Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 9

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 9
Fallegustu fötin Nýjasta tízkan nitima * KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PÚÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA - FLJÓT AFGREIÐSLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM. DÚN- 0 G FIÐURHREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740 g — VIKAN 23. tw. m .. H - - Illiill! ■ ,>i II M.MÚ <<««*» „Þetta er sennilega einhver gallalausasti bill, sem Ford hefur nokkurn tíma látið frá sér fara,“ sagöi Lido Anthony Iacocca (frb. Æahkókah), framkvœmdastjóri Ford-deildar Ford-verksmiðjanna. Og vitanlega er umræddur bíll enginn annar en einmitt Mustang — nýi Fordinn, sem er allt frá þœgilegum fjölskyldubil upp í sport- bíl, sem fullnægir kröfum verstu sportbílaökufanta. Iacocca reikn- ar með að selja 400 þúsund Mustang bíla og taka markaðinn fyrir þá frá sínum stærstu keppinautum: General Motors og American Motor (Rambler). Það er talsvert í húfi fyrir Iacocca, að þessi spásögn hans stand- ist, þvi hanri hefur frægð fyrir mikla þekkingu á þessu sviði. Og þekkingin liefur heldur lietur komið honum til góða við „mústöng- ina“, því hvað útlitið snertir er hann svo „alhliða“, að hann geng- ur hiklaust fyrir sportbíl, með svipuðu yfirbragði og Ferrari, en fyrir þeim’ ágæta vagni eru Kanar hvað veikastir. Þó er hann um leið svo virðulegur og fáanlegur svo „normal“, að bæði hvað snert- ir verð og annað getur hann verid hinn ákjósanlegasti fjölskyldu- bíU, og það ágæta blað Time fullyrðir, að Mustang muni falla í smekk tveggja þriðjuhluta allra bandarískra bílakaupenda. Það verður hægt að fá þennan fjögra sæta bíl allt niður í 2.368 dollara. Menn geta valið sér t. d. minnstu gerð af mótor — sem er þó líklega óþarflega kraftmikill fyrir íslenzka staðhætti, — venjulega beina skiptingu og normal fjöðrum, eða ef hugurinn og fjárhagurinn býð- ur svo, aflmikinn V-8 mótor, sjálfskiptingu — eða sportskiptingu — og stífa fjöðrun. Það er haft fyrir satt, að enginn bíll annar bjóði upp á eins fjölbreytt val um alla hluti bílsins aðra en útlitið. Náttúrlega hafa keppinaularnir gripið til sinna ráða, en óvist er, að þeir ráði við Mustang. Chrysler er þegar kominn út með breytt módel af Valiant og kallar hann Barracuda, en Barracuda er renni- legur og snúningalipur fiskur, sem á það til að éta fólk. Chrysler Barracuda er svo kallaður „fastback,“ en við hérna heima myndum sennilega með hliðsjón af útlitinu lcalla slíkt bjöllubak. En „fast- bac.k“ er i aðalatriðum þannig, að þakið er ein óbrotin bogalína alveg aftur á enda bílsins, þannig að afturglugginn veit eiginlega að mestu upp á við. Ef þið skiljið ekki lýsinguna, skuluð þið liætta að velta þessu fyrir ykkur en lita í staðinn á mefylgjandi mynd af Fyrst er buið til leir- módel af bílnum. Mustang er fallegur bíll og sportlegur, og mjög trúlegt, að vonir Iacocca um mikla sölu á honum rætist. Þetta getur verið hvort heldur vill: Þægilegur fjölskyldubíll eða ljcn- viljugur sportbíll, en hann verður aldrei nema fiögra sæta. Aoalteiknari Mustang, Joe Orors, tyllir hestin- um framan á grillið. Hann tck ekki eftir því að hrossið hafði fælzt. -O Svar Chrysler við Mustang var Barracuda fastback. Rennilegur bíll, sem á áreiðanlega eftir að vekja athygli. Clirysler Barracuda. Barracuda á að; kosta frá um 2.400 dollurum, eða vera á mjög svipuðum stað og ódýrustu Mustangarnir, og að sjálfsögðu geta kaupendurnir líka valið að einhverju lcyti um kram, eftir eigin smekk. American Motors er að gera bjöllubak úr Ram- bler Classic, en sú sporttýpa lítur ekki dagsins ljós fyrr en á vori komanda. Þegar það fór að síast út, að Ford væri að vinna að nýjum, mjög sérstæðum bíl, scm myndi brjóta blað i sögu bílaiðnaðarins, rauk General Motors til við að gera bjöllubak úr Corvair, en liætti svo við. Corvettan er of dýr til þess að geta keppt við Mustang, og það er hætt við að Monza yrði jafnvægislaus og ókeyrandi, ef það yrði settur stærri og aflmeiri mótor aftan í hann. Svo GM biður átekta lætur lítið yfir sér, en almennt er álitið í Detroit, að tromp GM á móti mustang verði umbyggður Chevy II. Yfirleitt er reiknað með, að þetta ár verði mikið byltingaár i bandarískum bílaiðnaði. Hvað tæknihliðiua snertir verða kann- ski ekki svo miklar breytingar, en hvað útlitið snertir kemur al- veg ný tízka. Cadillac missir nú sporðuggana, sem hann hefur haft haft í 16 ár og fær Framhald á bls. 39. Rambler kemur nú með bjöllubaks-sport-útgáfu af Classic. Og vara- forstjóri American Motor,, Richard Teague, er harla glaður yfir nýsmíðinni. O helgar sig fegrun augnanna EINGÖNGU Maybelline býður yður allt til augnfegrunar — gæðin óviðjafnan- leg _ viö ótrúlega lágu verði ... undursamlegt úrval lita sem gæða augu yðar töfrabliki. Þess vegna er Maybelline ómissandi sérhverri konu sem vill vera eins heillandi og henni var ætlað. Sérgrein Maybelline er fegurð augnanna. A - Sjálfyddur, sjálfvirkur augnabrúnaiitari f sjö litum. B - Augnskuggakrem í 6 Utum. C - Vatnsekta „Magic Mascara" með fjaðrabursta í fjórum litum. D - Stcrk Mascara i 4 litum — iitlar og meðal- stærðir. E - Mascarakrem í 4 blæbrigðum — litlar og mcðalstærðir. F - Vatnsckta augnlinulitari í 8 litum. G - Mjúkur augnskuggablýantur, sanséraðu., 6 Utum. II - Lítill augnabrúnaiitari í 8 Utum. I - Fullkominn augnháraliðari. FILCLAIR gróðurhús Algjör nýjung — tiibúiS til uppsetningar — hentugt fyrir hvers- konar gróður s. s. matjurtir, plöntur og blóm. StœrSin er 6x3,75, en getur veriS lengri, ef óskað er. FILCLAIR GRÓÐURHÚS er mjög rúmgott og auSvelt aS vinna í því. Það er gert úr „filclair" plastefnl, soðið í nælonnet, sem strengt er yfir jórn- og aluminíumgrind. FILCLAIR GRÓÐURHÚS er það sem koma skal. ÞaS er til sýnis aS BústaSabletti 23, Reykjavík. Allar upplýsingar gefnar hjó umboSinu: PÁLL ÖLAFSSON & CO. Hverfisgötu 78 — Sími 20540 VIKAN 22. tbl. — 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.