Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 27

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 27
18 ÞUSUND KRONUR Tökum einfalda ferð: Við getum skroppið í Péturskirkjuna á mánudags- morgni klukkan níu og skoðað hana í þrjá tíma. Um hádegið fara allir í mat, sumir fá sér lúr á eftir, og aðrir skoða Vatikanið síðari hluta dags. Dagskránni sjálfri er lokið á hádegi, og hver maður er frjáls að því að eyða deginum og kvöldinu eins og hann vill. Enginn er skyldugur að fylgja fararstjóranum í kirkjuna, þótt flestir óski væntanlega eftir því, og þegar engin kvöð er á mönnum og ekkert rekur á eftir, þreytist ferða- fólkið aldrei. Eitt af því skemmtileg- asta við utanferðir er að ganga um göturnar og hitta fólkið, sjá hvernig það býr og hvernig það lifir, og helzti gallinn við hröðu ferðirnar er einmitt sá, að þessi hlið málsins verður út- undan. Frjáls ferð — í hlýju landi — gefur ótakmarkaða möguleika hvað þetta snertir. Þriðjudaginn klukkan níu getum við skroppið í katakomb- urnar, miðvikudaginn í Colosseum og svo framvegis, en þarna yrði enginn til að ýta hópnum áfram, menn gætu setzt og hvílt sig þegar þeir vildu, jafnvel orðið eftir, ef það dytti í þá. Og alltaf yrði eftirmiðdagurinn og kvöldið frjálst. Enginn asi, ró og kyrrð, svaladrykkur á götuhorni, hver maður sinn eigin herra. Ég minntist á fornminjar og sól, ekki ber síður að geta óperunnar og konsertanna, engin borg í víðri veröld sameinar þetta allt í jafn ríkum mæli og Róm. Og því fer víðs fjarri að þeir sem ekki hafa áhuga á óperu þurfi að sækja hana, þeir labba út á næsta götuhorn og fá sér Cinzano eða dansa undir beru lofti, og kannski þykir ýmsum gott að lesa bók lieima á hóteli. Hver sem er, getur fylgt hópn- um til Rómar og verið algerlega einn á báti allan tímann, þótt flestum þyki hins vegar gott að vita af hópnum og fararstjóranum, ef einhver sér- stök ferð vekur forvitni þeirra, eða leysa þarf fyrir þá sérstök vandamál. Algengt er að unga fólkið sækji mjög 1 sólbað, í slíkri ferð er ekkert auð- veldara. Sólin bregzt aldrei í Róm á þessum árstíma og ekki er erfitt að komast á baðstaðina. Meginatriði er það p.ð eiga sér fastan samastað í langan tíma, því að ekkert er eins þreytandi í utanferðum og að skipta um hótel. Ef þú átt þér fastan sama- stað geturðu alltaf gengið um létt- klæddur, fötin þín vöðlast ekki og krumpast í töskunum, þú ert ekki alltaf sveittur af töskuburði og þú getur hagað seglum eftir vindi. Þú losnar við alla taugaspennu, OG ÞÁ FYRST ÁTTU SUMARFRÍ. Það er augljóst, að þetta er aðeins ein tegund óskaferðar. Ef þú ert þreyttur eftir annir vetrarins velurðu kyrrlátt þorp einhvers staðar á sól- baðstað, sumir kjósa skíðaferðir að vetri. Ég held, að fyrir flesta menn, sem eru líkt settir og ég sjálfur, yrði Rómarferðin skemmtilegt ævin- týri. Þótt við höfum unnið mikið að vetrinum viljum við gjarna kynnast nýju umhverfi og sjá merka hluti, og — fá um leið rólegt og eftirminni- legt sumarfrí. Eftir slíka ferð er gott að koma endurnærður á sál og brenndur af sól í bjarta sumarið hér heima. Einar Pálsson, Lönd og leiðir. «Jón Helgason fararstjóri hjá Sunnu PARÍS — RÍÍDESHEIM — LUZERN Af þeim ferðum, sem ég hef farið sem fararstjóri fyrir Ferðaskrifstofuna Sunnu hlýt ég að mæla með ferðinni París — Rínarlönd — Sviss sem óska- ferð fyrir 18.000 krónur. Þessi ferð er góð hvíldarferð, jafn- fram því að bjóða upp á mjög mikla og skemmtilega tilbreytingu og fróð- leik. Flogið er á milli helztu staðanna, svo aðal vegalengdirnar þreyta ekki. Miðvikudaginn 26. ágúst verður flog- ið frá Reykjavík til Parísar, með við- komu í London. í París verður dvalið í eina viku. Sá tími nægir til þess að skoða allt hið markverðasta, sem þessi glæsi- lega heimsborg býður ferðamanninum. Á hverjum degi er farið í eitthvert ákveðið hverfi og gengið þar um, en einmitt á þann hátt kynnast menn borginni bezt. Öllum sem kynnzt hafa ber saman um, að París sé einhver fegursta borg sem þeir hafi séð, — en töfrar hennar liggja ekki hvað sízt í and- rúmsloftinu sjálfu. 