Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 46

Vikan - 28.05.1964, Qupperneq 46
eftir þvf Sönn frásaga ævintýramanns, sem staddur var í Reykjavík fyrir nokkru. VIKAN frétti af því fyrir skömmu, að hér væri á ferð ljósmynd- ari, sem lent hefði í ótrúleg- ustu ævintýrum á sinni stuttu ævi, — og auðvitað þurftum við að ná í hann og fá hann til að segja okkur einhverja sanna sögu. Ljósmyndarinn heitir Poul Folker- sen, og er frá Valkeakoski í Finnlandi, en er danskur að ætt, sonur Johannesar Folkersen, ferðagarps mikils, sem þekktur er m.a. fyrir ferðir sínar á Grænlandi, með Peter Freuchen og fleirum. Johannes er í þeim fræga klúbb ævintýramanna, sem hetir „The Explorers Club“ og var þekktur undir nafninu „The Black Eagle“ (Svarti Örninn) á stríðsárunum í Danmörku, því þar var hann auðvitað í neðanjarð- arhreyfingunni. Sonurinn hefur erft ævintýraþrá föðurins, og valr ófeiminn að segja frá . . . „ . . . ég var staddur uppi á hníf- hvassri fjallsegg í 5400 metra hæð, og var að fikra mig uppeftir henni, að skriðjöklinum, sem var rétt ofar. Sitt hvorum megin við mig voru hyldjúpar gjár, sem ekki sást til botns í. Það var hörkufrost og mjög erfitt að fóta sig á örmjórri egginni, enda allt undir snjó og harðfrosið. Ég var dálítið ofar en félagar mínir þrír, sem bundnir voru saman með línu, vegna þess að ég ætlaði að fara upp á undan þeim og taka myndir af þeim, þegar þeir voru að klifra upp. Skriðjökulsröndin var rétt fyrir framan mig, og ég ætlaði að fara að klifra þar upp, þegar ég heyrði skyndi- lega æðislegt óp frá félögum mínum, og einkennilegan dvn, sem jókst á hverju augnabliki. Ég leit við og sá þá standa saman niðri á egginni veif- andi höndum og æpandi til mín. Há- vaðinn og lætin jukust um allan helm- ing og mér skildist allt í einu að snió- flóð væri á leiðinni niður að skrið- iöklinum vfir okkur, — og svo man ég ekki meir. Bróðir minn og félagar hans horfðu á þegar snjóskriðan skall á mér með heli- arafli, greip mig og þeytti mér með ógurlegum hraða beint ofan í hyldiúpa gjána öðru megin við fjallseggina. Þeir voru vissir um að siá mig aldrei aftur — hvorki lifandi né dáinn. Leiðsögumaður okkar, Stephan að nafni, tók sína ákvörðun á broti úr sekúndu. Hann sneri sér að bróður m'n- um og hrinti honum öðrum mesdn nið- ur af f.iaUsegginni. í fallinu reif hann með sér félaga okkar, vélamanninn, svo þeir steyptust báðir niður í hyl- dýpið saman, en Stephan henti sér samstundis á hausinn niður í gjána hinum megin við eggina. Hann vissi hvað hann var að gera, enda var þetta einasta ráðið til að bjarga þeim frá vissum dauða, og mér líka. Linan, sem batt þá saman, stöðv- aði þá alla í fallinu, og lá nú þvert yfir fiallseggina og þeir héngu í henni utan í hamraveggnum, tveir öðrum megin og einn hinum megin. Síðan skall snjó- skriðan á þeim og þaut framhjá ofan í hyldýpið, en þeir héngu öruggir í lín- unni. Ef þeir hefðu staðið kyrrir á egg- inni, hefðu þeir allir orðið samferða niður. Þegar hættan var liðin hjá, klifruðu þeir svo aftur upp á eggina heilir á húfi“. — En hvað varð um þig . . . þú ert þó lífandi ennþá?