Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 41
með sverðinu hans pabba, en ein-
hvernveginn tókst mér að klöngrast
upp ó píanóið. En Eunice, klifraði
upp á píanóstólinn, og af hverju
það hrófatildur, brotnaði ekki und-
an bel|u eins og henni, get ég aldrei
útskýrt.
— Komdu niður þarna, ófétið
þitt, áður en ég rek þig í gegn,
segir hún og heggur til mín, og ég
er hér með djúpan skurð til að
sanna það.
Þegar hér var komið, raknaði
Bluebell við og flýtti sér að sam-
einast Oliviu-Ann í guðsþiónust-
unni úti í garðinum. Ég hugsa að
þær hafi verið að syngja fyrir sálu
minni og það hefði komið sér vel,
ef það hefði ekki liðið yfir Marge.
Og það er það eina, sem ég
hef gott um Marge að segja.
Hvað gerðist svo man ég ekki
almennilega, nema hvað Olivia-
Ann kom aftur með sveðjuna sína
og heilan hóp af nágrönnum. En
allt í einu var Marge orðin mið-
punkturinn í þessu öllu saman og
ég býst við, að þau hafi borið hana
upp í herbergið. Alla vega var ég
fljótur að loka stofudyrunum, þegar
allir voru farnir.
Svo ýtti ég þessum svörtu og
glugrænu húsgögnum upp að hurð-
inni og stóra borðinu með mynd-
unum, sem hlýtur að vega nokkur
tonn, bókaskápnum og allskonar
drasli. Svo lokaði ég gluggunum
og dró rennitjöldin fyrir. Ég fann
líka fimm kílóa dós af sælgæti og
einmitt á þessari stundu er ég að
maula úrvals ávaxtasúkkulaði. Þær
eru altaf annað slagið að koma
að dyrunum, banka, kalla og biðja.
Já, það er komið annað hljóð í
strokkana hjá þeim. En hvað mig
snertir — ég spila fyrir þær annað
slagið á píanóið, rétt til að láta
þær vita að mér líður vel.
KÖKUR OG SMÁ-
RÉTTIR
Framliald af bls. 8.
grautur. Þegar hann er kaldur,
er sykri, eggjarauðum og öðru
blandað í og síðast stífþeyttum
hvítunum. Sett í vel smurt grat-
infat og bakað við góðan hita í
hálftíma. Aprikósusósa úr þurrk-
uðum aprikósum borin með.
SVEPPABRAUÐ.
375 gr. hakkað svínakjöt, 200
gr. smáskornir sveppir, salt, pip-
ar, basilikum.
Kjötinu, sveppunum og krydd-
inu blandað saman og það sett
á 4—5 sneiðar af formbrauði.
Bræddu smjöri hellt yfir og bak-
að í ekki of heitum ofni í 20
mínútur. Gott með stúfuðu spín-
ati eða öðru grænmeti.
H AFRAM J ÖLSLUMMUR.
125 gr. haframjöl 1 matsk.
hveiti, 1 matsk. púðursykur, 1
tsk. kanill, 1 dl. rjómi, 1 egg.
Allt hrært saman og látið
standa í 10 mín. og síðan bakað
í feiti á pönnu eins og venjuleg-
ar lummur.
K ARTÖFLU GRATIN.
1 kg. kartöflur, 3 egg, ca. Vi 1.
mjólk, 100 gr. rifinn ostur, 50
gr. bráðið smjör, salt, pipar,
baconsneiðar.
Kartöflurnar eru flysjaðar hrá-
ar og skornar í næfurþunnar
sneiðar, sem lagðar eru í smurt
gratinfat. Eggin þeytt með mjólk-
inni og osti, smjöri og kryddi
bætt í og öllu svo hellt yfir kart-
öflurnar í fatinu. Bakað við jafn-
an hita í 45 mín. Fyrsta hálftím-
ann á fatið að vera lokað, ágætt
er að loka því með málmpappír.
Baconsneiðarnar steiktar og lagð-
ar ofan á fatið um leið og það
er borið á borð, og saxaðri
persilju stráð yfir.
KONÍAKSKAKA.
Vi kg. smjör eða smjörlíki er
hrært vel með V4 kg sykri. 4
eggjarauður hrærðar í og svo 14
kg. hveiti. 4 eggjahvítur stíf-
þeyttar og blandað í síðast. Bak-
að í vel smurðu hringformi í ca.
klukkutíma við jafnan hita. Lát-
in standa þar til hún er volg, þá
er botninum snúið upp og yfir
kökuna er hellt blöndu af 1 dl.
koníaki og 1 dl. af sterku tei, sem
hefur verið gert sætt með 75 gr.
af sykri. Teblandan á að vera
volg og er notuð skeið til að væta
kökuna með henni. Þegar kakan
er alveg köld, alls ekki fyrr, er
hún þakin með 125 gr. af hjúp-
súkkulaði og yfir hana er stráð
100 gr. af flysjuðum og skornum
möndlum. Sérstök kaka, sem ekki
fellur í allra smekk, en þess bet-
ur í sumra, og auðvitað mjög
dýr kaka.
LESCO (ungversk hrærð egg).
2 laukar, 3 flysjaðir tómatar,
2 græn piparhulstur, 5 pylsur,
5 egg, paprika.
Laukurinn skorinn í sneiðar og
látinn malla litla stund í smjör-
líki á pönnu, tómötunum bætt í
og svo eftir nokkrar mínútur pip-
arhulstrunum og pylsunum, hvort
tveggja skornu í smástykki. Allt
látið malla saman í stundarfjórð-
ung. Þá eru eggin þeytt saman
og hellt á pönnuna og hrært hægt
í, eins og þegar hrærð egg eru
búin til. Kryddað með papriku.
Sé óskað eftir þessum rétti enn
matarmeiri, má setja smábita af
soðnum kartöflum stuttu áður en
eggjunum er bætt í. ★
KÖKUR MEÐ QLÍU f
Framhald af bls. 9.
RJÓMAKÖKUR.
1 dl. soyaolía, 3 dl. vatn, 150
gr. hveiti, 1 tsk. salt, 1 tsk. sykur,
1 tsk. lyftiduft, 4—5 egg.
Olía, vatn og hveiti bakað sam-
an í potti, þar til það sleppir botn-
inum. Þá er deigið kælt dálítið
og sykri, salti og lyftidufti bætt
Hárþurrka
framtíöarinnap
VERÐ: kr. 1900.-
Hýjfl JT&3MEX hírNrrkflB
MEÐ 24 HITASTILLINGUM 700 WATT
Nýjasta JOMI hárþurrkan hefir gólfstativ sem
draga má út upp í 130 cm hæð.
Hjálmurinn er mjög rúmgóSur, jafnvel fyrir
stærstu krullupinna.
Hjálminn má leggja saman, þannig að fyrir-
ferð er enginn þegar hann er ekki í notkun.
Þurrkunni fylgir Shampoo og leiðarvísir um
hárþvott og snyrtingu.
.. __■.:............-
MEST SELDA HARÞURRKAN A
NORÐURLÖNDUM !
Lítið inn ( JOMI-umboðið í
bæjarins.
VIKAN 25. tbl. —