Vikan


Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 14

Vikan - 18.06.1964, Blaðsíða 14
Það eru tíu ár síðan hinn auð- ugi læknir Samuel Sheepard var dæmdur fyrir að hafa rot- að hina fögru konu sína með því að slá hana tuttugu og sjö högg með golfkylfu. Á þessu ári verður honum sleppt úr ríkisfangelsinu í Ohio, þar sem hann hefur bjargað fjölda mannlífa með því að stunda áfram læknisstarfið í fangels- inu. Hann fer aftur heim í fæð- ingarbæ sinn, þar sem fólkið trúir á sakleysi hans — þótt sjálfur höfundur Perry Mason hafi orðið að viðurkenna hið gagnstæða. Árið 1954 lokuðst fangelsishliðin í ríkis- fangelsinu í Ohio að baki dr. Samuel Shepp- ard, og þann dag hélt hann að lífið hefði ekki framar upp á neitt að bjóða. Hann var dæmdur i lífstíðar fangelsi fyrir morðið á hinni fögru, þrjátíu og eins árs gömlu eigin- konu sinni, Marilyn. Eftir óvenjulanga ráð- stefnu, 102 klukkutíma, sakfelldu kviðdóm- endur hann, þó með því að hann hefði rétt til náðunar eftir tíu ára refsivist. Nú eru þessi tíu ár liðin og dr. Sheppard er að verða frjáls. Stundirnar bak við fang- elsismúrana, sem virtust ætla að verða þær ömurlegustu og mest niðurlægjandi í lífi hins færa og dugandi hjarta- og heilasér- fræðings, urðu hins vegar mikilvægur tími af ævi hans. Hann hefur orðið til þess að bjarga ótal mannslifum í fangelsinu, þar sem hann hélt læknisstarfi sínu áfram. Það var nokkrum mánuðum eftir að hann kom í fangelsið, að hann var beðinn um aðstoð. Annar fangi, að nafni John McCorm- ick, sem var milljónaerfingi, var í ævilöngu fangelsi, dæmdur fyrir morð. Hann hafði drepið mann „að gamni sínu“. Nú þjáðist hann af hjartasjúkdómi, sem virtist óviðráð- anlegur, og fangelsislæknarnir höfðu gefið upp alla von við að bjarga lífi hans. Þá datt einum þeirra í hug að senda eftir Sheppard, sem á læknisferli sínum hafði náð athyglisverðum árangri með hjarta- nuddi. Dr. Sheppard sá strax að hver sekúnda var dýrmæt. Hann fór að nudda hjartað eft- ir kenningu sjálfs síns, og eftir nokkrar mínútur fór McCormick að anda og hjartað byrjaði aftur að slá. Lífi hans var bjargað. Síðan hefur dr. Sheppard unnið 60 tíma vikulega á fangelsisspítalanum og bjargað mörgum mannslífum. Hve mörgum er ekki hægt að fá uppgefið, því, að fangelsisyfir- völdin halda vörð um það leyndarmál. En það er vitað, að meðal sjúklinga hans hafa verið bæði fangar og fangaverðir. Mánað- arlaun hans fyrir þetta starf hafa verið rúm- ar 100 krónur . . . Þegar dr. Sheppard hefúr nú afplánað dóm sinn, er gert ráð fyrir að hann fari aftur heim í fæðingarbæ sinn, Bay Village, sem hefur 11.000 íbúa og stendur á strönd Erie-vatnsins. Þar mun hann sjálfsagt hefja aftur læknisstörf með tveimur bræðrum sínum, og þar getur hann vænzt góðs stuðnings, því að fólkið í Bay Village hefur í öll þau tíu ár síðan morðið var framið, trúað því að dr. Shepp- ard væri saklaus. Var það Samuel Sheppard, sem myrti konuna sína aðfaranótt 4. júlí — þjóðhátíðardags Bandaríkjanna — árið 1954? Málsatvik voru þessi: Snemma morguns hringdi síminn hjá borgarstjóranum, Spencer Houk, og þegar tólið var tekið af, heyrðist æst rödd segja með andköfum: — Spencer, flýttu þér að koma hingað. Ég held að þeir séu búnir að myrða Marilyn! Tíu mínútum stóð borgarstjórinn og kona hans og störðu á lík Marilyn Sheppard. Hún hafði verið myrt á svívirðilegan hátt. Tuttugu og sjö högg höfðu marið hauskúpuna eins og eggjaskurn. Höggin voru að öllum líkindum greidd með golfkylfu sem hin myrta átti sjálf. Þegar Marilyn Sheppard var myrt var hún komin fjóra mánuði á leið. Innst í herberginu, þar sem morðið var framið, sat dr. Sheppard. Hann virtist viti sínu fjær af sorg. Hann hélt krampakenndu taki um höfuð sitt með báðum höndum, meðan hann stundi aftur og aftur: Marilyn, Marilyn, guð minn góður, Marilyn! — Hvað hefur komið fyrir? spurði borgarstjórinn skelfdur. Eina svarið sem hann fékk var: — Hún er dáin. Góði guð, hún er dáin. Það leið meira en klukkustund, þar til dr. Sheppard gat sagt borgarstjóranum og lög- reglumönnunum, sem náð hafði verið í, frá því í samhengi, sem fyrir hafði komið. — Ég vaknaði, þegar líða tók á nóttina, sagði hann — við eitthvert þrusk í húsinu. Ég ætlaði a ðrannsaka, hvað væri á ferðum og þá rakst ég á ókunnan mann. Ég réðist á hann, en hann sló mig niður. Þegar ég rankaði við mér, var fyrsta hugsun mín, hvar Marilyn væri. Og ég fann hana — þannig. Dr. Sheppard var á þessum tíma einn þekktasti skurðlæknir í austurríkjum Bandaríkjanna og einhver ríkasti læknir í landinu. Velgengni hans hafði vakið öfund margra. Árið 1945 kvæntist hann bernsku- og æskuástvinu sinni, og þau áttu einn son, hinn 7 ára Samuel yngra, og hjónin höfðu vonað að seinna barnið yrði telpa. Aðalpersónurnar í harmleiknura — t. v. Marilyn, sem tannst myrt með mölbrotna hötuð- skel af 27 höggum mcð golfkylfu — t.h. hinn frœgi og ríki læknir, dr.. Samuel Sheppard, sem dæmdur var í ævilangt fangelsi fyrir morðið . . . . Dr. Samuel Sheppard leiddur í handjárnum i réttarsalinn í Clevcland, Oliio, þar sem þetta margrædda morð- mál var tekið fyrir. Það var ekkl fyrr en eftir hundrað og tveggja tíma ráðstefnu, sem kvið- dómendur kváðu upp dóminn um sckt hans . . . . •J^ — VXKAN 25. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.