Vikan


Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 26

Vikan - 28.05.1964, Blaðsíða 26
OSKAFERÐ MIN FYRIR þrír fararstjórar gefa leiðbeiningar Ingólffur Kristjánsson fapapstjópi hjá feröa- skPifstofunni Sögu ÍRLAND öskalandið I ár Ef ég mætti velja mér óskaferð á þessu sumri mundi ég kjósa eyjuna grænu. írland ætti fyrir margra hluta sakir að vera íslendingum hugleikið, og þó eru þeir furðu fáir, sem þangað leggja leið sína, miðað við allan þann fjölda, sem árlega bregður sér út fyrir pollinn. Við íslendingar virðumst til skamms tíma hafa verið furðu tóm- látir um hagi þessarar grannþjóðar okkar, sem geymir þó merka forn- menningu og sögu, sem að allríkum þætti er tengd okkar eigin sögu, en sumir fræðimenn telja, að í æðum þriðja hvers íslendings renni keltneskt blóð. Þegar menn leggja upp í ferðalag, er það að sjálfsögðu mjög undir hugð- arefnum hvers og einns komið, hvað fer meðal annars eftir því hvort hann hann telur girnilegast að fara. Það vill njóta hvíldar og næðis á kyrrlát- um og fögrum stað, þráir að kasta sér út í glaum og hringiðu skemmt- analífs stórborganna, hvort hann vill komast um sem flest þjóðlönd á sem skemmstum tíma — drepa niður fæti á sem flestum stöðum, eða hvort hann vill sameina sem mest af þessu í einni og sömu ferðinni. Ferðaskrifstofurnar, sem skipuleggja ferðir fyrir fólk, leitast við að koma til móts við flest þessi sjónarmið, eft- ir því sem kostur er, og þó þannig, að fólk geti fengið sem flestar svip- myndir úr lífi þeirra þjóða og landa, sem fp.rið er til. Þó virðist mér helzt til mikil tilhneiging til þess að teygja ferðirnar sem lengst, komast yfir sem mest svæði á skömmum tíma. Þetta skapar hraða og spennu, sem fólk í fríi hefur sízt þörf fyrir, því sá ætti þó að vera höfuðtilgangurinn með ferðalögunum og fríinu að njóta hvíld- ar frá hinum þrúgandi hraða hvers- dagslífsins og starfsins. Á undanförnum árum, eða frá stríðs- lokum, hafa íslendingar gert víðreist og þúsundir manna og kvenna ár- lega ferðast um flest lönd Evrópu, allt norðan frá íshafi suður til Mið- jarðarhafs, en í öllu þessu kapphlaupi norður, suður og austur, er tíðast hlaupið yfir Bretlandseyjar, rétt eins og þær væru ómerkileg útsker, sem ekki svari kostnaði að koma til. Það eru margir tiltölulega víðförlir menn, sem ekki hafa komið til Bretlands, nema þá í mesta lagi að þeir hafi haft þar viðkomu á flugvelli eða í einhverri hafnarborg. Ég álít að eng- inn þyrfti að láta sér leiðast í 16 til 20 daga ferð, sem einungis væri far- in til Bretlandseyja. Væri þá hægt að hugsa sér að flogið væri beint til Lundúna og 4—5 dögum eytt til þess að skoða heimsborgina, en síðan yrði farið með bíl norður England og til Skotlands og þaðan flugleiðis til Shannon-flugvallar á írlandi, og væri þá hæfilegt að helmingi tímans væri óráðstafað, því að á írlandi og Suður- eyjum væri áreiðanlega þess vert að eyða 8—10 dögum. í bók sinni „Söngvar frá Suður- eyjum“ segir Hermann Pálsson lektor meðal annars: „Ferðamaður um Suðureyjar verður var við margt, sem annars staðar er löngu orðið fágætt. Húsaskipun var áður fyrr mjög einföld, en nýtízku hús riðja sér nú rúms. Þó er enn töluvert til að tvídyra kumböldum úr grjóti, sem tíðkuðust mjög fyrr .... . . . . Húsin voru venjulega hlaðin úr hellustcinum, en séð hef ég torfveggj- um bregða fyrir. Áður fyrr tíðkuðust hlóðir, og enn eru eldstæði næsta frumleg í sumum húsum. Sverði er brennt, enda er nóg um mó í mýrum. Mataræði er fremur einfalt eins og tíðkast meðal sveitafólks. Geta má þess, að þeir eta enn harðfisk og svið eins og íslendingar. Enn er til, að haft sé í seli, en þó er sá siður að leggjast niður . . .