Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 42

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 42
Umboðsskrifstofur Loftieiða á íslandi REYKJAVÍK AKRANES BORGARNES STYKKISHÓLMUR PATREKSFJÖRÐUR ÍSAFJÖRÐUR SIGLUFJÖRÐUR AKUREYRI HÚSAVÍK ESKIFJÖRÐUR HÖFN HORNAFIRÐI VESTMANNAEYJAR SELFOSS HVERAGERÐI ÞORLÁKSHÖFN KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR KEFLAVÍK Ferðaskrifstofan SAGA, Hverfisgöto 12. LÖND & LEIÐIR, Aðalstræti 8. Ferðaskrifstofan SUNNA, Bankastræti 7. Ferðaskrifstofa ríkisins, Gimli v/Lækjargötu. Ferðaskrifstofan LANDSÝN, Týsgöto 3. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN, Hafnarstræti 5. Ferðaskrifstofa ZOEGA h.f., Hafnarstræti 5. Magnús Guðmundsson, fulltrúi, c/o Haraldur Böðvarsson. Þorleifur Grönfeldt, c/o verzlunin Isbjörninn. Árni Helgason, póstmeistari, Höfðagötu 27. Ásmundur B. Olsen, kaupmaður, Aðalstræti 6. Árni Matthíasson, umboðsm., Silfurtorgi 1. Gestur Fanndal, Suðurgötu 6. Jón Egilsson, forstjóri, Túngötu 1. Ferðaskrifstofan SAGA h.f., Skipagötu 13. Ferðaskrifstofan LÖND & LEIÐIR, Geislagötu. Ingvar Þórarinsson, bóksali. Ingólfur Hallgrímsson, Umboðsverzlun. Kristján Imsland, kaupmaður. Jakob Ó. Ólafsson, skrifstofustjóri, Faxastíg 1. Gunnar Jónsson, fulltrúi (KÁ), Skólavöllum 6. Valgarð Runólfsson, skólastjóri. Magnús Bjarnason, c/o Vörugeymslur S.Í.S. Loftleiðir, c/o Júlíus Guðjónsson. The American Express Co. Inc. Kristján Guðlaugsson, við Víkurbraut. loftleidis landa milli Ofangreindir umboðsmenn Loftleiða annast útvegun farseðla og veita allar upplýsingar um ferðir félagsins. Væntanlegir farþegar geri svo vel að hafa samband við umboðsmennina eða hefur sent hundana á eftir mér og jafnvel flugvél. En hann hefur ekki náð mér samt. Hún horfði rann- sakandi á Bond og áhugi hennar hafði vaknað á ný: — Ert það þú, sem hann vill ná í? — Ja, ég býst við því. Við komum hingað í nótt, felldum seglin um það bil tvær mílur úti, svo að við sæj- umst ekki á radarskermunum hjá þeim. Eg býst við að Kínverjinn hafi búizt við því, að ég mundi heim- sækja hann. En þú komst alla leið upp að rifunum, með seglin uppi og hann hefur fengið skýrslu um það, og ég þori að veðja, að hann hefur haldið, að kanóinn þinn væri minn. Ég held að það sé rétt, að ég fari og vekji hann kunningja minn, svo að við getum spjallað um þetta. Ég er viss um að þér semur ágætlega við hann. Hann er frá Caymaneyjum og heitir Quarrel. Stúlkan sagði: — Mér þyk- ir leitt ef . . . Hún sagði ekki meira. Það var ekki svo auðvelt að afsaka sig úr því sem komið var. — En ég gat ekki vitað þetta. Hún horfði rannsakandi í andlit honum. Bond brosti inn í blá spurnar- augun. Hann sagði hughreystandi: — Auðvitað ekki. Þetta var aðeins óheppni — fyrir þig líka. Ég býst ekki við að hann hafi miklar áhyggjur út af einmana stúlku sem kemur til þess að safna skeljum. Þú getur verið viss um að þeir hafa fylgst vel með þér, að minnsta kosti fótaförunum, og séð hvað þú hefur haft fyrir stafni. Hann benti á skeljarnar á ströndinni. — En ég er hræddur um að hann hafi aðra skoðun á mér. Hann reynir áreiðan- lega að ná mér með öllum tiltækum ráðum. Ég er bara hræddur að hann veiði þig líka í netið í leiðinni. En — og hann brosti hressilega — við skulum vita hvað Quarrel hefur að segja. Bíddu hér. Hann reis á fætur. Hann gekk upp eftir ströndinni og upp á barð- ið fyrir ofan. Quarrel hafði falið sig vel. Það tók Bond fimm mínút- ur að finna hann. Hann lá í grösugri lægð milli tveggja, stórra kletta, hálffalinn undir hrúgu af gráum þara. Hann var enn í fastasvefni og hvíldi höfuðið á öðrum fram- handleggnum. Bond blístraði lágt og brosti, þegar augu Quarrel opn- uðst. Það var eins og dýr sem að hrekkur af værum blundi. Svo kom Quarrel auga á Bond og reis á fætur. Það var sektarvitund í hreyf- ingum hans. Hann nuddaði and- litið með hrömmunum eins og hann væri að þvo það. — Góðan daginn, kapteinn, sagði hann. — Það var nú ekkert smá- vegis, sem ég svaf fast. Þessi kín- verska stelpa kom til mín í nótt. Bond brosti: — Það var svolítið annað hjá mér, sagði hann. Þeir settust niður og Bond sagði hon- um um Honeychile Rider og skelj- arnar hennar og klípuna sem þau voru komin f. — Og nú er klukkan orðin ellefu, sagði hann að lokum og við verðum að gera nýtt skipu- lag. VIKAN 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.