Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 13

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 13
spyria, bannnar að ég sofi hjá minni lög- legu eiginkonu? Þá byrjuðu þær báðar að öskra á mig. Svo Marge slepti sér alveg og hrópaði: — Hættið, hættið, ég þoli þetta ekki lengur. Farðu, elskan, og sofðu þar sem þær segja þér. Á morgun skulum við . . . Eunice grípur fram í fyrir henni og segir: — Svei mér ef það er þó ekki vottur af heilbrigðri skynsemi í barninu! — Veslingurinn, segir Olivia-Ann, og slöngvar annarri lúkunni utan um mittið á Marge, — veslingurinn, svona ung og svona saklaus. Komdu nú og gráttu út á öxlinnni á gömlu, góðu Olivia-Ann. Maí, júní, júlí og fyrrihluta ágústs hef ég hafzt við á bakdyrapallinum án minnsta afdreps. Og Marge — hún hefur ekki opn- að á sér þverrifuna til að mótmæla, ekki einu sinni! Það er rakt í þessum hluta Ala- bama, og moskítóflugurnar gætu drepið sauðnaut með því einu að horfa á það, svo ekki sé minnzt á ýmiskonar hættulegar vængjaðar skepnur aðrar, og svo rotturnar, sem eru svo stórar, að þær gætu dregið vagnalest héðan til Timbuctoo án þess að hvíla sig. Ef það væri ekki vegna litla, ófædda Georges Far Sylvester, væri ég fyr- ir löngu stunginn af. Ég get svarið, að ég hef ekki fengið að vera fimm sekúndur einn með Marge, síðan við komum hingað. Það er alltaf önnur hvor á höttunum, og í slðustu viku ætluðu þær hreint að brjálast, þegar Marge lokaði sig inni I herberginu og ég fannst hvergi. Ég hafði bara farið að horfa á negrana binda bómullarbagga, en upp á grín lét ég kerl- ingarnar halda, að við Marge hefðum ver- ið að gera það, sem ekki má. Eftir það settu þær Bluebell á vakt líka. Og allan þennan tíma hef ég varla get- að fengið mér sígarettu í friði. Eunice hefur hundelt mig dag út og dag inn og jagast I að ég fengi mér vinnu. — Hvers vegna fer ekki litli heiðinginn og reynir að koma sér i heiðarlega vinnu? segir hún. Eins og þið hafið líklega tekið eftir, ávarpar hún mig aldrei beint, þótt ég sé oftast einn í hennar konunglegu ná- vist. — Ef þetta væri ©inhver mannsmynd, myndi hann reyna að vinna sér fyrir brauð- skorpu til þess að stinga upp [ stúlkuna sína, í staðinn fyrir að hanga bara lon og don og háma í sig kræsingarnar mínar. Mér finnst rétt að taka það fram, að ég hef lifað næstum eingöngu á gömlu drasli og leifum i þrjá mánuði og þrettán daga, og ég hef tvisvar farið til A. N. Carters, læknis. Hann er ekki alveg viss, hvort ég hef skyrbjúg eða ekki. Og hvað snertir vinnuleysi mitt, þætti mér gaman að vita, hvað maður með mín- um hæfileikum, sem hafði þessa fínu stöðu í ,,Seljum og sendum heim", gæti fundið við sitt hæfi i krummaskuði eins og Admiral's Mill. Þar er aðeins ein verzlun, og eigandinn, hr. Tuberville, er svo latur, að hann þjáist, þegar einhver þarf að kaupa eitthvað af honum. Og svo er þar babtistakirkja, en hún hefur þegar einn prédikara, gamlan fýlupoka, sem heitir Shell, og Eunice dró hann hingað einn dag- inn til þess að frelsa sál mína. Ég heyrði með mínum eigin eyrum, þegar hann sagði henni, að ég væri of djúpt sokkinn. En þó er nú verst, hvað Eunice hefur gert við Marge. Hún hefur snúið henni á móti mér á svo svívirðilegan hátt, að það er varla hægt að segja frá því. Hún hefur jafnvel gengið svo langt að skíta mig út eins og kerlingarnar, en ég rétti henni nokkra löðrunga, svo hún hætti. Ég skal aldrei leyfa minni kerlingu að sýna mér lítilsvirðingu. Ovinalínan er þéttskipuð: Bluebell, Oli- via-Ann, Eunice, Marge og allir íbúar Admiral's Mill (342 talsins). Bandamenn: Engir. Þannig vra ástandið sunnudaginn 12. ágúst, þegar mér var