Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 21
...
HMh
!
Hll
/sxgggX
w *
Fyrir einu ári og tveim mánuðum gerði VIKAN og birti umfangsmikið
yfirlit yfir verð á húsum og íbúðum. Þá um leið reið yfir mikil alda verð-
hækkana, svo verð breyttist jafnvel eitthvað frá því að greinin var skrifuð
og þar til blaðið kom út. Síðan hefur þessi þróun haldið áfram. VIKAN
aflaði sér upplýsinga um verðið með því að spyrja nokkra fasteignasala
og bar upplýsingum þeirra alveg saman. Vafalítið mun verðið enn hafa
hækkað litillega frá því þetta er skrifað.
Á þessu ári hefur sá athyglisverði hlutur gerzt, að verð á ibúðum og
húsum í Garðahreppi, Kópavogi og Seltjarnarnesi hefur hækkað tiltölu-
lega meira en innan Reykjavíkur og má segja, að mismunur sé orðinn
afar litill á verðlagi á þessum svæðum og inni í borginni.
Til samanburðar hefur VIKAN gert yfirlit yfir kauphækkanir á sama
tímabili og einnig hækkun lánsfjárupphæða hjá Húsnæðismálastjórn og
helztu lífeyriss'róðum. Enda þótt lánsupphæðir Húsnæðismálastjórnar hafi
ekki hækkað á þessu tímabili, hafa margir lífeyrissjóðanna hækkað það
mikið að meðaltalshækkun af hundraði er litið eitt hærri en sem nemur
hækkun á verðlaginu. Aftur á móti hafa hinar almennu launahækkanir
tæplega haft undan eins og sjá má á töflunni á næstu síðu.
)
í
)
3 herbergja íbúð
við Birkimel
Þriggja herbergja íbúð í
blokk við Birkimel kostaði í
april '63 580 þúsund, en nú
er verðið 750 þúsund (450—
500 þús. út). Verðhækkun á
14 mánuðum 170 þúsund eða
29,3%.
Fokhelt
Fokheldar hæðir í nýju
hverfi gengu í apríl '63 á
500 þúsund, en mundu nú
verðlagðar á 600 þúsund
(gjarnan allt út). Verðhækk-
un 100 þúsund eða 20%.
Lúxusvilla í Kópavogi
Lúxusvilla í Kópavogi. Átti að kosta 1,2 millj. í apríl '63. Mundi
verðlögð á 1,6 millj. nú (1 millj. eða meira út). Verðhækkun 400
þús., eða 33,3%.
Meðalstórt einbýlishús á
tveim hæðum í Kópavogi.
Verð í apríl '63: 750 þús.,
verð nú: 1050 þús. (700
þús. út). Verðhækkun 300
þúsund eða 40%.
Einbýlishús á tveimur
hæðum í Kópavogi
VIKAN 25. tbl. — 21