Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 25

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 25
’Zt I< * / ■ Trygging. Hver maður verður að gera það upp við sjálfan sig, hvort liann vill tryggja sjálfan sig, eða farangur, en per- sónulega finnst mér sjálfsagt að gera það. Að vísu taka flugfélögin einhverja ábyrgð gagnvart farangri á leiðinni, en hann get- ur tapast hvar sem er, og þá er gott að hafa hann tryggðan. Hvað viðvíkur per- sónutryggingu, þá er allt undir því komið hve marga einstaklinga maður hefur á framfæri heima, og hvernig atvinnuhættir eru o.s.frv. Ferðaskrifstofurnar útvega all- ar tryggingar, eða tryggingarfélögin. Lyf. Ef þú ert sjóveikur, eða flugveik- ur, þá er bráðnauðsynlegt að fá lyf við því — og þau eru til. Hafðu þá samband við heimilislækninn þinn nokkru áður en þú leggur í ferðina. Aðeins þetta litla atriði getur munað því hvort þú hefur ánægju af ferðinni eða ekki. Sjálfsagt er einnig að hafa með sér töflur við höfuð- verk, því það er ekki óalgengt að menn fái slíka kvilla í ferðalögum, og þá er oft ekki gott að „hlaupa í næsta apótek“, enda eru slík lyf nefnd ýmsum nöfnum, sem maður kann engin skil á. — Að mað- ur nú ekki tali um nauðsynina á slíkum pillum, ef hætta er á að maður kíki of djúpt í glasið eitthvert kvöldið. Einhver lyf við magaveiki er einnig gott að hafa, því að við breytt mataræði og óreglu- legan matartíma ,fá margir slæmt í maga. Sjálfsagt er líka að hafa nokkra skyndi- plástra í töskunni, þvi lítið fer fyrir þeim. Svo verða menn að líta í eigin barm msð það, hvað þeim er hættast við og hvar þeir eru veikastir fyrir, — og auðvitað hafa með sér lyf samkvæmt því. Skuldir heima. Það getur verið fjári óþægilegt að láta falla á sig víxla heima á meðan maður er að dandalast einhvcrs- staðar úti í heimi. Sama er að segja um olíureikninga, rafmagn o.fl., og nauðsyn- legt að ganga frá því. Farangur. Bezt er að nota tímann alveg frá því að maður ákveður ferðalagið, til að skrifa niður á miða hjá sér, hvað mað- ur ætlar að hafa með sér í farangrinum af fötum og slíku. Svo notar maður síð- asta daginn til að strika út aftur, það sem er ónauðsynlegt, og kemst ekki fyrir. Ef ferðalagið er stutt, þá er um að gera að liafa farangurinn eins fyrirferðalítinn og hægt er, því að það er oftast reyndin að hann verður fyrirferðarmeiri á heim- leiðinni, og þá er ekkert gaman að því að þurfa að greiða stórar fjárhæðir í yfir- vigt á farangri. Bezt er að hafa með sér fatnað, sem hægt er að skola úr á kvöld- að morgni. (Ryon, nylon, orlon o. fl.). in, liengja upp og sem verður jafngott Auðvitað eru regnkápur sjálfsagðar, og einhver hlý föt til að skjótast í, því að þótt maður fari til „heitu landanna" er alls ekki víst að þar sé alltaf hlýrra en hér heima, og allra sízt á nóttunni. Mis- munurinn á gistihúsum þar og hér, er fyrst og fremst sá, að þar er engin liitaveita, og upphitun af skornum skammti. Sum- staðar alls engin. Og svo getur ekkisens páskahretið komið þangað ekki síður en hingað til íslands, og þá er alls ekki vit- laust að hafa með sér peysu til að smeygja sér í. skrifstofurnar um að beina ferðamönnum til þeirra, og fá þannig fleiri viðskiptavini. Auk þess er jafnan þægilegra að afgreiða slíka viðskiptavini ekki síst ef þeir koma i hópum og hægt að afgreiða marga í einu. Pantanir eru ákveðnari og liggja fyrir með nægum fyrirvara, hægara er að annast bréfa- skriftir við eina ferðaskrifstofu en marga einstaklinga, ferðaskrifstofan sér um að öll skjöl séu i lagi og undirbýr þægilega af- greiðslu hjá viðkomandi fyrirtæki, og svona mætti lengi