“. „Þeir klifruðu fyrst upp að þeim stað, sem ég hafði verið á, þegar skrið- an kom, og bróðir minn seig dálítið niður í gjána til að vita hvað hann sæi, — og viti menn — þarna sá hann mig liggjandi neðst niðri í hyldjúpri gjánni -— ofan á snjónum". — Svo það hefur verið auðvelt að ná þér upp? „Nei, það var ekki svo vel. Þeir áætl- uðu að gjáin væri um 200 metra djúp, og þóttust allir vissir um að ég væri steindauður. Stephan og vélamaðurinn þóttust svo vissir, að þeir vildu skilja mig eftir þarna, en bróðir minn vildi ekki hlusta á það. Hann sagðist ekki fara þaðan, fyrr en hann hefði fullviss- að sig um hvort ég væri dauður eða lifandi, og þeir komu engu tauti við hann, hvað sem þeir sögðu eða gerðu. Hann fór eins langt niður og hann komst á böndum, en þau náðu ekki nema lítinn hluta leiðarinnar. Eftir það varð hann að berja járnfleina inn í hamravegginn og vega sig niður á þeim. Svo dugðu honum ekki fleinarnir, svo hann varð að fara upp aftur og losa þá efstu, fara síðan með þá niður og nota þá aftur. Þannig var honum leiðin upp lokuð, nema með því að festa fleinana aftur í hamravegginn. Loksins, eftir langa mæðu, komst hann alla leið niður til mín, og sá þá strax að ég var lifandi og líklega lítið meiddur, þótt ég væri algjörlega með- vitundarlaus, því ég hafði fengið svo slæman heilahristing í fallinu". -— En hvernig stóð á því, að þú varst ofan á snjónum þarna niðri? „Það er eiginlega ekki vel skiljan- legt, en þó hefi ég fengið nokkra skýr- ingu á því. Hraðinn á skriðunni niður hiíðina hefur verið svo mikill, að ég hefi í rauninni ekki fylgzt með. Svo, þegar snjórinn kom allur niður í djúpa og þrönga gjána, og skall niður í botninn, hefur myndast þar loftþrýstingur, sem leitaði upp á við, og hefur líklega dreg- ið úr fallinu, enda féll ég þar niður á mjúkan snjó“. Hvernig komst bróðir þinn svo með þig upp aftur? „Það var geysimikil þrekraun, og ég skil varla enn í dag, hvernig það tókst. Hann batt mig, meðvitundarlausan, á bakið á sér, og fór að klifra þannig með mig upp 200 metra hóan lóðréttan vegginn. Þegar hann var kom- inn um miðja vegu upp, þurfti hann að fara að festa járnfleina í vegginn aftur, en þá var komið kvöld, og ógern- ingur að halda áfram. Hann batt sig þess vegna fastan við einn fleininn og þannig beið hann um nóttina með mig á bakinu. Svo hélt hann áfram strax morguninn eftir að festa fleina í vegg- inn, þangað til hann náði í reipið, sem félagar okkar létu síga niður til hans, og drógu mig upp með því. Síðan drógu þeir hann upp líka“. — Varstu lengi meðvitundarlaus? „f þrjá daga. Það hafði fallið á mig steinn, sem rotaði mig. Ég hafði verið með myndavélina mína, þegar ég hrap- aði, og bróðir minn leitaði lengi að henni niðri í gjánni, þar til hann fann hana grafna í snjóinn. Það hafði líka lent steinn á henni, og það var komið á hana stærðar gat, svo hún var ónot- hæf“. —- Svo þið hafið ekki tekið fleiri myndir á þá vél? „Jú, jú. Hann lagaði hana þannig að hann tróð tyggigúmmíi í gatið, og smurði svo tuggðu súkkulaði ofaná. Þetta stokkfraus allt saman, og varð eins og heilt“. — Af hverju súkkulaði? — VIKAN 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.