Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 2
Hrein
frísk
heilbrigð
húð
Það skiptir ekki máli, hvernig húð þér hafið!
Það er engin húð eins.
En Nivea hæfir sérhverri húð. Því Nivea-creme
eða hin nýja Nivea-milk gefur húðinni allt sem hún
þarfnast: Fitu, raka og hið húðskylda Euzerit.
Og þess vegna getur húð yðar
notið þeirra efna úr Nivea sem hún þarfnast helzt.
Hún getur sjálf ákveðið það magn, sem hún
þarfnast af fitu og raka.
Þetta er allur leyndardómurinn við ferska, heilbrigða og
Nívea-snyrta húð.
r
I fullri alvöru:
Nútíminn er galdraöíd
ÞaS er dálítið skemmtilegt,
hvað margt af því, sem þjóð-
sögur og ævintýri boðuðu hér
áður fyrr, er komið fram. Mér
dettur til dæmis i hug kerlingin,
sem stakk hrífuskaftinu sínu
undir drýlin á túninu i Odda
og sagði: „upp í garð til Sæ-
mundar,“ með þeim árangri, að
iieyið þusti á púkanum heim í
garð og bjargaðist þannig undan
úrkomunni. Það væri i raun-
inni mjög þjóðlegt, ef við hætt-
um að tala um „hestöfl“ véla,
en töluðum þess í stað um
„púkaöfl“. Það væri í rök-
réttu framhaldi af fornri trú okk-
ar á notagildi púka við hey-
skap, að tala um að traktorinn
liafi þetta og þetta mörg púka-
öfl.
Já, þjóðtrúin okkar forna var
elcki aðeins hugarburður. í ævin-
týrum kemur það fyrir, að kon-
ur gengu um vígvelli eftir dag-
langa orrustu og græddu af-
höggna limi á skrokka og blésu
í þá lífsanda á ný. Hvort tveggja
er gert nú til dags, þótt ágræðsla
lima sé enn svo ung, að hún
teljist til kraftaverka.
Sumir áttu líka klúta, teppi
eða prik, sem liöfðu þá góðu
náttúru, að gott var og fljótlegt
að ferðast á þeim. Það þurfti
elcki annað en að snúa þessum
hlutum á réttan hátt eða liafa
yi'ir ákveðna þulu, til þess að
komast fljótt og vel þangað sem
maður vildi. Og stundum var
meira að segja nóg að hafa yfir
þulu. Nú fljúga menn á örskots-
stund landshornanna á milli, og
eru jafnlengi milli Reykjavíkur
og New York, og forfeður okkar
voru að paufast með lestirnar
sínar frá Reykjavik austur á
Kambabrún. Spádómar forfeðra
okkar liafa ræzt, og hverju
myndu forfeðurnir þakka flest
af því, sem við nú teljum sjálf-
sagt og eðlilegt, ef ekki fjöl-
kynngi og púkahjálp?
Það eru galdrar, hvernig Ijós
kviknar, þegar ])rýst er á rofa.
Það eru galdrar, hvernig matur-
inn sýður, án þess nokkur logi
sjáist. Það eru galdrar, hvernig
fjórhjólavagninn geysist áfram,
án . ])ess að nokkur sjáanlegur
kraftur togi hann á eftir sér
eða ýti á. Og hvað er það ann-
að en fordæðuskapur að geysast
í málmstykki um himinhvolf-
in? Þarf ekki fjölkyngi til, að
magna úr litlum kassa rödd
manns, sem örugglega er i öðr-
um landsfjórðungi, svo ekki sé
minnzt á mynd hans? —s