Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 10
Biskupinn hefur beðið landsfólkið að vísa þeim á dyr, en þeir hafa haldið áfram þrátt fyrir það; bankað á dyr manna og beðið þá að hugleiða það, að heimsendir sé í nánd. Um það eru Vottar Jehova ekki í neinum vafa og nefna því til sönnun- ar ýmis rök, sem mér og ýmsum öðrum finnst ærið haldlítil. En hvað um það; þcir eru sælir í sinni trú og sínu hlutverki. Einn þeirra varð á vegi minum á dögunum, Kjell Geelnard, ungur maður af sænsku bergi brotinn. Ég ræddi við hannn fyrir forvitnissakir um þau mál, sem eru Vottunum efst i huga og það fór eins og mig grunaði, að við vorum ekki alltaf sammála. Ég sagði: — Þið Vottar Jehova stefnið auðvitað að þvi að út- breiða kreddur ykkar um allan heim. Heimsvaldasinnar ekki satt? — Nei, við Vottar Jehóva, munum aldrei innleiða neitt nýtt heimsskipulag, og allra sízt með því að snúa öllum til trúar okkar. Við trúum að Guð sjálfur muni framkvæma þetta nú á meðan okkar kynslóð er uppi með því að taka í taumana, og hreinsa jörðina af öllu því sem illt er. En við trúum samt að stór hópur af fólki, sem hlýðnast Jehóva, hinum sanna Guði, muni komast af, þegar hann hreinsar jörðina. —- Hreinsar jörðina? Sér er nú hver vizkan. Það er engu lik- ara en jörðin hafi orðið einhverskonar óræktar afkimi hjá drottni, sem hann sökum anna hafi ekki liaft tíma tií' að sinna. Og svo kemur hann einn góðan veðurdag og „hreinsar“. I>að er væntanlega heimsendir, eða hvað? •—- Já við trúum því, að þessi vondi núverandi heimur, muni verða að engu gerður af Guði, nú á okkar timum. — Það er eins og mig minni, að einliverjir liafi boðað heims- endi áður. í mínu ungdæmi rámar mig í karl, sem kallaður var Mangi rjómapóstur. Hann gekk um og boðaði heimsendi. Ég held að hann hafi verið aðventisti. Meira að segja er mér ekki grunlaust um, að fjöldi manns liafi boðað nálægan heimsendi á öllum öldum. Er það ekki rétt? — Jú, það er rétt, en samt sem áður er það dálítið ölíku saman að jafna. Mismunurinn er að við byggjum ekki boðskap um tíma endalokanna á draumum, stjörnuspám, eðá opinberun- um, sem einhverjir meðal Vottanna Iiafi haft. Ástæðan til þess að við erum að kunngera um tíma endalokanna er aftur á móti að við sjáum að spádómar Biblíunnar um tíma endalokanna eru að uppfyllast nú á okkar dögum frá árinu 1914. Hann fór ofan i tösku og tók upp biblíu og sagði: — Einu sinni spurðu lærisveinarnir Jesú: „Seg þú oss hve- nær mun þetta verða, og hvert er tákn konni þinnar, og enda veraldar?“ Svarið sem við finnum í Matt. 24 sýnir, að þegar tími endalokanna kæmi, ættum við að sjá það á táknum sem mundu koma fram i heiminum, og Jesú hafði sagt fyrirfram. — Mætti ég fá að heyra um eitthvað af þessum táknum? — í bibliunni er hægt að finna um 39 mismunandi tákn fyrir atburði, sem mundu eiga sér stað í heiininum þegar að timi endalokanna kæmi. Þar á meðal er röð atburða og tákna; t. d. heimsstyrjöld, hungursneyð, jarðskjálftar, og Jesú sagði einnig að það muni verða trúarleg sundrung á hinum slðustu dögum, og að falskenningar mundu afvegaleiða marga. — Getur verið að Vottar Jehóva séu falsspámenn, leiðandi saklaust fólk uppi á íslandi í villu? — Þótt ég mundi svara þessu játandi eða neitandi, mundi það ekki koma að neinu gagni. Það er ekki ég sem dæmi um hvað er rétt eða rangt, og ekki einu sinni biskupinn yfir íslandi, heldur aðeins