Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 18

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 18
Þetta var í fyrsta sinn, sem Angelique stirðnaði ið að gerast aðalfóstra bræðradætra stnna. Og þar með gerði hún gagn í stað þess að barma sér og föndra við handavinnu allan liðlangan daginn, varð hún meira fyrir barðinu á önuglyndi heimilisfólksins og naut minni virðingar en systir hennar, gamla, feita Jeanne. Pulchérie hópaði frænkum sínum saman. Barnfóstrurnar áttu að sjá um að koma yngri börnunum í ró, en Gontran, sem var orðinn tólf ára réði því hvenær hann gekk til hvíldar upp í risinu. Hortense, Angelique og Madelon fylgdu frænku sinni inn i stóru stofuna, þar sem arinninn og kertin þrjú náðu varla að varpa draugalegum skuggum upp í háa hvelfingu þessa miðaldakastala. Nokkur veggteppi héngu á veggjunum til þess að draga úr mesta rakanum, en þau voru svo gömul og möl- étin, að enginn greindi lengur mynztrið á þeim. Stúlkurnar litlu hneigðu sig fyrir afa sínum, sem sat framan við eldinn í svörtum síðum frakka brydduðum með gömlu skellóttu loðskinni. Þær hneigðu sig einnig fyrir Jeanne frænku, sem var svo nöldrunarsöm að hún kunni ekki lengur að brosa. Og svo lá leiðin upp breið steinþrep, sem voru rök eins og hellisgólf. Svefnherbergin voru ísköld á veturna og svöl á sumrin. Stóra rúmið sem stúlkurnar sváfu í, gnæfði eins og minnis- merki úti í horni í annars auðu herberginu, því gengnar kynslóðir höfðu selt hin húsgögnin. Steingólfið, sem á veturna var þakið hálmi, var spnmgið hér og þar. Þriggja þrepa trappa lá upp í rúmið. Þessar þrjár litlu de Sancé de Monteloup fóru í náttkjólana sina, báðu kvöld- bænirnar, klöngruðust svo upp i rúmið og drógu götótt rúmteppið yfir sig. Angelique leitaði að ákveðnu gati í rúmteppinu, sem hún var vön að stinga öðrum fætinum í gegnum og hreyfa tærnar, til þess að láta Madelon hlægja. Angelique var dauðhrædd við sögurnar, sem Nounou hafði sagt þeim. Sama var að segja um Hortense og Madelon. Lífið var fullt af dulúð og uppgötvunum. Þær heyrðu mýsnar naga þilið, uglurnar og leðurblökurnar flögra undir turnþakinu, hundana spangóla í garðinum og múldýrin klóra sér upp við básbeizlurnar. Og stundum, þegar það var snjór, heyrðust úlfarnir ýlfra, þegar þeir komú út úr Monteloupskóginum í áttina að kastalanum. Og þegar vor- næturnar urðu hlýjar, barst söngurinn frá nágrannaþorpinu gegnum tungsljósið upp i svefnherbergi systanna. Hluti af Monteloup kastalanum sneri út að mýrinni., Þetta var elzti hlutinn, byggður á tólftu öld. Á honum voru tveir turnar og gangpall- arnir, innan við skotraufarnar, voru gerðir úr viði. Þegar Angelique klöngraðist þar upp með Gontran og Denis, skemmtu þau sér við að skyrpa yfir vegginn gegnum skotraufirnar og hugsuðu sér að þau væru miðaldahermenn að hella sjóðandi oliu á hermennina. Framhlið kastalans var i nútimastíl með mörgum gluggum. Gömul vindubrú með ryðguðum keðjum, uppáhalds aðsetursstaður hænsna og kalkúna, aðskildu hlaðið og beitarhaga húsdýranna. Hægra megin var dúfnahúsið með hvolfþakinu og handan við það hjáleigubýli hinar hjá- leigurnar voru hinum megin við kastalasýkið. 1 fjarska sáust kirkju- turnarnir í Monteloup þorpinu. Handan við þorpið reis skógurinn, þar sem eik og kastaníutré skipt- ust á. Þar var aðsetur villidýra og glæpamanna. Sá hluti skógarins var eign du Plessis markgreifa. Bændurnir í Monteloup ráku grísina sina þangað, til að róta upp jörðinni, og áttu þess vegna í eilífum úti- stöðum við monsieur Molines, ráðsmann markgreifans. I skóginum bjó einnig gömul norn, Mélusine. Á veturna kom hún stundum út úr skóginum til þess að fá sér mjólk í skiptum fyrir lækningajurtir. Angelique fylgdi dæmi hennar, safnaði jurtum og rótum, þurrkaði, sauð og malaði, og faldi þetta svo á felustöðum, sem enginn vissi um, nema hún og gamli Guillaume. Pulchérie leitaði stundum tímunum saman árangurslaust að henni. Pulchérie gat stundum ekki varizt gráti, þegar henni var hugsað til Angelique. 