Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 28

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 28
VIKAN - ferðablað Á að fara með bílinn? „Brosandi síðdegissólin tindrar á gljá- fægðri vélarhlíf bifreiðarinnar, sem hylur ómælanlega orku i dauðum málminum, sem malandi af ánægju þeytir okkur upp snar- bratta fjallshlíðina á steinsteyptum vegin- um, en langt, langt fyrir neðan glitrar á dökkbláan flöt Miðjarðarhafsins, sem vaggar sér letilega í lieitu logninu, og sendir dæt- ur sínar til að kyssa mjallhvíta ströndina, þakta hálfnöktum yngisineyjum, en snjóhvít og mjúkleg íbúðarhúsin stara blindum aug- um á lífið og leikinn, ljósið og ljúfsárar hugrenningar piltanna við ströndina ... Það springur á hægra framhjóli um leið og kerran bræðir úr sér í brekkunni, kerl- ingin bölvar hraustlega afturí yfir helvitis hitanum, og við' eigum ekki annars úrkosta en labba sárfætt niður í þangfjöruna, þar sem sextugar piparjónkur eru skrækjandi og veinandi að reyna að bleyta á sér tærnar í skitugu og ísköldu skolpinu frá niðurniddu og skældu þorpinu, en þar stara tannlausir karlgapar tómhausa út í loftið úr rúðulaus- um gluggum leirkofanna.“ Stopp! Hingað og ekki lengra! Maðurinn, sem skrifaði þetta, hefur greini- lega orðið fyrir áhrifum frá umhverfinu, góðum eða vondum, alveg eftir þvi hvernig billinn hagaði sér. Og svo illa vill fara hjá fleirum. Það fylgirt þvi nefnilega tðluverð ábyrgð og umhugsun að aka sjálfur bíl um ókunn lönd, og þurfa að treysta á hann alla tíð og sjálfan sig, hvernig sem á stendur og hvar sem er. Jafnvel þótt billinn sé nýlegur og traust- ur að sjá i alla staði, er aldrei að vita hvað komið getur fyrir á versta stað. Það er nógu bölvað, þegar bíllinn bilar hérna heima, og hreint ekki auðhlaupið að því að koma hon- um inn á verkstæði. En hvernig haldið þið að það sé í ókunnu landi, þar sem maður þekkir engan, og kann kannske ekki nema þrjú orð í tungumálinu? Það kom einu sinni fyrir mig að bíllinn minn bræddi úr sér á átóbananum milli Hamborgar og Bremer- liaven. Eg ætla ekki að lýsa þvi nánar, en það munaði ekki miklu að það eyðileggði alveg ferðina fyrir mér og samferðafólkinu. Og svo er það þetta eilifðar próblem með að koma bilnum fyrir á góðum stað yfir nóttina, þar sem liann er öruggur fyrir þjófum og skemmdarvörgum — finna park- eringspláss, ef maður skreppur í búð — rata réttar götur — íara ekki öfugt um ein- stefnugötur — rata um landið — fá smurt — fá viðgerð á smábilunum — koma bíln- um yfir landamæri í gegn um toll — koma honum fyrir á ferjum yfir fljót og sund -— borga brúartolla, ferjutolla, landamæragjöld, bensín og margt, margt fleira, að maður tali nú ekki um ekkisens bilinn, ef manni dettur í hug að fá sér einn eða tvo bjóra i hitanum! En auðvitað eru ekki allir eins svartsýnir og ég enda kannske ástæðulaust. Húrra fyr- ir bjartsýninni og allt það, og reynið þið þetta sjálf — upp á eigin ábyrgð. Svo eru liér nokkrar staðreyndir, sem þið skuluð moða úr áður en þið leggið af stað. Flutningur. Það kostar um 3,400 krónur að flytja venjulegan fólksbíl til Kaupmanna- hafnar með Gullfossi — og þá þarf farþegi að fylgja bifreiðinni. Þessi upphæð er fyrir flutning fram og til baka, —og farþegi báð- ar leiðir. (kostar aukalega). Trygging. Það er margt, sem kemur til greina í sambandi við tryggingar, og kostn- aður þar af leiðandi misjafn. í fyrsta