Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 7

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 7
markaði, en eins og kurteisi get- ur leynzt þar sem lítið ber á, væri ekki fráleitt, að Kurteisi kynni að leynazt hjá fornbóka- sölum — og hjá þeim leynist iðulega eitt og annað gott. MISMUNANDl HUGTÖK. Kæri Póstur! Við erum hér tveir bíleigend- ur, að glíma við spurningu sem við höfum ekki getað fengið svar við enn. Þess vegna snúum við okkur til þín, því þú virðist vita svar við svo mörgu, og svo eruð þið þama hjá Vikunni svo fróðir um allt sem viðkemur bílum. Við lásum í eðlisfræðinni að 1 hestafl væri það afl sem afkastar 75 kílógrammmetrum á sekúndu. Nú er okkur sagt að þegar um vélar er að ræða, þá sé ekki sama hverrar þjóðar vélin sé. Það sé ekki það sama, enskt hest- afl og þýzkt hestafl. Svo sé held- ur ekki sama hvort sé um að ræða bremsuhestafl eða dráttar- hestafl. Hvernig er með hest- aflið sem talað er um í eðlis- fræðinni? Er eitthvað farið eftir því þegar hestöfl eru mæld í vélum, eða hefur hver verksm. sína formúlu um ákvörðun hest- afla? Hver er munurinn á ensku og þýzku hestafli? Ef þá getur ekki gefið okkur svar við þessu, hvar er hægt að fá þessu svar- að? Með fyrirfram þökk. Tveir fáfróðir. Samkvæmt því sem þið hafiff lært í barnaskóla og ættuð að muna, þá er hestafl: Hestafl = ÞLYS 33,000 þar sem Þ er sama og raunveru- legur þrýstingur í pundum á hvern ferþumlung, L er slag- lengdin í fetum, Y er yfirborð bullunnar í ferþumlungum, og S er f jöldi buliuslaganna á mínútu. Sama heimild segir að bremsu- hestöfl séu mæld með dynmo- meter á drifskaft vélarinnar og þannig megi með formúlu reikna út bremsuhestafl vélarinnar: 21ÍRÞs Bremsuhestafl =--------- 33,000 þar sem R er radíus dymamo- meterarmsins, Þ er viðbragð mælieiningarigtnar, hinnar raun- verulegu orku, í pupdum, og s er snúningshraði sveifarássins á mínútu. Þetta má svo stytta, seg- ir ennfremur, með því að deila 211 í nefnarann og setja orku í staðinn fyrir RÞ, og þá lítur dæmið þannig út: os Bremsuhestafl = ------- 5,252 f sömu bók stendur ennfremur, að konunglegi bílaklúbburinn brezki hafi miðað við að reikna bremsuhestöflin sín út frá: B2C Hestafl = ------ 2,5 þar sem B er borvídd og C er strokkafjöldi. Aftur á móti sagði Jón Björns- son verkfræðingur okkur að mis- munurinn á hestöflum hinna ýmsu þjóða lægi aðallega í að- ferðinni við að mæla orku vél- arinnar. Bandaríkjamenn nota SAE (Society of Automotive Engineers), en þá er mótorinn mældur alveg „strip“, þ.e.a.s. að á honum eru þá engir aukahlut- ir, svo sem rafall og pústgrein. Þjóðverjar nota DIN (Deutsche Industri Norme) og mæla rafal og pústgrein, en Bretar mæla aflið í snúningi hjólanna. Bremsuhestafl (BHP) og drátt- arhestafl er mikið til það sama. mismunurinn er aðeins fólgin í mismunandi aðferðum við að telja hestöflin. Þannig er hestafl nákvæmlega jafnmikil orka hvar sem er í heiminum, mæliaðferð- in ein er mismunandi. Þó er ekki teljandi munur á SAE og DIN, en milli DIN og brezka útreikn- ingsins er eitthvað 10% munur. HVINUR í STRÁUM. Kæra Vika! Það er langt síðan ég hef lesið jafn ánægjulega sögu og þessa nýju framhaldssögu eftir hana Sigríði frá Vík, Hvin í stráum, en mér finnst nú nafnið á henni eitthvað skrýtið og heldur rislít- ið. Ég vil að þið tryggið ykkur allt, sem Sieríður skrifar og birt- ið það í Vikunni og þá skal ég að minnsta kosti kaupa blaðið. Svo langar mig til að sjá meira um hana Sigríði sjálfa. því við- tahð við hana var frekar stutt. Gætuð þið ekki heimsótt hana að Vík og birt einhverskonar mvndafrósögn og fengið hana til að segia meira frá lífi sínu. Ðg svo hefðuð þið getað tekið betri mjmd af henni. Húsmóðir frá Akranesi. HAFNARSTRÆTI 5. SÍMAR: 2 17 20 64. Ferffaskrifstofa Zoega h.f. býður yður enn sem fyrr fullkomnustu ferða- þjónustu, sem völ er ó. A einum stað fóið þér allt, sem þér þurf- ið til ónægjulegrar skemmtiferðar, sumarleyfisferðar, viðskipta- eða verzlunarferðar: FARSEÐLA með flugvélum, skipum, jórn- brautum, bílum, pantaða HÓTELGISTINGU, fullkomnar UPPLÝS- INGAR um lönd og lýði og KAUPSTEFNUR víðsvegar um heim. Við sækjum FERÐAGJALDEYRINN fyrir yður ef þér óskið, og SENDUM yður öll ferðagögn heim, ef það kemur sér betur fyrir yður. Alla þessa þjónustu og meira til fóið þér hjó ferðaskrif- stofu Zoega ÁN NOKKURS AUKAGJALDS, og í kaupbæti óratuga starfsreynslu og þekkingu okkar og umboða okkar um allan heim. KJARAFERÐIR ZOÉGA 1965. Þar bjóðum við yður úrval af einstaklings- ferðum, hinum svokölluðu IT ferðum. Sýnishorn úr þeim bæklingi birtast hér að neðan. Auk þess gefa meðlimir í Félagi íslenzkra ferðaskrifstofa út sameiginlegan bækling með IT ferðum. Þaer ferðir bjóðum við yður einnig, og eru bóðir þessir bæklingar fyrirliggjandi á skrifstofu okkar. SÝNISHORN AF HINUM FJÖLBREYTTU UTANLANDSFERÐUM ZOÉGA LONDON ................... SUÐURSTRÖND ENGLANDS ..... KAUPMANNAHÖFN OG LONDON LONDON OG (RLAND ......... HÖFUÐBORGIR NORÐURLANDA . LONDON, BELGÍA, FRAKKLAND, SVISS, ÞÝZKALAND ......... ÍTALSKA RÍVÍERAN ......... ADRÍAHAFSRÍVÍERAN ........ JÚGÓSLAVÍA ............... SIGLING UM MIÐJARÐARHAF, DVÖL Á MALLORCA .......... MADEIRA .................. 8 daga ferð kr. 8.220 12 daga ferð kr. 9.750 12 daga ferð kr. 11.030 14 daga ferð kr. 9.650 14 daga ferð kr. 13.930 16 daga ferð kr. 12.180 17 daga ferð kr. 12.290 18 daga ferð kr. 14.075 18 daga ferð kr. 17.950 21 dcgs ferð kr. 19.490 18 daga ferð kr. 19.925 Auk þessara standa vður til boða tug'r annarra ferða Komið, skrifið, F^'ggið. og við munum senda yður ferðaáætlanir okkar vfrír sumarið. VIKAN 15. tW. Y

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.