1 hennar augum var stúlkan ekki aðeins misheppnuð, heldur einnig imynd hrörnunar ættar og virðingar, en i augum gömlu konunnar fór ættinni síhrakandi vegna fátæktar og vesældóms. Það var varla orðið dagljóst, þegar sú litla þaut af stað, með hárið flags- andi og varla skár klædd en sveitatelpa, I pilsi, slitnum undirkjól og blússu. Fætun hennar, sem voru nettir eins og á prinsessu, voru sigg- grónir, því hún sparkaði af sér skónum við fyrsta runnan, sem hún kom að, til þess að eiga auðveldara með að hreyfa sig. Og þó að á hana væri kallað, gerði hún varla meira en að snúa við höfðinu og sýna útitekna andlitið með grænleitu augunum, sem voru svipuð á litinn og blómið, sem bar sama nafn og hún (Angelique = hvönn. þýð.). —• Það verður að senda hana í klaustur, andvarpaði Pulchérie. En de Sancé barón, fámæltur og áhyggjufullur, yppti aðeins öxlum. Hvernig átti hann að geta sent næstelztu dóttur sina í klaustur, þeg- ah hann hafði ekki einu sinni ráð á að senda þá elztu þangað? Árs- tekjur hans náðu varla fjögur þúsund livres, og af því varð hann að borga fjögur hundruö með tveim elztu sonum sínum, sem voru i skóla hjá Ágústínusarmunkunum í Poitiers. Beztu leikfélagar Angelique voru synir leiguliðanna. Einkum Val- entine, sonur malarans og Nicholas, sonur Merlots fjárhirðis. Þessir tveir drengir hefðu getað gengið að hvor öðrum dauðum í baráttunni um hylli Angelique. Hún var þegar orðin svo falleg, að bændurnir álitu hana persónugerfing álfanna, sem léku sér í skógi nornarinnar. Og þótt Angelique væri ekki stór, hafði hún heilmiklar hugmyndir: — Ég er markgreifafrú, sagði hún við hvern, sem heyra vildi. -— Já einmitt.. Hvernig stendur á því? — Ég er gift markgreifa. Markgreifinn var ýmist Valentine eða Nicholas. Stundum sagði hún líka með prakkaralegu brosi: —• Ég heiti Angelique og ég leiði englana mína fram til orrustu. Af þessu fékk hún auknefni sitt: Petite Marquise des Anges. II. KAFLI. Snemma sumars 1648 tók Fantine að finna á sér komu glæpamanna og herflokka. Það virtist svo sem nógu friðsamt í héraðinu, en barn- fóstran, sem hafði auðugt ímyndunarafl, „skynjaði" stigamennina löngu áður en þeir komu. Hún stóð og hélt höfðinu hátt í norðurátt eins og hún fyndi þefinn af þeim í heitum vindinum. Hún fylgdist undravel með þvi, sem gerðist langt í burtu, ekki að- eins i heimahéraðinu, heldur einnig í nágrannasveitunum og jafnvel í París. Þegar hún hafði verzlað lltillega við umferðasalana, gat hún sagt baróninum aliar helztu fréttirnar úr franska konungdæminu. Það átti að skella á nýjum skatti. Kóngamóðirin vissi ekki lengur, hvernig hún átti að afla fjár handa prinsunum. Kóngurinn með gullnu lokkana var að vaxa upp úr stuttbuxunum sínum, og eins yngri bróðir hans, sem kallaöur var Petit Monsieur vegna þess að frændi hans, bróðir Lúð- viks konungs XII., var kallaður Monsieur og( var enn á lífi. Á sama hátt sagði hún sögurnar um Mazarin kardinála, sem sóaði ríkisfénu og drottningin elskaði. Þingið i París var ekki ánægt með þessa ráðstöfun. Neyðaróp landsmanna bárust til eyrna þess. Þing- mennirnir ferðuðust til Louvre þar sem litli kóngurinn bjó, og hékk með annarri hendi í svörtum pilsum móður sinnar, spænsku konunnar, ogj með hinni i rauðum kufli Mazarin kardinála, Italans. Þeir reyndu að sannfæra þetta göfuga fólk, sem aðeins hugsaði um auð og völd, að þjóðin bæri ekki meiri gjöld, kaupmennirnir gætu ekki lengur verzlað og fólkið væri orðið þreytt á því, að þurfa að láta síðustu eig- ur sínar upp í skattana. Þetta þótti kóngamóðurinni og Mazarin