Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 48

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 48
Sarvjíesk APPELSÍN SÍTRÓN LIME Svalandi - ómissandi á hverju heimili — Elsku, elsku, elsku ... — Uss, segðu mér brandara eða eitthvað, láttu mig ekki missa stjóm á mér. Við verðum svo langt hvort frá öðru, við get- um ekki einu sinni horft ó sömu stjörnurnar og hugsað hvort um annað, eins og aðskildir elskend- ur gera í bókum. Ég vildi, að ég hefði aldrei hitt þig. Hvað heldur þú, að það taki mig langan tíma að gleyma þér? í sömu andrá var hún umlukt örmum hans, og hann varð að kyssa hana, jafnvel þótt allir kúl- íar Hollenzku Indía horfðu á þau. Hann þakti andlit hennar og háls með ljúfsárum kossum skilnað- arins. Augu hennar voru sölt af tárum, og sjávarbragð af vörum hennar. Lítil ljós skoppuðu yfir öldunum, og ströndin nálgaðist óðfluga. Hávært og illskulegt baul eimblístrunnar, þegar höfn var heilsað, rauf faðmlög þeirra, og þau stóðu móð hvort frammi fyrir öðru. — Vig erum að leggja að, hvíslaði Jeff. — Ekki alveg strax, hvíslaði hann á móti. — Licht van myn oogen, sagði hún á hollensku. — Min förste kærlighed og min sidste, hvíslaði hann á dönsku. Mr. Halden fann til nokkurrar þreytu eftir að hafa gengið hratt fjörutíu sinnum fram og aftur um þilfarið, en klefafélagi hans, Vandengraf huglesari, fylgdist vel með því að hann gerði það á hverjum degi og kvað hann mundu hafa gott af því. Halden skreiddist upp í koju sína og hlustaði á hægan og óreglulegan hjartslátt sinn. Þar sem hann var mjög kurteis maður, hafði hann tekið efri koju og látið Vanden- graf hina neðri eftir. Þegar hann opnaði augun, sá hann ekkert lífsmark annað en röð af maur- um, sem þokuðust áfram neðan á hvítmáluðu klefaloftinu, svo nærri, að hann hefði getað stöðv- að þá, með því að rétta fram höndina. Fyrir neðan hann var Vandengraf að sýsla í sínum hlutum, og blístraði prelude í e-Dúr eftir Bach, í eigin útsetn- ingu. Vandengraf hafði mjög gaman af músik, og þar sem hann hafði aldrei haft tækifæri til þess að læra á hljóðfæri, var hann kominn upp á lag með að blístra af mikilli innlifun og innri ánægju öll fremstu stórverk tón- listarsögunnar. Blístrandi sigldi hann um heimshöfin, blístrandi át hann og drakk, blístrandi fór hann í bað og klæddist, hann blístraði þegar hann var dapur og þegar hann var í góðu skapi. Hann blístraði, þegar hann tefldi, og það fór í taugarnar á and- stæðingnum, og Halden, sem átti oft erfitt með svefn, staðhæfði, Norska Dala-garnið Heilo-Fasan 9 •* x * w * jyg <• y. 4 x *: pn »<• A* »*>«■**<*** *K.*K*V**«1«i» ♦ Sí*»***?^ *«*■*♦*♦*** i»*l***l2 Fjölbreytt val mynstra. Dala-garnið er norsk úrvalsvara. Dala-garnið fæst um allt land. * Dala* umboölð að hann hefði heyrt Vandengraf blístra menúett eftir Mozart upp úr svefninum. Vandengraf var luralegur, miðaldra maður, sköll- óttur með stórt nef, og Halden geðjaðist að mörgu leyti mæta vel að honum sem klefafélaga. -—- Hérna kemur það, sagði Vandengraf á hollensku, og kast- aði úrklippubók upp í efri kojuna til Haldens. — Hér geturðu les- ið með þínum eigin augum alla söguna um Szecheny gimstein- ana. Þú trúir mér ekki. Til allr- ar hamingju höfðu lögregluyfir- völdin í Budapest meiri trú á mér. Allt, sem þeir gátu látið mig hafa, var tómt umslag með tilgangslausri utanáskrift, og ég leysti fyrir þá gátuna. Á næstu síðu er mynd af mér með sult- aninum af Surakarta. Hann sendi eftir mér, af því að það voru undarlegir hlutir að gerast heima hjá honum; nokkur barna hans hurfu sporlaust, — goona-goona, kalla þeir það. Var ég búinn að segja þér, að ég er sérfræðingur í að eyða áhrifum goona-goona? — Vandengraf, ef þú værir í rauninni huglesari, vissirðu að þú ferð hræðilega í taugarnar á mér, þú og þín úrklippubók, sagði Halden án þess að líta í bókina. — Ég trúi hvorki á goona- goona né á þetta huglestrarsvindl þitt. Þessar smásögur þínar eru ágætt samræðuefni við máltíðir með ungfrú Vagner og þeirri frönsku, en mér þykir fyrir því að þú skulir alltaf vera að gæða mér á þeim. — Ég hef sagt smásögumar mínar í öllum stærstu samkomu- húsum heims, og hvert sæti hef- ur verið skipað, svaraði Vanden- graf ótruflaður. — Ég hef hjálp- að fleira fólki en ég get talið, og ég gæti hjálpað þér líka, ef þú vildir leyfa mér það. — Beztu þakkir, Vandengraf. Mér er ekki kunnugt um, að ég sé hjálpar þurfi. Framhald í næsta blaði. í fullri alvöru Framhald af bls. 2. og þá um leið stjórnmálaflokk- arnir, sem reka blöðin bæði leynt og ljóst — fengju miklu betra starfslið, ef þeir efndu til svo sem tveggja mánaða námskeiða fyrir verðandi blaðamenn svo sem einu sinni á ári þar sem van- ir menn úr stéttinni væru fengn- ir til að segja nýliðunum til og hjálpa þeim á ýmsan hátt, en síð- an yrði þeim skipt niður á blöð- in fáeina daga og látnir reyna nýfengna þekkingu sína undir eftirliti kennaranna. Það sparaði gróna starfsliðinu líka mikið af því erfiði, sem það er að þjálfa nýgræðinga í beinu starfi. S. H.. VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.