Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 11
Hvenær hafa ekki veri'ð strið, hvenær hefur ekki þjóð barizt
við þjóð. Hefurðu ekki litið i mannkynssögu?
— Það er satt að stríð hefur verið á öllum timum, en Jesú
talaði um heimsstyrjöld, og í mannkynssögunni stendur að
það hafi aldrei verið heimsstyrjöld fyrr en á okkar dögum,
þess vegna er styrjöldin 1914—1918 kölluð fyrsta héimsstyrj-
öldin. Ilafa nokkru sinni ðður svo margar þjóðir barizt hver
á móti annarri?
— Nei, en aftur á mót var einu sinni hundrað ára strið.
Og hvar er talað um tiltekinn fjölda þjóða. Stendur ekki bara
þjóð gegn þjóð og konungsriki gegn konungsríki. Það segir
ekki ncitt.
— Mér fiiinst það segja nóg.
—- Ætlar þú að fara að halda því fram, að þinn skilningur
á þessu máli sé eitthvað betri en minn. Ég neita þvi að svo
sé, unz þú sannar mér annað.
—- Ég get sagt þér að í Harvard i Ameríku liafa verið gerð-
ar rannsóknir á styrjöldum, og þar liafa menn komizt að
eftirfarandi niðurstöðu: Á 2500 ára tímabili, fyrir árið 1914
hefur verið 901 styrjöld, en heimsstyrjöldin 1914—1918 var
sjö sinnum verri, en allar þessar 901 til samans.
— Hvernig fóru lieir að þvi að mæla það?
— Þetta eru upplýsingar, sem liafa fengizt með þvi, að
bera saman ýmsa sögulega atburði.
— Það var og.
— Ætlið þið að stofna þúsundáraríki eins og Hitler?
— Nei, Votlar Jelióva taka alls ekki þátt í styrjöldum, eins
og ég lief áður bent á er það Guð sem mun koma á nýju
heimskerfi.
— Sem á að útrýma bæði kapitalisma og kommúnisma og
stefna að heimsyfirráðum.
— Já. Hann brosti og mér skildist að þetta svar bæri ekki
að taka alveg bókstaflega. Hann ítrekaði að tími endalokanna
hafi byrjað árið 1914, og a?í Kristur hafi það sama ár tekið
við stjórn á himnum.
— Og niundi þá skammt eftir núna?
— Biblian sýnir, að enginn veit daginn eða stundina, en
eins og Jesú sagði, Jpessi kynslóð mun ekki undir lok liða,
uns allt er komið fram.
— Ég vissi svarið fyrirfram, en spurði samt: Nú er spurn-
ingin lDessi: Er livert orð í biblíunni sannleikur, eða er á-
stæða til að taka sumt af þvi mátulega hátiðlega sem þar er
sagt?
— Við trúum liverju orði í biblíunni, vegna þess að hún
er Guðs orð. /
— Voru það samt sem áður ekki dauðlegir menn, sem skrif-
uðu bibliuna o'g er ekki allt mannlegt ófnllkomið?
— Þessir menn sem skrifuðu biblíuna voru innblásnir af
heilögum anda frá Guði.
— Hver segir þa'ð?
— Biblían sýnir Joað sjálf.
— Margt af því sem stendur í biblíunni má túlka á tvo eða
jafnvel fleiri vegu. Og sértrúarsöfnuðir hafa einmitt orð-
ið til utan um mismunandi túlkanir á ritningunni. Þú trúir
því náttúrlega að túlkun Votta Jelióva sé hin eina rétta.
—• Þar sem aðeins getur verið um einn sannleika að ræða,
trúi ég því, að sá skilningur sem Vottar Jehóvaj liafa fengið
á bibliunni sé réttur.
— Viltu segja mér nánar, hvernig jDetta ber að með heims-
endi?
