Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 41

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 41
— Þær hafa komiS með því, a<5 Satan fékk mennina til þess a<5 gera uppreisn móti Guði. —- Hann hefur rétt si svona laumaS henni inn i sköpunar- verkið. — Já Adam og Eva voru sköp- uð án fýsna. -—- Vesaiings fólkið, ekki hef- ur það verið spennandi. — Ef til vill ekki fyrir fólk, sein viil lifa eingöngu fyrir fýsn- ir heimsins, annars skil ég ekki livaS þú meinar. — Þá sláum viS bara botninn í þetta, þaS er oft gott aS skilja sem minnst. ☆ i Ég hef vanið komur mínar hingað í um það bil ór, til þess að leita að skel|um. Ég fann þennan stað — hún benti með handsveiflu ó ströndina — fyrir um það bil mán- uði. Siðast þegar ég kom hingað. En ég hef fundið marga aðra góða staði. Það var rétt fyrir jólin að mér datt í hug að rannsaka ána. Ég fór alla leið upp með henni þangað sem fuglamennirnir höfðu búðir sínar. Þar var allt í rúst. Það var orðið framorðið og ég ákvað að vera þar um nóttina. Um miðja nóttina vaknaði ég. Drekinn var aðeins fáein skref frá mér. Hann hafði tvö stór lýsandi augu og langt nef. Hann var með einhvers- konar vængi og skott, sem vissi upp á við. Hann var svartur og gulllitur. Hún gretti sig þegar hún sá svipinn á Bond. — Það var fullt tungl. Ég sá hann mjög vel. Hann fór alveg hjá mér. Það heyrðist einhverskonar urr í honum. Hann fór yfir fenin og að þéttum fenja- skógi og bara klifraði yfir runnana og hélt áfram. Stór fuglahópur þaut upp fyrir framan hann og allt í einu kom mikill eldur út úr munn- inum á drekanum og brenndi hóp af þeim og öll trén, sem þeir höfðu verið í. Þetta var hræðilegt. Það hræðilegasta, sem ég hefi nokkurn- tíma séð. Stúlkan hallaði sér á hliðina og rýndi framan í Bond. Svo settist hún upp aftur og starði út á sjóinn: — Ég sé að þú trúir mér ekki, sagði hún reiðilegri röddu. — Þú ert bara borgarmaður. Þú trúir engu. Uss og það fór skjálfti um hana. Bond sagði róandi: — Honey, það eru bara ekki svona hlutir til í heiminum, eins og drekar. Þú sást eitthvað, sem var mjög líkt dreka. Ég er bara að velta því fyrir mér, hvað það hefur getað verið. — Hvernig geturðu vitað, að það séu ekki til drekar? Nú hafði hann reitt hana ærlega til reiði. — Hérna megin á eyjunni býr enginn. Það getur vel verið að einhver dreki hafi lifað hér af. Og þar að auki, hvað veizt þú um skepnur og þess- háttar? Ég hef búið með snákum og skordýrum síðan ég var barn. Alein. Hefur þú nokkurntíma séð bænamaur éta maka sinn eftir að þau hafa eðlað sig? Hefur þú séð mongúsu dansa? Eða hefurðu séð krabbann dansa? Hve löng er tungan í kólíbrífuglinum? Hefur þú nokkurntíma átt uppáhaldssnák, sem var með bjöllu um hálsinn og hringdi, til þess að vekja þig? Hefur þú séð sjávargróðurinn eins og blómabeð á hafsbotni á nætur- þeli? Veizt þú að krákan finnur lykt af dauðri eðlu í margra mílna fjarlægð? Stúlkan lét spurninga- skothríðina dynja á honum. Nú hætti hún til þess að draga and- ann? Hún sagði vonleysislega: — Þú ert bara eins og allir aðrir borg- arbúar. Bond sagði: — Sjáðu nú til, Honey. Þú þekkir þessa hluti. Ég get ekkert gert að því, að ég lifi í borg. En mér þætti gaman að kynn- ast því sem þú talar um. En ég hefi aldrei haft tækifæri til þess. Ég veit ýmislegt annað í staðinn. Eins og . . . Bond leitaði í huga sér. Hann fann ekkert, sem var eins athyglis- vert og það, sem hún hafði að segja. Hann lauk við setninguna: — Eins og til dæmis, að Kínverjinn hefur sennilega meiri áhuga á komu þinni núna en nokkurntíma áður. Að þessu sinni mun hann reyna að koma í veg fyrir, að þú komizt burt. Hann þagnaði og bætti svo við: — Og sama er að segja um mig. Hún sneri sér við og leit á hann með áhuga: — Nú? Hvers vegna? En það skiptir svo sem ekki máli. Maður bara felur sig hérna á dag- inn og fer svo burt á nóttunni. Hann HÚSGÖGN SINDRASMIÐJAN Hveifisgötu 42 — Simi 24064 ORIGINAL VÖRUR MUNIÐ: LUO AS C. A. V. GIRLING BLOSSI S.F. Laugaveg 176 — Sími 23285 VIKAN 22. tbl. —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.