telja. Sömu þjónustu fær ferðamaðurinn, öll hans skilríki verða í lagi við hrottför, hann losnar við ýmislegt snatt og undirbúning, fyrir öllu er séð á hverjum stað þar sem hann kemur, og ferðin verður jafnframt ódýrari. Fyrir alla fyrirliöfnina, umsjónina, skiþu- lagninguna, ábyrgðina, reynsluna og aðra þjónustu, fær skrifstofan svo sina greiðslu ---------------------------------------------J. frá fyrirtækjunum. Enginn skyldi halda að þetta sé eitt af okkar sérstæðu íslenzku fyrirbrigðum, að ferðaskrifstofur blómgist vel, þvi þær eru á öðru hvoru götuhorni í helztu ferðamanna- löndunum, og alls staðar virðist vera jafn- mikið að gera. Fólk kann þar að meta þessa þjónustu og notar sér hana í yztu æsar, sem og sjálfsagt er. Allar okkar ferðaskrifstofur gefa nú út skrautlegar ferðaáætlanir fyrir sumarið, og hjóða upp á geysifjölbreytt úrval fcrða um allan heim, við verði, sem maður hlýtur að álíta mjög hóflegt, miðað við það live „start- gjaldið“ er hátt fyrir okkur, sem þurfum ávallt að byrja á því að fara langar leiðir til meginlandsins, áður en komið er út í aðalumferðina þar. Það vekur raunar furðu, hvað lílið léggst ofan á sjálft flugfargjaldið héðan og á áfangasiað, j.ifnvel þó dvalist sé þar í 14 daga. Til dæmis um það má nefna Nokkur ráð Það er leyfilegt að hafa með sér 2,500 krónur íslenzkar til útlanda — og sjálfsagt að hafa eitthvað með sér, þó ekki sé nema til að kaupa sér kaffiholla hérna á flugvell- inum, borga hílinn og svoleiðis. -— En sv.o hafa þau ólíkindi skeð í fjármálaheiminum, að íslenzka krónan cr tekin gild i sumurn hönkum erlendis, og hægt er að skipta lienni þar í „alvörupeninga". Að vísu er það eitt- hvað minna, sem maður fær þar fyrir krónuna, en það er ekki svo mikill munur að það geti ekki horgað sig, ef maður er i „hönk“. Víðast hvar er dregið frá um 10% í kostnað. Þetta eykur möguleika á eyðslufé erlendis um rúm 10 sterlingspund, og alla- vega er það sæmilegur varasjóður ef illa fer. Múl. Þótt gaman sé að koma til framandi landa, þá er það hálf ánægjan að geta talað við íbúana, pantað það sem mann langar í á veitingahúsum, skammað bilstjóra, skil- ið leikhúsmál, verzlað án þess að hafa túlk o. m. fl. Þessvegna cr alltaf hetra að fara til þeirra landa, þar sem maður getur gert sig skiljanlegan á einhvern hátt. Að vísu er þetta ekki nauðsynlegt i hópferðum, þar sem túlkar eru jafnan með, en samt þægi- legt. Ef þannig er, þá er agætt ráð að undir- húa sig dálítið í ferðina með þvi að fá nokkra tíina i málinu á góðum málaskóla, kaupa sér glósubók eða slíkt, til þess að geta hjargað sér um nauðsynlegustu hluti. ferðir til Mallorca, með dvöl þar i 15 daga, sem kostar aðeins kr. 13,075, en farseðill fram og til baka með flugvél til Madrid, sem er svipuð fjarlægð, kostar kr. 13.941. í þessu tilfelli cr ódýrara að dvclja 15 daga á Mall- orca i góðu yfirlæti, lieldur en að fara fram og til haka til Madrid án nokkurrar viðkomu þar. Og ef dvalist er lengur á Mallorca, minkar kostnaðurinn hlutfallslega, því að vikudvöl þar á staðnum á góðu hóteli kost- ar aðeins í kring uni 1750 krónur á mann- inn. — Það er dýrara að lifa hérna lieima! Annars cr það skrýtið, að þegar maður fer yfir verð sem gefið er upp fyrir hinar ýmsu ferðir, kemur i Ijós að i flestum til- fellum kostar ferðin um þúsund krónur fyrir manninn á dag, livert sem farið er. Til dæmis má nefna 21 dags ferð til Iíaupmanna- hafnar, Gautahorgar, Stokkliólms, Leningrad, Helsinki og Ósló, sem kostar kr. 21,751 — ferð til Lundúna, Parísar, Róm, Feneyja VIKAN 22. 4bL — 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.