn að æfa
sig á fagotið. Og ég er nokkurn
veginn viss um, að þegar nábúarn-
ir hittu Kristínu í stiganum daginn
eftir, hafa þeir spurt:
— Hvernig er það, Kristín, var
hann Guðmundur lasinn í gær-
kvöldi? ★
undir fótum hans. Hann tók að
hrópa á móti eins og hann gat,
lofaði honum öllu fögru, að hon-
um skyldi náð upp þegar í stað,
bað hann að vera rólegan og
bíða . . .
Svo tók hann undir sig stökk
að lóðréttum tréstiganum, sem lá
uppeftir hellisveggnum upp á
jörðina, hljóp einhvern veginn
upp hann upp á yfirborðið þar
sem hann stóð og kallaði í allar
áttir til vinnufélaga sinna sem
þar voru.
Öll vinna stöðvaðist þegar í
stað, og allir komu þarna saman
við hellisopið. Margir klifruðu
þegra niður og fóru að kanna
aðstæður. Verkstjórinn fór strax
að skipuleggja björgunarstarfið,
þangað til verkfræðingamir
komu á staðinn og tóku við
stjórninni.
Nokkrir hraustir menn voru
þegar látnir síga niður á grjót-
urðina, þar sem þeir tíndu upp
grjótið — einn og einn stein í
einu — og settu það í fötur, sem
síðan voru hífðar upp á yfirborð-
ið og hellt úr þeim þar. Það fóru
eins margir niður í göngin og
komust þar fyrir, þrír eða fjórir,
því þau voru aðeins um tveir
metrar í þvermál, og þar unnu
þeir eins hratt og með nokkru
móti var mögulegt, hömuðust
eins og hægt var, stönzuðu ekki
augnablik, þar til þeir voru að
niðurlotum komnir eftir um 10
mínútur. Þá fóru þeir upp en
Fjflrl&gii nofllflböndi11
d fluðveldon hdtt
Hinn sjálffyllti Cutipen gefru mýkj-
andi lanolínblandaðan snyrtilög, einn
dropa í einu, sem mýkir og eyðir
óprýðandi naglaböndum.
Cutipen er eins og fallegur, óbrjótandi
sjálfblekungur sérstaklega gerður til
snyrtingar. Hinn sérstæði oddur hans
snyrtir og lagfærir naglaböndin svc
að neglur yðar njóti sín.
Engra pinna eða bómullar er þörf.
Cutipen er algerlega þéttur, svo að
geyma má hann í handtösku.
Cutáfi&K
fæst f öllum snyrtivöruverzlunum.
Handhægar áfyllingar.
Fyrir stökkar neglur biðjið nm
Nutrinail,
vítamínblandaðan naglaáburð, sem
seldur er í pennum, jafn handhæg-
um í notkun og Cutipen.
ÞAÐ ER SPARNAÐUR
í AÐ KAUPA GlNU
Öskadraumurinn
við heimasaum
Ómissandi fyrir allar konur, sem
sauma sjálfar. Sfærðir við allra
hæfi. Verð kr. 550,00 og með
klæðningu kr. 700,00. Biðjið um
ókeypis leiðarvísi.
Fæst í Reykjavík hjá:
DÖMU- & HERRABÚÐINNI
Laugavegi 55 og
GlSLA MARTEINSSYNI
Garðastræti 11, sfmi 20672
— VIKAN 25. tbl.