“ Það skyldi ekki vera, að við gætum fundið á írlandi og Suðurleyjum sitt- hvað af siðum og lífsvenjum, sem nú eru fjaraðir út á íslandi, og mörgum kynni að þykja jafn holt og skemmti- legt að kynnast, eins og sumu í heims- menningu nútíma þjóðfélaga. Ingólfur Kristjánsson, Sögu. Einar Pálsson fapapstjóPi hjá Lönd og leiðip JT' ROM - lornar minj- ar og mikil sól Þetta mundi ég telja skemmtilega óskaferð fyrir 18.000 krónur: Farið verður frá Reykjavík beint til Rómar og dvalizt þar í mánuð. Óska- ferð á að sameina tvo kosti: hún þarf að vera hvíldarferð, en um leið til gagns og ánægju. í Róm fæst tvennt sem ekki liggur á lausu alls staðar: óþrjótandi lindir sagna og fornra minja og mikil sól fyrir sólardýrk- endur. Ég svara spurningu Vikunnar að sjálfsögðu frá sjónarmiði fararstjór- ans ,og skulum við nú athuga þetta nánar. Allir þeir sem fara í ferðir á vegum ferðaskrifstofu vita, að hinar svokölluðu „frjálsu“ ferðir heppnast jafnan bezt. Þetta Þýðir, að ákveðin er viss dagskrá — sem ekki tekur meginhluta tímans — og fólkið er alveg frjálst að öðru lcyti. í Rómar- fcrðinni, scm hér er getið, mundi ég gefa öllum þátttakendum algcrt frjáls- ræði. Það táknar ekki, að þátttakend- ur mundu sjá minna en þeir sem þeytast um sex þjóðlönd á tveimur vikum. Það táknar, að þcir mundu sjá miklu meira. Ef cinungis er dvalizt í noklcra daga á hverjum stað verður fólkið yfirleitt mjög þreytt snemma ferðar. „Pró- gramið vcrður of stíft" eins og þetta er allajafna orðað. Ef dvalizt er á góðu hótcli í heilan mánuð í borg cins og Róm, er unnt að fullnægja óskum allra ferðamannanna. Auðvclt er að skipulcggja smáfcrðir um borg- ina og út úr borginnt fyrir hvcrn þann sem vill, cn hinir, sem vilja heldur hvíla sig, fara í sólbað eða hitta kunn- ingja, eru fulikomlega frjálsir ferða sinna. Berlínar og Kaupmannahafnar í 18 daga fyrir 17,940 — 13 daga ferð á Edinborgar- hátíðina, mcð tveggja daga viSdvöl í Lon- don fyrir 13,434 — átta dagar í London fyrir 8,385, og svona mætti lengi telja. AS visu eru nokkrar ferðir tiltölulega dýrari, eins og á heimssýninguna í New York, 16 dagar fyrir kr. 18,459, og ævintýraleg ferS til Kenya í Afríku, sem tekur 21 dag og kost- ar 36 þúsund krónur. ÚrvaliS er næstum óþrjótandi, sem sjá má af því að íslenzku ferðaskrifstofurnar bjóða í sumar upp á rúmlega 120 mismunandi hópferðir, allt frá sex daga dvöl i Glasgow, hálfsmánaðar dvöl á Spáni með eigin húsi og híl á leigu allan timann, ferð á heimssýn- inguna og til Miami, — til allskonar ein- staklingsferða eftir eigin vali, meS svipuð- um hópferðakjörum. Ilér yrSi allt of langt mál að telja upp allar þessar fcrðir, enda liængurinn á að fá ferðaáætlun hjá einhverri ferðaskrifstofu og allar upplýsingar. ÞaS er rétt að itreka það, að jafnvel þótt um ferð einstaklings sé að ræða, sem ekki vill eða getur farið í hópferð, þá er sjálfsagt fyrir hann að hafa samband við ferðaskrifstofu, sem venjulega getur veitt honum mun betri kjör en hann gæti annars fengið. Hér þarf enginn að kvarta lengur yfir því að fá ekki svipaða jijónustu og bezt ger- ist erlendis, og má enn benda á þá nýbreytni Lofleiða, að veita greiðslufrest á flugfar- gjöldum í allt að heilt ár. Nánari upplýsing- ar um það eru veittar á öllum ferðaskrif- stofum. Og eitt heilræði í viðbót. Ef þú ætlar í ferðalag, þá skaltu fara til allra ferðaskrifstofanna hér á landi, og leita ! 2g — VIKAN 22. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.