Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 19
ðmlagi. Hún var ekki lengur barn. Hún sleit sig af Fantine.-Gefðu þeim eitthvað að éta, skipaði hún ist fram hjá Merlotshúsinu og áfram í áttina að Monteloup. Nicholas heyrði móður sína æpa. Svo kvað við skothvellur. Merlot gamla hafði gefizt tími til þess að þrifa gamla framhlaðninginn sinn og hlaða hann. En í sama bili var hann dreginn út i garðinn eins og poki og stunginn með sverði. Angelique sá konu í serk hlaupa á flótta yfir húsagarðinn. Hún var æpandi og kjökrandi. Á eftir henni hlupu nokkrir menn. Konan reyndi að komast í skóginn, en ofsækjendur hennar náðu henni og drógu hana með sér yfir engið. — Þetta er Paulette, hvislaði Nicholas. Börnin stóðu þétt saman, bak við sveran eikarstofn og horfðu stór- eyg á skelfingarnar. — Þeir hafa tekið asnann okkar og grisinn, sagði Nicholas. Dögunin kom og fölvaði eldinn, sem nú var tekinn að lægja. Glæpa- mennirnir höfðu ekki lagt eld j fleiri hús. Pæstir þeirra höfðu stanz- að við þessar fáu hjáleigur; þeir héldu áfram til Monteloup. Og þeir, sem höfðu áður látið greipar sópa, voru nú á förum. Þeir voru eitt- hvað um fimmtán talsins. Skammt frá húsi Merlots námu þeir staðar til að kanna fenginn, og mátti ráðai það af látbragði þeirra og radd- hreim að þeim þótti ágóðinn lítill: Fáein lök og teppi, nokkrir pottar, rúgbrauð og ostur. Aðeins einn þeirra nartaði í svínssiðu. Hinir höfðu farið með búsmalann. Þessar eftirlegukindur bundu sinn fátæka feng í tvo eða þrjá böggla og héldu áfram án þesá að líta um öxl. Nicholas og Angelique biðu lengi áður en þau þorðu að yfirgefa felustað sinn. Sólin var komin hátt á himininn og döggin glitraði á enginu þegar þau gengu heim að hjáleigunni, sem nú var óhugEinlega þögul. Það fyrsta, sem þau heyrðu var barnsgrátur. — Það er litli bróðir, hvíslaði Nicholas. — Hann er þá að minnsta kosti ekki dauður. Þau laumuðust hljóðlega inn i garðinn, ef vera mætti að einhver glæpamannanna væri ennþá ófarinn. Fyrst komu þau að líki Merlots gamla, sem lá með höfuðið í mykjuhaug. Nicholas reyndi að reisa föð- ur sinn við. — Ég hugsa að hann sé dauður. Sjáðu hvað hann er hvitur, eins og hann er venjulega rauður. Inni í kofanum stóð litla barnið á hljóðunum. Hann sat á fótagafl- inum í rúminu sínu, sem hafði verið reist upp á endann og veifaði litlu hnefunum í örvæntingu. Nicholas hljóp til hans og tók hann í fangið. — Ég iþakka þér, heilaga guðsmóðir, að ekkert skuli hafa komið fyrir litla greyið. Angelique starði í skelfingu á Francine. Hún lá endilöng á gólfinu, náföl með lokuð augu. Föt hennar höfðu verið dregin upp fyrir mitti og það blæddi úr henni. — Nicholas, stundi Angelique. — Hvað hafa þeir gert við hana? Nicholas leit á systur sína og heiftarsvipurinn gerði andlit hans ald- urslegt. Hann leit til dyra og muldraði: — Skepnurnar! Helvítis skepnurnar!f Hann rétti Angelique litla barnið. — Taktu hann. Hann kraup á kné við hlið systur sinnar og lagaði föt hennar. — Francina, það er ég, Nicholas. Svaraðu mér, ertu dauð? Það heyrðist andvarpað í útidyrunum. Móðir hans kom inn, stynj- andi og bogin í baki. — Ert það þú Nicholas? Æ, veslings börnin mín, veslings börnin min. Hvilíkt og annað eins! Þeir hafa tekið asnann og grlsinn og þetta litla, sem við höfðum lagt til hliðar. Var ég ekki alltaf