sýnt banatilræði. Það var þögult ! gær og svo heitt, að steinarnir bráðnuðu næstum. Þetta byrjaði klukkan tvö. Ég veit það fyrir víst, vegna þess að Eunice á eina af þessum gauka- gildrum, sem mér bregður alltaf jafn mik- ið við. Ég var að sýsla fyrir sjálfan mig í stofunni; semja nýtt lag á píanóið, sem Eunice keypti handa Oliviu-Ann og réði píanókennara til að koma einu sinni í viku alla leið frá Columbus, Georgia, til þess að kenna henni á það. Hún Delancey á símstöðinni, sem var vinur minn, þangað til hún komst að því, að það var ógáfulegt, segir að þessi kennararæfill hafi komið þjótandi út úr húsinu strax fyrsta kvöldið, eins og Adólf Hitler væri á hælunum á honum, stokkið upp [ Fordinn og brennt burt, og síðan hefur ekki frá honum heyrzt. En eins og ég sagði, var ég að reyna að halda mér sæmilega svölum ! stofunni og áreitti ekki nokkra lifandi sál, þegarý allt í einu að Olivia-Ann kemur þjótandiB inn, með allt hárið sitt út í loftið og gal- ar: — Hættu þessum djöfuls gauragangi eins og skot! Fær maður aldrei stundlegan frið? Og hypjaðu þig á stundinni frá píanó- inu mínu. Þetta er ekki þitt píanó. Þetta er mitt píanó og ef þú ekki hypjar þig burt frá því eins og skot skal ég kæra þig og láta draga þig fyrir lög og dóm strax ( fyrramálið! Þetta er náttúrlega ekkert nema öfund- sýki í kerlingunni, af því ég er fæddur músíkant og lögin sem ég bý til eru alveg stórkostleg. — Og sjáiði bara, hvað hann hefur gert við þessar ekta fílabeinsnótur mínar, segir hún, og kemur yfir að píanóinu. — Þú ert næstum búinn að rífa allar upp með rót- um af einskærri illgirni! Hún veit svo sem fullvel, að píanóið var orðið öskuhaugamatur löngu áður en ég kom í þennan bölvaðan kofa. — Ur því þú ert svona alvitur, ungfrú Olivia-Ann, sagði ég, — þætti þér kannske gaman að vita, að ég veit nú sitt lítið af hverju sjálfur. Svolítið, sem sumum þætti ef til vill gaman að vita. Til dæmis, hvað kom fyrir frú Harry Stellert Smith. Þið hljótið að muna eftir frú Harry Stell- er Smith? Hún þagnaði og leit á tómt fuglabúrið. — Þú sórst, segir hún og verður hræðilega rauð. — Kannske sór ég og kannske sór ég ekki, segi ég. — Þú gerðir Ijótt, þegar þú sveikst Eunice, en ef sumir vilja láta suma í friði, skal ég kannske reyna að gleyma því. Jæja hún labbar út, eins og nýbarinn hundur, svo að ég fór og teygði úr mér á sófanum, sem er hræðilegasta húsgagn, sem ég hef nokkurn tíma séð, og hluti af setti, sem Eunice keypti í Atlanta 1912 og borgaði tvö þúsund dollara fyrir út í hönd — eða svo segir hún. Þetta er svart með gulgrænu áklæði og lyktar eins og blautar hænsnafjaðrir. Uti í horni á stof- Framhald á bls. 39. 111118 jSjÍjíjljjmljjjiM t ■”*■ Höfundur þessarar sögu, Truman Capote, er fæddur í New Orleans árið 1924. Móðir hans var frá Ala- bama, og drengurinn var settur til mennta, fyrst í New York City, og síSan í, Connecticut, en honum fannst óbærileg pína aS stunda nám í öllum öðrum fögum en ensku. Svo hann gafst upp við fyrsta tæki- færi, settist að í New Orleans og skrifaði fáeinar sögur, sem hann lauk aldrei við. Að því ioknu fór hann til New York og tók að vinna sem sendill við The New Yorker, jafnhliða því, sem hann hélt áfram að skrifa smásögur. Ein fyrsta smá- saga hans, sem birtist, var sú sem hér fylgir, „Frá mínum bæjardyrum séð“, sem hann skrifaði árið 1943. Eftir ár sem sendill fór hann aftur til Suðurríkjanna og gerði ritstörf að aðalstarfi sínu. Það ár fékk skáld- saga hans, „A Tree of Night,“ 0. Henry bókmenntaverðlaunin. Hann er talinn ein af beztu rithöfundum Bandaríkjanna. VIKAN 25. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.