Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 40
NÚ RETTI TÍMINN TIL AÐ MALA Hver vill ekki hafa hús sitt fagurt og vistlegt? Fagurt heimili veitir yndi og unað bæði þeim, sem þar búa og gestum, sem að garði bera. Litaval er auðvelt ef þér notið Polytex plast- málningu, því þar er úr nógu að velja, og allir þekkja hinn djúpa og milda blæ. Polytex er sterk, endingargóð og auð- veld í notkun. PDLYTEX þolyte* og því gleymi ég aldrei, vegna sverðsins hans, sem hangir yfir arinhillunni og átti ríkan þátt í at- burðum dagsins. Mamman hefur sama hálfvitasvipinn og Olivia- Ann, en samt finnst mér hún bera hann öllu betur. Mér var rétt að renna í brjóst, þegar ég heyrði Eunice öskra: — Hvar er það? Hvar er fígúran? Og það næsta sem ég veit, er að hún stendur í dyrunum, með hendurnar á þessum líka litlu mjöðmum, og öll hersingin í rassinum á henni: Bluebell, Olivia-Ann og Marge. Nokkrar sekúndur liðu og Eunice stappaði annarri berri bffunni í gólfið, eins hratt og illilega og hún gat, og reyndi að kæla á sér feitt trýnið með þvf að blaka pappamyndinni af Niagarafossun- um, sem venjulega hékk undir stig- anum. — Hvar er peðringurinn? — Hvar eru hundrað dollararnir mínir, sem þessi fígúra stal, meðan ég sneri við henni baki og gruraði ekki neitt? — Þetta er dropinn sem fyllir bikarinn, segi ég, en ég var of heitur og þreyttur til að nenna að standa upp. — Það er ekki það eina, sem fyllist, segir hún og það !á við, að augun spryngju út úr hausnum á henni. — Þetta voru jarðarfarar- peningarnir mínir, og ég vil fá þá aftur. Datt ykkur í hug, að þetta myndi gerast líkræningi? — Kannske hann hafi ekki tekið þá, segir Marge. — Skiptu þér ekki af þessu, stúlka, segir Olivia-Ann. — Þessi fígúra stal peningunum mínum. Það er eins víst og tvisvar tveir eru fjórir, segir Eunice. — Sjáið þið bara augun í skepnunni, — svört af slæmri samvizku! Ég geispaði og sagði: — Eins og þeir segja í réttinum: Ef aðili A ranglega ákærir aðila B, getur það varðað aðila A fangelsun eða jafn- vel þyngri refsingu, ef lögin mæla svo fyrir. — Guð mun refsa þessu, sagði Eunice. — Ó, systir, segir Olivia-Ann, — við skulum ekki bíða eftir guði. í sama bili nálgast Eunice mig, með hræðilegu augnaráði og skítug náttdruslan hennar dregst með gólf- inu á. eftir henni. Svo geysist Oli- via-Ann á eftir henni og Bluebell rekur upp öskur, sem hlýtur að hafa heyrzt greinilega til Eufala og aftur til baka, en Marge stend- ur frammi við dyr, nýr á sér hend- urnar og kjökrar. — O, ho, ho, vælir Marge, — góði láttu hana hafa peningana, elskan. Ég sagði: — Þú líka barnið mitt Brútus? Þetta var tilvitnun í Shake- speare. — Sjáið þið skepnuna, segir Eunice, — flatmagar allan daginn og gerir ekki svo mikið sem að sleikja frímerki. — Hræðilegt, hneggjar Olivia- Ann. — Maður gæti haldið, að þetta væri barnshafandi, í staðinn fyrir blessað barnið. Það var Eunice, sem sagði þetta. Þá þurfti Bluebell auðvitað líka að láta Ijós sitt skína: — Er það ekki satt? — Jæja, nú þykir mér lognið vera farið að flýta sér, segi ég. — Eftir að hafa væflast hér í þrjá mánuði án þess að gera ær- legt handtak, hefur þessi peðringur ekki rétt til þess að vera með glós- ur í minn garð, segir Eunice. — Ég strauk ösku af erminni minni og sagði ósköp rólega: — A. N. Carter læknir, hefur tjáð mér, að ég sé illa haldinn af skyrbjúgi og megi ekki verða fyrir minnstu geðshræringu, því að annars er hætta á að ég froðufelli og bíti einhvern. Þá gjammaði Bluebell aftur: — Af hverju fer hann ekki aftur í spillinguna á Mobile, ungfrú Eun- ice? Ég er orðin dauðþreytt af að sjá hann alls staðar. Ég var auðvitað svo reiður yfir gjamminu í þessu kolsvarta kvik- indi, að mér sortnaði fyrir augum. Rólegur eins og skjaldbaka, reis ég á fætur, og teygði mig í regn- hlífina á hattasnögunum og lamdi henni í hausinn á svertingjakerling- unni, þangað til hún brotnaði í tvennt. — Japanska sólhlífin mín, úr ekta silki, grenjaði Olivia-Ann. Og Marge öskrar: — Þú hefur drepið Bluebell. Þú hefur drepið vesalings, gömlu Bluebell! Eunice gefur Oliviu-Ann olnboga- skot og segir: — Hann er orðinn vitlaus, systir! Hlauptu! Hlauptu og náðu í herra Tubberville! — Mér leiðist herra Tubberville, segir Olivia-Ann, eins og flfl. — Ég ætla að ná í hnífinn minn. Hún þýtur í áttina að dyrunum, en af því að mig langar til að lifa leng- ur, þreif ég í hana og sneri hana niður. Ég fann hræðilega til í bak- inu. Hann ætlar að drepa hana! öskr- ar Eunice, svo hátt að þakið skekktist á húsinu. — Hann ætlar að drepa okkur öll! Ég varaði þig við, Marge. Fljót barn, náðu í sverð- ið hans pabba! Svo Marge nær í sverðið hans pabba og réttir Eunice. Og talið þið svo um undirgefnar eiginkonur! Og ofan á allt sparkar Olivia-Ann svo fast í hnéð á mér, að ég varð að sleppa henni. Og ég veit ekki fyrr til, en hún er komin út í garð og farin að kyrja sálma hástöfum. Og alveg um leið byrjar Eunice að höggva og slá út um alla stofu, 4Q — VIKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.