lagi er nauðsynlegt að sjótryggja bifreiðina á leiðinni út og heim með skip- inu. Ef hveljan er kaskótryggð í forveien, þá er e. t. v. möguleiki á að fá hana til að gilda sem sjótryggingu, með því að borga 20% af ársiðgjaldi tryggingarinnar. Þá er sjálfsáhætta kr. 2,000. — Ef þér hefur aldrei fundizt það borga sig að kaskótryggja garm- inn, þá verðurðu að fá þér sérstaka trygg- ingu, sem kostar 2,5% af verðmæti kerr- unnar, — sem auðvitað getur aldrei orðið mikið, miðað við þessa druslu, sem þú átt. Og svo kemur liður X-12, skyldutrygging. íslenzk skyldutrygging getur undir engum kringumstæðum gilt erlendis, og þess vegna þarf að kaupa hana sérstaklega, sem hægt er að gera á tvennan hátt: X-12-A: Kaupa tryggingu sérstaklega í hverju landi, sem komið er til. Ekki mundi ég ráðleggja það, ef þú ætlar að liafa ein- hvern tíma aflögu til að skoða þig um. X-12-B: Kaupa tryggingu áður en þú legg- ur af stað. Þá verður þú að gjöra svo vel að kaupa tryggingu i öllum þeim löndum, sem þú getur villzt inn í, og þá færðu svo- nefnt „Green card“, eða „Grænt kort“, sem mun vera grænt á litinn, eins og gras um páskaleytið. En .. . athugaðu nú vel, að i sumum lönd- um er þess krafizt að þú hafir ótakmarkaða tryggingu gagnvart þriðja aðila (hvað sem það svo þýðir), og þá er annaðhvort að kaupa slika tryggingu yfir allt heila gillið, eða sortéra þau lönd úr, sem treysta þér fyrir minni tryggingarupphæð. Og svo er auðvitað farið eftir þvi hvað kerran er stór, miðað við hestafjölda, og þá skaltu biðja fyrir þér ef þú átt Kadillakk. En ef þú átt 15 liesta kerru, þá þarftu að borga 25 dollara fyrir ótakmarkaða ábyrgð i einn mánuð. Liður Y-64-H: Kaskótryggingu getur þú liæglega, fengið fyrir allt tímabilið, ef þú borgar l'yrir það, -— með 50 dala frádrætti við hvert tjón. Slík tjón innifela brunatjón, þriðja manns áhættu á mönnum og munum, — og þjófnað á eigin bíl. (Þetta stendur í bréfinu, sem ég hefi fyrir framan mig frá tryggingarfélaginu: Þjófnað á eigin bíl. En engin útskýring fylgir á því hvernig þú ætl- ar að stela þínum eigin bil. Það verður þú að finna út sjáifur.) Liður Y-64-Z: Bruna á eigin bíl, þjófnað á eigin bíl, þriðja manns áliættu gagnvart mönnum og munum. Hér á eftir birtist svo langur listi yfir verð liinna mismunandi trygginga, skift nið- ur i liði frá A-l-A, til Ö-365-Ö. Nei, annars. Ég lield að ég birti listann ekki að sinni. Ef þú ert ennþá svo bjartsýnn að ætla að fara út með beygluna, þá skalt þú sjálfur hafa fyrir því að tala við trygg- ingarfélagið — ef það hefur nokkurn áhuga. Sjálfur ætla ég með flugvél og áætlunar- bíl, og horfa rósrauðum augum út um glugg- ann og telja veitingastaðina á leiðinni. Aths. i fullri alvöru: Allar upplýsingar um þessi mál, og margt annað, færðu á skrifstofu F. í. B., Bolholti ð, Simi 3361i. i--------------------------------- BEN SÍNVERÐ OG BÍLALEIGA (Reiknað I ísl. krónum) Bilaleiga (4-5 manna) Bensín Grunngj. Pr. ekinn Land pr. ltr. pr. dag km. Bensín innifalið. Austurríki 5,31 217 2,60 Belgía 6,40 195 2,60 Bretland 5,85 238 2,17 Danmörk 6,20 174 2,17 Finnland 6,40 281 2,60 Frakkland 8,56 325 3,00 Holland 5,42 227 1,95 írland 6,40 217 2,60 ísland 5,90 350 3,00 Ítalía 5,20 217 3,47 Luxemburg 5,85 260 2,17 Noregur 6,29 173 3,00 Sviss 5,20 238 3,00 Svíþjóð 6,40 217 2,17 Spánn 6,50 435 4,35 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.