að segja karlinum að grafa þetta í jörð? — Ertu meidd, mamma? — Og hugsaðu ekki um það. Ég er kona. Ég er vön þessu. En hún Francina min litla, eins og hún er viðkvæm, þetta gæti riðið henni að fullu. Hún settist á gólfið með dóttur sina í fanginu, reri með hana og grét. — Hvar eru hinir? spurði Nicholas. Eftir langa leit fundu þau hin börnin, sem höfðu falið stg, meðan illvirkjarnir frömdu ódæði sín. Um þetta leyti komu nágrannarnir, til þess að kanna ástandið. Að- eins tveir höfðu verið drepnir, Merlot og eitt gamalmenni, sem einn- ig hafði reynt að verjast með byssunni sinni. Hinir bændurnir höfðu verið bundnir og barðir, en enginn til skaða. Ekkert barn hafði verið kyrkt og einum bændanna hafði tekizt að hleypa út kúnum sínum og reka þær út í skóginn, þar sem þær mundu áreiðanlega finnast. Poulette veinaði og grét. — Sex! Sex í einu! — Haltu þér saman, sagði faðir hennar ruddalega. — Ég veit svo sem, hvernig þú ert alltaf að lufscist með strákum inni í runnunum. Ég gæti bezt trúað, að þú hafir haft gaman af þessu. En hvar er kýr- in okkar, og hún er meira að segja kálffull? Ég á ekki eins auðvelt með að bæta mér það tjón og þú þitt. — Við verðum að fara héðan, sagði Madame Merlot, sem enn hélt meðvitundarlausri dóttur sinni I fanginu. — Það er ekki að vita nema það komi fleiri á eftir þeim. —' Við skulum fara inn í skóginn með það sem eftir er af skepnun- um. Við gerðum það hérna um árið þegar herir Richelieus fóru hjá. — Við skulum fara til Monteloup. — Monteloup! Þeir eru að grasséra þar einmitt núna! — Við skulum fara til kastalans! — Já, til kastalans! Etfð eðlisávísunin visaði þeim veginn til landeigandans, til verndandi veggja og turna, verndara þeirra, sem um aldaraðir hafði hlíft þeim og hjálpað. — Já, sagði Angelique. — Við skulum fara heim. En við megum hvorki fara eftir veginum eða troðningunum á ökrunum. Ef stiga- mennirnir eru ennþá í nágrenninu, komumst við aldrei að hliðinu. Við verðum að fara í gegnum skóginn, yfir mýrina og þeim megin að kastalanum. Þar eru litlar dyr, sem aldrei eru opnaðar, en ég kann á þær. Hún sagði hins vegar ekki frá því, að þessar litlu dyr, sem voru hálf- faldar af óræktargróðri, höfðu komið sér vel fyrir hana oftar en einu sinni, og eitt svartholið sem de Sancé vissi varla um, var felustaðurinn, þar, sem hún bruggaði heilsu og töfradrykkina sína eins og Mélusine norn. Það var núna fyrst, sem leiguliðarnir tóku eftir Angelique, en þeir voru svo vanir að hugsa um hana sem holdi klædda álfamær, að vera hennar hér á þessari skelfingarstund kom þeim ekkert á óvart. Ein kvennanna tók við barninu úr höndum hennar. Svo lagði Angelique af stað og vísaði veginn. Hún fór fyrir gegnum þröng bakgöngin. Það var svalt og hressandi, en dimman gerði börnin hrædd. —• Svona, svona, sagði Angelique hughreystandi. — Við erum bráð- um komin fram í eldhús, og þá gefur Nounou súpu. Bændurnir klöngruðust i fótspor dóttur de Sancé baróns um hálf- hrunda stiga og grýtta ganga og rotturnar flýðu undan hersingunni. Angelique gekk óhikað. Hér var hennar ríki. Þegar þau nálguðust íbúðarhluta kastalans, bárust raddir til eyrna þeirra. En hvorki Angelique né leiguliðunum datt í hug, að ráðizt hefði verið á kastalann. Þegar þau komu nær eldhúsinu, fundu þau ilm af súpu og heitu víni. Það var margt fólk þar, en