— Það vil ég gjarnan. Ritningarnar sýna, að þegar þessi
vondi heimur ferst, verður stríð milli Guðs og liins illa. Þetta
' strið er í bibliunni kallað stríðið við „Harmagedón“. Malakí
spámaður talar einmitt um þetta strið, þegar hann segir:
„Því sjá, dagurinn kemur, brennandi sem ofn; og allir hroka-
fullir og allir þeir, er guðleysi fremja, munu þá vera sem
hálmleggir, og dagurinn, sem kemur, mun kveikja í þeim,
segir drottinn hersveitanna, svo að hvorki verði eftir af þcim
rót né kvistur. En yfir yður, sem óttizt nafn mitt, mun rétt-
lætissólin upp renna með græðslu undir vængjum sínum,
og þér munuð út koma og leika yðué eins og kálfar, sem út
er hleypt úr stíu.“
•—• Það mætti segja mér, að íslendingar vildu lítið hafa
með þennan „Drottinn hersveitanna“ að gera, eða hvaða til-
gangi Jijónar það að óttast nafn hans? Ég! liélt, að það væru
einungis einræðisherrar sem hefðu svo hégómlegar kennd-
ir. Og hverjir eru þessir kálfar, sem lileypt verður út úr stíu,
eru það Vottar Jehóva?
— Að það eru ekki bókstaflega kálfar er auðvelt að skilja.
Biblían sýnir......
Kjell Geelnard. — Við trúum liverju orði í biblíunni.
— Gerðu það nú fyrir mig, að sleppa biblíunni og segja
eittlivað frá eigin brjósti. — Verður atómsprenging á dómsdegi?
— Hvers vegna ætti ég að leggja bibliuna frá mér, það er eiik
mitt hennar skilningur, sem ég vil láta i ljósi. í stríði Guðs móti
hinu illa verða ekki fyrst og fremst notaðar atomsprengjur. Þær
geta ekki gert upp á milli þess sem gott er og illt.
•—• Svo þetta verður alveg sérstalct fyrirbrigði.
— Já, alveg sérstakt, þar sem hér er um að ræða réttlátt stríð,
sem er einungis til þess að eyða hinu illa. Allir sem lifa samkvæmt
vilja Guðs, og feta í fótspor Jesú, munu lifa af þetta stríð.
— Er það ekki teygjanlegt, eða er ætlazt til að menn feti í fót-
spor Krists i bókstaflegri merkingu, reyni að líkja eftir lífi hans?
— Jesú Kristur hefur lagt grundvöllinn að kristinni trú, og liann
sýndi fullkomlega hvernig á að tilbiðja Guð á réttan hátt. Við eig-
um því að reyna að taka hann til eftirbreytni. Páll segir lika um
þetta, að sérhver sem ákallar nafn Drottins mun hólpinn verða.
—- Áðan sagðir þú, að menn yrðu hólpnir á því að feta í fót-
spor Krists, en nú heitir það að ákalla nafn Drottins. Er þetta
tvennt Jiað sama, eða er það síðara einhvers konar* „billeg“ lausn
á þvi fyrir venjulega menn að feta í fótspor Krists? Þá er ekki orð-
inn mikill vandi að verða hólpinn, ef það næst með þvi einu að
ákalla nafn Drottins öðru livoru.
— Nei, þarna er alls ekki um tvær leiðir að ræða. Jesú ákall-
aði nafn Drottins, sem er Jclióva með þvi að lifa í hlýðni sam-
kvæmt vilja föður síns ó himnum. Og þennan himneska vilja föður
síns gat hann fundið ritaðan niður i bibliunni, og hann lét ekki
nægja að lesa biblíuna, heldur lifði liann samkvæmt þvi sem stend-
ur í henni. Hann frambar einnig ávexti andans, sem eru, kærleik-
ur, langlyndi, gleði, friður, gæzka, trúfesti, bindindi, hógværð. I
þessu verðum við að feta i fótspor Jesú, og einnig í því að| ákalla
nafn Drottins. Framhald á bls. 39.
VIKAN 22. tbl. — U