biblían. Ef einhver vill fá svar við spurningunni er bezt að leita til biblíunnar, og sjá hvort trú okkar- er í sam- ræmi við hana, eða ekki. —- Ég efast stórlega um að allir yrðu sammála um það, að ykkar trú sé í samræmi við biblíuna. Það virðist vera afar teygj- anleg bók. Nú jæja, þú varst búinn að telja upp heimsstyrjöld, hungursneyð og jarðskjálfta sem eitthvað sérstök fyrirbrigði okkar tíma. Áttu eitthvað fleira í pokahorninu, sem mælir með heimsendi? — Já, Jesú lauk upptalningu sinni á táknunum, með þvi að segja: „Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, unz þetta allt kemur fram.“ Jesús sýndi að sú kynslóð, sem mundi sjá jiessi hérumbil 39 tákn koma fram, mundi einnig sjá endi þessa vonda heims. Táknin hafa komið fram. — Núna þessa dagana? — Já nú á okkar kynslóð, sérstaklega frá árinu 1914. — Ég verð að játa, að mér finnst eitthvað vanta í þessi rök. — Það getur verið, vegna þess, að ég hef ekki talið upp svo mörg af þeÍM táknum sem biblían talar um, en til þess að rök- styðja þetta betur, vildi ég gjarna telja nokkur i viðbót. Auk þess sem ég hef sagt, þá er sagt fyrir um kærleiksleysi, ofsóknir móti hinum kristnu, að þeir mundu verða hataðir alls staðar í þetta sinn óhiýðnuðumst viS boSi biskups og vísuðum Vottinum ekki á dyr, en báSum hann þess í stað að segja okkur eitthvað um heims- endi eins og Vottar iehova ímynda sér aS hann beri að. Hann var fús til þess, það er einmitt hans daglega starf að segja fólki frá enda- lokum heimsins. Viðtal eftir Gísla Siðurðsson. i heiminum, margir mundu falla frá trúnni, og líka er talað um ótta vi# framtíðinni, og að fólk mundi vera eigingjarnt, fíkið i peninga, raupsamt, hrokafullt, lastmælendur, foreldrum ó- hlýðið, vanþakklátt, og guðlaust, og unglingaafbrot mundu magnast, o. s. frv. — Þú verður að fyrirgefa, minn kæri Kjell, en þetta sannar mér ekki neitt. Ég veit ekki belur en að þetta hafi yfirleitt allt saman verið til, síðustu tuttugu aldirnar. Munurinn cr einungis sá, að kristnir menn eru ekki ofsóttir lengur, að pestir og sjúk- dómar eru hreinn liégómi lijá þvi, sem áður var. Og má ég spyrja; Hvenær hafa unglingar ekki lent á glapstigum, hvenær hafa kristnir menn ekki verið hataðir af alls konar þjóðflokkum um allan heim, hvenær hafa ekki verið stríð og á hvaða öldum Iiefur ekki verið hungursneyð. Mér er nær að halda, að þetta eigi sízt af öllu við okkar kynslóð af öllum þeim, sem gengnar eru síðan á dögum Krists. — Þar sem þú nú hefur gert grein fyrir þinni skoðun, vildi ég nii mega segja, að ég er ekki á sama máli. Mér virðist, að spenningur og ástandið í heiminum sýni greinilega að við lifum riú á þessum tima sem Jesú benti á í spádómum sínum. Þar að auki vil ég segja að ofsókn á móti hinum kristnu er alls ekki óþekkt nú á okkar tímum. í Rússlandi, og mörgum einræðis- ríkjum hafa Vottar Jehóva að minnsta kosti orðið fyrir bitrum ofsóknum, einmitt vegna trúar sinnar. Og það að við getum talað um sjúkdóma sem hreinan liégóma, hvers vegna er þá svo mikill skortur á læknum? Nei ég held að margir sjúkdómar skapi alvarleg vandamál á okkar tímum. Og ef Jesú talaði ekki um okkar tima, hvað þá um það sem biblian segir um heims- styrjöld? — Jú, ég efast ekki um, að þú veizt hvað stendur i biblíunni, er það eitthvað nýtt, að þjóð berjist við þjóð: Segðu mér JQ — VIKAN 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.