engir stigamenn, því kliðurinn, sem þaðan barst, var lágvær og dapurlegur. Fleiri leiguliðar höfðu þegar leitað skjóls innan hárra kastalaveggjanna. Þegar þessi nýi hópur kom, mátti víða heyra skelfingaróp, því i fyrstu var haldið að þetta væru stigamenn. En þegar Angelique birt- ist, þaut fóstran á móti henni og vafði hana örmum. — Gullið mitt! Lifandi! Guði sé lof! Og þökk sé ykkur, heilagur Radegonde, heilagur Hillaire! Þetta var í fyrsta sinn, sem Angelique stirðnaði i faðmlagi. Það var hún, sem leiddi leiguliðana heim að kastalanum. 1 langan tima hafði hún gengið fyrir þessum hóp. Hún var ekki lengur barn! Hún sleit sig af Fantine Lozier. — Gefðu þeim eitthvað að éta skipaði hún. Húsið, sem brann, var endurreist. Það var fljótlegt: Strái og reyr var blandað saman við leirinn og það gerði góða veggi. Svo héldu leigu- liðarnir áfram að bjarga uppskerunni, sem lýðurinn hafði ekki eyði- lagt, og uppskeran var góð. Aðeins tvær stúlkur, önnur þeirra Franc- ina, náðu sér ekki eftir ofbeldið, sem þær höfðu verið beittar. Þær fengu báðar háan hita og dóu. Árás stigamannanna hafði i sjálfu sér ekki mikil áhrif á daglegt líf í kastalanum. Það var helzt, að gamli baróninn fjasaði oftar en áður um agaleysi mótmælenda og óhmingjuna, sem dundi yfir þetta land, eftir fráfall hins góða konungá Hinriks. — Þessir menn eru persónugerfingar hruns þjóðarinnar. Ég var vanur að segja að Monsieur de Richelieu væri of harður þá, en hann var ekki nógu harður. Angelique og Gontran, sem í þetta skipti voru þau einu, sem heyrðu til afa sins, litu hvort á annað. Sá gamli var hættur að fylgjast með! Börnin héldu upp á gamla baróninn og þorðu sjaldan að mótmæla hon- um, en að þessu sinni áræddi Gontran, sem nú var að verða tólf ára að segja: — Þessir stigamenn, afi minn, voru ekki Húgenottar. Þeir voru kaþólskir liðhlaupar og útlendingar, sem ekki höfðu fengið málann sinn. — Þá höfðu þeir ekkert að gera hingað. Og þú skalt ekki reyna að segja mér, að mótmælendur hafi ekki hjálpað -þeim. Þegar ég var ung- ur, borgaði herinn að vísu illa, en borgaði þó alltaf. Trúið mér, börn- in min, þetta er allt af erlendum toga spunnið, annaðhvort fyrir áhrif frá Englandi eða Hollandi. Þeir hafa alltaf látið svona, siðan þeim var leyft að hafa þá trú, sem þeir vildu, og ekki bara það, heldur jafnan borgaralegan rétt..... — Afi, hvaða rétt fengu mótmælendurnir? greip Angelique fram í. — Þú er of ung til að skilja það, stúlka mín, sagði gamli baróninn. Svo bætti hann við. — Bargaralegur réttur er það, sem þú getur ekki tekið frá fólki, án þess að glata heiðri þínum. — Þá er það ekki peningar, sagði stúlkan. — Það er alveg rétt, Angelique, og þú ert bara skilningsgóð eftir aldri. En Angelique fannst þetta ekki útrætt mál: — 'Þótt stigamennirnir ræni öllu, sem við eigum, og rífi utan af okkur fötin, stela þeir samt ekki okkar borgaralega rétti? —• Rétt, barnið gott, svaraði bróðir hennar. En það var nepja í rödd hans, og hún velti því fyrir sér, hvort hann væri ekki að gera grín að henni. Það var erfitt að átta sig á Gontran. Hann var fámæltur og hélt sér mest út af fyrir sig. Þar sem hann gat ekki feingið einkakennara eða gengið í skóla, varð hann að láta sér nægja þá þekkingu, sem hann Framhald á bls. 44. VIKAN 25. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.