Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 7

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 7
inkonan og fleiri kvensur hafa stofnað samkundu sem nefnist saumaklúbbur. Og eru þær svo uppteknar við þessa gagnlegu stofnun, að þær mega ekki vera að því að hugsa um börnin og heimilið. En sem betur fer, er þetta ekki mjög hættulega út- breitt ennþá . . . og þó. Sem sagt: Ef það er ekki eiginmaðurinn sem léttir eiginkonunni störfin á heimilinu, þá eru það hinar sjálfvirku vélar sem nú þykja sjálfsagðar á hverju heimili, eins og t.d. hinar sjálfvirku upp- þvottavélar, bónvélar, ryksugur og allskonar hjálparvélar sem ekki þarf að minnast á hér. Svo að maður tali nú ekki um van- þakklætið sem kvenfólk yfirieitt sýnir. T.d. í strætó, þegar maður ætlar að vera voðalega kurteis við kvenfólk og kerlingar og bjóða þeim sæti, þá bara líta þær fyrirlitningaraugum á vel- gjörðarmanninn, hlamma sér í sætið og segja svo ekki einu sinni „svei þér“. Að þessu öllu athuguðu og mörgu öðru, lítur helzt út fyrir að það sé hættu- legt að giftast. Nokkrir svartsýnir. Að síðustu vildum við þakka VIKUNNI fyrir frábærlega skemmtilegt lestrarefni, sem hún hefur haft uppá að bjóða siðustu árin. Kassarnir sjaldan opnir... Vikan, Skipholti 33! Ég hefi þannig starf, kæri Póstur, að ég þarf oft að fara með reikninga á ýmsa staði hérna í bænum, til að fá þá greidda. Það er orðið næstum því undantekning, ef hver skrifstofa eða stofnun auglýsir ekki ein- hversstaðar á staðnum að reikn- ingar séu greiddir aðeins á ákveðnum tíma, venjulegast á föstudögum, og þá oft aðeins á milli klukkan 3 og 5. Þetta get ég að sumu leyti við- urkennt að sé góð regla, sér- staklega ef maður má þá reikna með því að öruggt sé að reikn- ingar séu raunverulega greiddir á þessum tíma, — en það er því miður alls ekki tilfellið. Oft er, að peningar eru ekki til, gjald- kerinn ekki við eða eitthvað svo- leiðis, og þannig er þetta aðeins orðið nokkurs konar skálkaskjól fyrir allskonar óreglu. Annað er það, að það er mjög erfitt að þurfa að mæta kannske á fjórum — fimm stöðum í bæn- um á þessum sama tíma, þegar aðeins er um einn eða tvo klukku- tíma að ræða í hverri viku. Ef um þetta væru einhver samtök, þannig að fyrirtækin kæmu sér saman um að greiða reikninga segjum þrjá daga í viku, tvo tíma hvern dag, þá gæti mað- ur skipt sér dálítið á milli. En svo kemur maður kannsek fimm mínútum og seint, og þá er kass- inn þrællokaður, og maður þarf að bíða í heila viku eftir næsta möguleika á að fá borgað. Að vísu eru sumstaðar gjald- kerar, sem eru almennilegir og borga manni þótt ekki sé á þess- um vissa tíma, og það eru menn, sem skilja að þetta er ekki hægt. Ég held því fram, að fyrirtæki hafi enga heimild til að setja manni skilyrði um það, hvenær þeim þóknast að borga reikninga. Forstöðumenn þessara fyrirtækja eru ekkert nema elskulegheitin, þegar þeir eru að biðja um út- tektina, — en þegar á að fara borga, snýr að manni önnur hlið. Þeir hafa fengið sína vöru og vissan frast til greiðslu, og þá eiga þeir að borga reikninginn — og ekkert múður og mas. Er þetta ekki rétt hjá mér, Póstur minn? Rukkari. --------- Að mörgu — flestu ieyti er betta alveg rétt hjá þér, rukkari minn góður. En hvað fiirnst þér um það, ef þú átt að borga reikninga sjálfur? Finnst þér þú skuldbundinn til að bíða á ákveðnum stað þangað til mað- urinn kemur lcks með reikning- inn, eða mundi þér ekki finnast eðiilegra að þú segðir við hann: „Komdu á föstudaginn milli 3 og 5, og þá skal ég horga reikn- inginn“? Þetta eru vinnuhagræði, skal ég segja þér, og ef þú þarft að fara cftar en einu sinni til sama fyrirtækis, geturðu skrifað hiá þér á hvaða tíma er borgað út. Annars geturðu iíka bara hringt. Og ef í harðbakkann slær, geturðu hringt til gjaldkerans á útborgunartíma, sagt að þú kom- izt ekki. en beðið hann um að geyma handa þér upphæðina þangað til klukkan 10 í fyrramál- ið. LOXENE er fegrandi Hún þekkir leyndarmálið Hún veit aS LOXENE Medieated Shampoo meS hinni heilhrigSu nærandi sópu tryggir henni fagurt, hei’brigt og fiösulaust hór. er hentugur, fjölhœfup og afar ódýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.