kardi- nála slæmar fréttir. Svo þau lyftu litla kónginum í veldisstólinn. Með mynduglegri röddu, þótt hann hikstaði ef til vill smávegis á þessari lexíu, sem hann hafði lært utanað, svaraði hann öllum þessum alvar- legu mönnum því, að herinn þarfnaðist peninga til þess að berjast fyrir friðnum. Kóngurinn hafði talað. Þingmennirnir hneigðu sig. Svo var skellt á nýjum slcatti. Það var erfitt að trúa því, að vesæll umferðarsali hefði getað sagt barnfóstrunni svona margt. Hún var sökuð um að segja meira en hún vissi. En hún hafði rétt fyrir sér. Eitt orð, hálfkveðin visa, leiddi hana á veg sannleikans. Hún fann á sér komu stigamannanna i þrúgandi hita þessa fagra sumars. Og eftirvænting hennar síaðist inn í Angelique. Þetta kvöld ákvað Angelique að fara að veiða fljótakrabba með Nicholasi. Hún hentist niður að kofanum, sem Merlot fjölskyldan bjó i. Þegar móðir Nicholasar sá hver kominn var, lyfti hún lokinu af pottinum og setti bita af reyktu svínafleski i súpuna, til að bæta bragðið. Angelique rétti henni kjúkling, sem hún hafði þrifið með sér heima á hlaði og snúið úr hálsliðnum á leiðinni. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem hún kom óboðin í mat hjá leiguliðunum, og hún lét það aldrei bregðast, að koma færandi hendi, því samkvæmt héraðslögum mátti aðeins landeigandi eiga dúfur og hænsni. Merlot sat við eldinn og át rúgbrauð. Francine, elzta barnið, heilsaði Angelique með kossi. Hún var tveimur árum eldri en Angelique, en þar sem hún hafði í mörg ár þurft að hugsa mikið um yngri bræður sína, var hún upp úr því vax- in, að veiða fljótakrabba og tina sveppi með flækingnum honum bróð- ur sínum. Hún var góðlynd og kurteis og kinnar hennar voru rjóðar og ferskar. Madame de Sancé ráðgerði að gera hana að herbergisþernu, í staðinn fyrir Nanette, sem var óþolandi ósvífin. Þegar þau höfðu lokið við að borða, fóru Nicholas og Angelique út. —• Við skulum koma við í húsunum. Ég ætla að ná í ljósker, sagði Nicholas. Nóttin var mjög dimm. Á eftir minntist Angelique þess, að hafa heyrt einhvern hávaða utan af þjóðveginum. Það var jafnvel enn dimmara i skóginum. Þau komu fljótlega að læknum og lögðu beittar krabbagildrur á lækjarbotninn. Við og við drógu þau gildrurnar uppúr, troðfullar af bláum fljótakrabba, sem þau settu í fiskakörfur, sem þau höfðu með sér. Allt í einu rétti hún úr sér og hlustaði og það sama sama gerði Nicholas. — Heyrir þú eitthvað? — Já, það er einhver að hrópa. Börnin stóðu hreyfingarlaus um stund, en sneru sér svo aftur að veiðinni. En þau höfðu truflazt, og veiðihugurinn minnkað. — Nú heyrði ég það greinilega. Það er einhver að hrópa þarna nið- ur frá. — Það kom frá þorpinu. Nicholas þreif saman veiðitækin og spennti fiskakörfuna á bakið. Angelique tók ljóskerið. Þau læddust hljóðlaust í áttina að þorpinu. Þegar þau komu fram I skógarjaðarinn, námu þau skyndilega staðar. Hár logi igaus upp yfir trén og varpaði bjarma á umhverfið. — Þetta — þetta er ekki dagsljós, muldraði Angelique. — Nei, þetta er eldur! — Góði guð! Kannske það sé húsið þitt. Flýtum okkur!, En hann hélt í hana. — Bíddu! Það er of mikið hrópað og kallað til þess að þetta sé bara eldur. Þetta hlýtur að vera eitthvað annað. Þau laumuðust varlega að síðustu trjánum. Breitt engi var milli skógarins og húsa leiguliðanna. Næst var hús Merlotsfólksins og fimm hundruð metrum lengra voru önnur þrjú hús. Eitt af þeim var logandi. Eldslogarnir vörpuðu bjarma á menn sem hrópuðu og hlupu um, rudd- ust inn i kofana og komu út aftur með kjötskrokka eða teymdu á eftir sér kýr og asna. Mannfjöldinn kom af þjóðbrautinni og breiddist yfir engið eins og þykkt, svart fljót. Það glampaði á sverð og spjót, þegar hópurinn rudd- jg — VXKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.