Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 12

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 12
ræða, að annaðhvort er Einar stórkostlegur hugvitsmaður — eða stórkostlegur bjartsýn- ismaður. Kannske hvorttveggja. En víst er að hann á eftir að vinna mörg ljón á veginum og vinna lengi á teiknistofunni áður en vál- arnar hans fara að fljúga. Einar fékk snemma þá hugmynd að smíða flugvél, sem gæti tekið sig lóðrétt á loft, lent á sama hátt og flogið hratt og örugglega þess á milli. Það vita allir, að flugtak og lending hraðfleygra flugvéla er mesta vanda- málið í sambandi við þær. Stórar og hrað- fleygar vélar þurfa stóra og örugga flugvelli, sem kosta ógrynni fjár og eru auðvitað allt Líkan af nýjasta flusbíl Einars. Spaðinn er knú- inn af litlum rafhreyfli, og myndin sýnir að líkanið er á lofti. Myndin er tekin þegar Einar Einarsson gerði til- raunina með að láta „Flugbílinn“ taka sig á ioft — bcint upp. I»að sést vel á myndinni að bíllinn er allur á lofti. O' » FLUGVEL TIL LOÐRETTS FLUGS OG LENDINGAR BANDARÍKJAMENN NEFNA ALLAR SLlKAR VELAR SKAMMSTÖFUNINNI V.T.O.L. (VERTICAL TAKE-OFF AND LANDING). fSLENZKA SKAMMSTOFUNIN ER ENNÞA SKEMMTILEGRI: F.L.F.L. Teikning Einars, sem fylgir einkaleyfisumsókn £ hans í Bandaríkjunum. Einar Einarsson, vélstjóri, heldur því fram að hann hafi fundið upp slíka vél, sem sé að öllu leyti betri og öruggari en þær, sem enn eru til. Hann á þegar tvö einkaleyfi í Bandaríkjunum og er að sækja um það þriðja. Á meðan hann bíður eftir því að verða ríkur, vinnur hann fyrir daglegu brauði — og kostnaðinum við einkaleyfin — hjá Hitaveitu Reykjavíkur. Þar er hann á teiknistofunni og teiknar þar vafalaust hitalagnir og reiknar út rúmmál og hitaþörf, og svo þegar hann kemur heim að loknu dagsverki, sezt hann við teikning- arnar heima og teiknar loftfartæki framtíð- arinnar, eins og hann sér þau í huganum. Hvort það verður einhverntíma að veru- leika — því á reynslan eftir að skera úr. Ég er enginn maður til að dæma um það hvort flugvélarnar hans gætu flogið eða ekki, en hitt veit ég að hugmyndin er góð, áhuginn mikill og teikningarnar fallegar. Og kannske það sé rétt, sem þeir sögðu við hann hjá Sikorsky flugvélaverksmiðjun- um í Bandaríkjunum: „Þú ert svo langt á undan tímanum, að við fylgjumst ekki með.“ Að mínu áliti er varla nema um tvennt að of fáir. Fuglar loftsins þurfa enga flugvelli. Þeir geta setzt niður með óskeikulu öryggi hvar sem er, milli þúfna, á trjágreinar eða á siglutoppa skipanna. Ef einhver fyndi upp flugvél, sem gæti hagað sér svipað, þá mundi hann ekki framar þurfa að kvíða framtíð- inni. Þá gætu 150 manna farþegaþotur lagt af stað frá Lækjartorgi og lent á síldarplani á Siglufirði eftir nokkrar mínútur. Þá gætir þú átt 5 manna skrúfuþotu á bak við hús Framhald á bls. 30. 12 VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.