2. september verður flogið til Frank- furt í Þýzkalandi með Caravelleþotu, og ekið þaðan til Rudesheim við Rín, þar sem stanzað verður í fjóra daga. Þar kynnist ferðafólkið þýzkri glað- værð á skemmtistöðunum í Drossel- gasse, sem hvergi á sinn líka og reyn- ist mjög frábrugðið því, sem forvitni- legast var í París. Um Rínarfljót er endalaus straumur skipa og hlíðarnar ofan við bæinn eru samfelldar vínekrur. Laugardaginn 5. september fer fram mikill fagnaður á aðaltorgi bæjarins, Vínhátíðin. Þar verður kjörin víndrottning Rudes- heimer til næsta árs, úr hópi þeirra stúlkna, sem vinna að vínræktinni. Ef þátttakendur hópferðarinnar óska, veröur farið í eins dags ferð til Frank- furt eða Heidelberg, en báðar þessar borgir liggja nokkuð fyrir austan Rudesheim. Sunnudaginn 6. september verður flogið frá Frankfurt til Zúrich en ekið þaðan um gróðursælar sveitir Svisslands til ævintýraborgarinnnar Luzern, þar sem dvalið verður í níu daga. Borgin hefur íbúafjölda á borð við Reykjavík og liggur við norðvestur- enda Vierwaldtsáttervatns, þar sem áin Reuss fellur úr því. Sjálft borgarstæðið er með afbrigð- um tilbreytingarríkt og hlýlegt. Gamli bæjarhlutinn er í kvosinni við vatnið, þar sem lokkandi sölubúðir eru í hverju húsi við þröngar og skemmti- legar götur, en lúxushótelin í röðum við strandgötuna. Síðan teygja íbúð- arhverfin sig upp um hæðirnar á þrjá vegu, en að baki gnæfir Pilatus í suðri og Rigi handan vatnsins, í austri. Þessi tvö fjöll þykja með tignarlegri fjöllum Svisslands, þótt þau engan veginn eigi hæðarmetið, en á milli þeirra blasir við óslitin Alpakeðjan í fjarska. Hverjum sem til Luzern kemur, finnst hann strax vera þar eins og heima hjá sér. Luzernbúar eru vanir að umgangast ferðamenn, framkoma þeirra er mótuð hlýju og kurteisi. í bænum verður hver spölur skemmti- ganga. Á vatninu má fá leigðar ýms- ar tegundir báta eða vatnareiðhjól, — með strætisvagni þarf ekki nema fáar mínútur til þess að vera kominn upp í blómlega sveit eða að unaðslegri baðströnd. Þeir sem óska taka þátt í dags- ferð upp á fjallið Pilatus. Þá er siglt hálfan annan tíma á vatninu til Alpnachstad, en farið þaðan með tann- hjólabraut upp á tindinn og síðan aðra leið niður í svifbraut. Reynslan hefur orðið sú, að flestir þátttakendur hópferðarinnar hafa far- ið í tveggja daga ferð með langferða- bíl yfir St. Gotthard til Comovatnsins í Norður-Ítalíu, og síðan aðra leið yfir Alpafjöllin til baka. Þessi hríf- andi ferð líður engum úr minni. Þriðjudaginn 15. september verður haldið heim á leið, fyrst í bíl til Zúrich, en þaðan með flugvél til London, Reykjavíkur eða Kaupmanna- hafnar eftir því sem fólkið óskar. Ferð SUNNU til Parísar ■— Rínar- landa — Sviss er sannkölluð óskaferð. Það er sannfæring mín og allra þeirra, sem liafa veitt mér þá ánægju undan- farin ár að slást með í hópinn. Jón Helgason, Ferðaskrifstofunni SUNNU. þér upplýsinga. Þjónustan er mismunandi, ferðir farnar á vissa staði eftir mismun- andi leiðum, ferðatími misjafn og ýmislegt annað. Til dæmis má nefna það, að í það minnsta ein skrifstofan hefur þá reglu, að láta farþega greiða allt nema flugfargjöldin sjálf i gjaldeyri, sem þá verður að takast af þessuin 100 pundum, sem hver ferðamaður fær hjá bönkunum. En þess í stað virðast ferðirnar vera ýfið ódýrari þar, þótt erfitt sé að bera slikt saman, vegna þess að engar tvær ferðir eru alveg eins. Til þess að fara sem bezt með peningana, eru margar leiðir, sem ógerningur er að telja upp hér. Sumir gætu t. d. sem bezt hugsað sér að fara fyrst til meginlandsins með skipi. Það er hægt að komast að betri kjörum •— fargjöldin eru lægri — en sumir vilja það heldur en flugvél. Sumurn er það hvíld og nautn að dvelja um borð í góðu farþega- skipi og njóta tímans þar, láta stjana við sig á liverjum fingri og lifa lúxuslífi um borð i nokkra daga. Aðrir gera það vegna peningana, sem sparast, og fara þá á öðru plássi báðar leiðir. Þegar út kemur, geta ferðaskrifstofurnar hér séð um ferð til suð- rænna landa með bilum, járnbrautarlestum, skipum eða flugvélum. Valið er ótakmark- að. í apríl, maí, september og október eru flugfargjöld á mörgum leiðum mun ódýrari. Til Parísar sparast t. d. kr. 2163 krónur (fram og til baka) ef farið er á þessum tima ... og svona mætti lengi telja. En ein regla ferðamanns á að vera ófrá- víkjanleg: Hafið ávallt samband við ferðaskrifstofu áður en þér ákveðið kaup farmiða. VIKAN 22. tbl. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.