Vikan - 18.06.1964, Qupperneq 47
aðrir tóku við verkinu um leið.
Svona gekk þetta áfram alla nótt-
ina, sleitulaust og hvíldarlaust.
Þeir grófu sig dýpra og dýpra, en
aldrei komust þeir að Sveini.
Slysið skeði klukkan rúmlega
eitt um nóttina, og það var kom-
inn morgun áður en þeir fóru
að nálgast hann. Þeir heyrðu til
hans við og við, og þeir kölluðu
sífellt til hans alla nóttina,
reyndu að hughreysta hann, tala
við hann, spyrja hvernig hann
hefði það, hvort hann vseri mikið
meiddur, og gættu þess að láta
hann alltaf heyra til sín svo hann
missti ekki alveg móðinn.
Það var strax sent eftir lög-
reglu og lækni frá Selfossi, og
læknirinn hringdi til Slysavarna-
félagsins í Reykjavík og bað um
að send yrðu austur lífgunartæki
(öndunartæki) til að hafa við
hendina ef Sveinn kafnaði áður
en honum yrði náð. Slysavarna-
félagið hringdi til flugvallarins
í Reykjavík, þar sem slíkt tæki
var til á slökkvistöðinni, og fór
fram á að þeir færu austur, því
tæki félagsins var eitthvað í
ólagi. Það var auðvitað sjálfsagt,
og svo var brotizt austur í snjó
og ófærð — þetta skeði 21. febrú-
ar 1952 — og tækið var komið
á staðinn löngu áður en náðist
til Sveins.
Björgunarmennirnir voru
komnir marga metra niður, og
nálguðst Svein óðum. Þeir höfðu
ávallt samband við hann, en þeir
urðu hræddir um tíma, þegar
hann hætti að svara þeim. Þá
hefur líklega liðið yfir hann eða
hann sofnað þarna niðri í gröf-
inni. Þeir heyrðu að það var að
draga úr honum máttinn, og að
það hlaut að koma að því að
hann þyldi ekki lengur við og
mundi líða út af. Eftir því sem
lengra leið, undruðust þeir þrek
hans að halda vitinu þarna niðri,
en hann talaði alltaf rólega og
bar ekkert á truflun. Sjálfur
mundi hann ekkert eftir síðari
hluta tímans, því líklega hefur
hann verið meðvitundarlaus
lengi, eða í einhverskonar móki.
Það sem hann næst varð var við,
var að höfuð hans og herðar voru
komin upp úr prísundinni, og
hann gat andað aftur eins og
hann lysti og séð mennina allt
í kringum sig. Þá loks vissi hann
að honum mundi bjargað.
Hann var alveg hissa á því
hvað þeir höfðu lagt mikið á sig
til að bjarga honum, og það meira
að segja í eftir- og næturvinnu.
En þegar verkfræðingurinn sjálf-
ur tók sig til og klifraði niður
til hans með vínflösku í hend-
inni og gaf honum sopa, þá
blöskraði honum alveg. Hann
skildi hreint ekkert í því hvað
maðurinn gat lagzt lágt og verið
almennilegur. Þetta hlaut að
Vera einhver alveg sérstakur
maður. Hann var líka danskur,
og kannske að allir danskir menn
vaeru svona . . .
Svo var Sveinn tekinn upp úr
gröfinni, sem var orðin 8 metrar
á dýpt, og dreginn upp á yfir-
borðið eftir að hafa verið dauð-
vona lengst niðri í iðrum jarð-
ar í sjö klukkustundir. Það var
farið með hann inn í vinnuskúr
og hlúð að honum eftir föngum,
og aftur kom verkfræðingurinn
og gaf honum sopa úr vínflösk-
unni. Hann gleymir aldrei þeirri
stund, þegar hann var miðdepill
alls og allra þarna fyrir austan.
Það var dýrðlegt.
Hann var allur skoðaður þarna
en hvergi fannst fyrir brotnum
beinum né öðrum meiðslum.
Hann var þó marinn á öxl og
baki, og það var talið nokkurn-
veginn víst að hann væri mikið
meiddur einhvers staðar inn-
vortis. Annað gat ekki verið eftir
allt þetta. Og hann var sendur
express til Reykjavíkur til skoð-
unar í Landsspítalanum.
Hann var alveg hissa yfir öilu
þessu umstangi, sem gert var
hans vegna, og svo fór hann að
hugsa um hvað þetta hefði allt
saman kostað fyrirtækið. Þá þótt-
ist hann viss um að hann yrði
rekinn úr vinnunni, og að það
þýddi ekkert fyrir sig að fara
aftur austur.
Það fundust engin stórmeiðsli
á honum við rannsóknina, en
hann var mikið marinn á baki og
öxl, og eitthvað tognaður. Hon-
um var sagt að fara heim og
leggja sig — liggja í nokkra daga.
Sveinn var lengi aumur og
óvinnufær eftir þetta slys, og ekki
mun það sízt hafa haft slæmar
andlegar afleiðingar, því lengi
vel átti hann erfitt um svefn,
því hann dreymdi stöðugt að
hann væri að hrapa . . . og hrapa
. . . og hrapa . . .
Vélasalurinn að írafossi, er
langt undir yfirborði jarðar, en
til þess að flytja þangað niður
vélar og annað, var grafinn
gangur beint niður í gegnum
bergið, nokkurskonar lyftuop um
30 metrar á dýpt.
í þessu opi er mikill og sterk-
ur krani, sem gengur fyrir raf-
magni, og eru allskonar þunga-
vörur fluttar upp og niður með
honum. Þegar stöðvarhúsið var
hyggt, var þessi leið auðvitað
notuð til að flytja steypuefni
þangað niður, en neðst á botni
þessa gangs var stór og mikil
steypuhrærivél, sem snerist í sí-
fellu og hrærði steypuna í húsið.
Rétt hjá vélinni var nokkuð hár
sandbingur.
Það var eitt sinn, að menn
voru að vinna þarna í opinu,
sem oftar. Það var búið að koma
fyrir trémótum innan í opinu, og
átti að steypa veggina alla leið
niður. Trésmiðir voru að ljúka
við að ganga frá mótunum efst
uppi.
Hvernig það skeði, veit enginn
maður enn í dag, en allt í einu
heyrðist neyðaróp, þegar einn
HÖFUM FENGIÐ
HERRAHATTANA
sem eru mest seldir í Ameríku í dag.
Hush
Pupplas
B R A N 0
BREATHIN’
BRUSHED PIGSKIN®!
HATS
i 'á
EKTA SVfNASKINN
Þrjár gerðir - margir litir
F/V/V\
Austurstræti 22 & Vesturveri.
Leiguflug um land allt
NotiS fullkomnar vélar -
örugga og reynda flugmenn elzta
starfandi flugskóla landsins
SÍMI 10880 PÓSTHÓLF 4
VIKAN 25. tbl. —