Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 16

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 16
I. hluti. Hending. I. kafli Spegilmyndir í tvöföldum Bourbon. James Bond hafði innbyrt tvo tvöfalda Bourbon og sat ( brott- fararsal Miami flugvallarins og hugsaði um l(f og dauða. Það var hluti af starfi hans að drepa fólk. Honum hafði aldrei geðjazt að því og þegar hann hafði orðið að drepa, gerði hann það eins vel og hann gat og reyndi svo að gleyma því. Leyniþjónustu- starfsmaður, sem hafði fengið hið sjaldgæfa ■ fornúmer 00 — réttinn til að drepa fyrir leyniþjónustuna — honum bar skylda til að vera jafn kaldur fyrir dauðanum og skurðlæknir. Ef hann bar að hönd- um, þó náði það ekki lengra. Eftir- sjá var ekki samkvæmt starfinu — verra, hún var dauðaneistinn í sál- inni. Og þó var eitthvað undarlega áhrifamikið við dauða Mexíkanans. Það var svo sem ekki að hann hefði ekki verðskuldað að deyja. Hann var vondur maður, maður, sem þeir ( Mexíco kalla capungo. Ca- pungo er glæpamaður, sem drepur fyrir svo lítið sem fjörutíu pesos, sem er um það bil tuttugu og fimm shillingar — þótt að líkindum hefði honum verið borgað meira fyrir að reyna að drepa Bond — og eftir út- liti hans að dæma hafði hann ver- ið skotspónn vesældar og þjáning- ar allt sitt líf. Já, það var sannar- lega kominn tlmi fyrir hann til að deyja, en þegar Bond hafði drepið hann, fyrir minna en tuttugu og fjórum klukkustundum, hafði Kfið horfið úr líkamanum svo fljótt og svo gersamlega, að Bond hafði næstum séð það koma út um munn- inn á honum í fuglslíki eins og gamla þjóðtrúin á Haiti segir. Og sá gífurlegi munur, sem er á líkama fullum af persónu, og líkama sem er tómur. f einni and- rá er þarna einhver, í næstu andrá er enginn. Þetta hafði verið Mexí- kani með nafni og heimilisfangi, vinnuskírteini og líklega ökuskír- teini. Svo hafði eitthvað horfið úr honum, út úr þessu umslagi holds og ódýrra fata, og hafði skilið hann eftir eins og tóman pappírspoka, sem bíður eftir því að vera hirtur og kastað í ruslið. Og mismunur- inn, þetta sem hafði skroppið úr sóðalegum Mexíkananum, það var meira en öll Mexíkó. Bond leit á vopnið sem hafði gert þetta. Jaðarinn á hægri hönd hans var rauður og þrútinn. Brátt mundi þar aðeins verða blátt mar. Bond glennti út fingurna og sló á handarjaðarinn með vinstri hend- inni. Hann hafði gert þetta við og við á þessarri stuttu flugferð, sem flutti hann burt. Það var sárt, en ef hann örvaði blóðrásina, myndi höndin gróa fyrr. Það var ómögu- legt að segja, hve fljótt þyrfti á þessu sama vopni að halda. Kald- hæðnin vatt upp á munnvik Bonds. National Airlines, Airlines of the Stars, tilkynnir brottför flugs nr. 106 til La Guardia flugvallarins í New York. Farþegar eru vinsam- lega beðnir að snúa sér að dyrum númer sjö. Allir um borð. Boind leit á úrið sitt Það voru að minnsta kosti tíu mínútur þang- að til brottför Transamerica yrði til- kynnt. Hann gaf þjónustustúlkunni merki og bað um annan tvöfaldan Bourbon með (s. Þegar vítt, þykkt glasið kom, hringlaði hann með ís- molana til þess að kæla drykkinn °g þynna hann og gleypti svo helminginn. Hann drap í sígarett- unni sinni, studdi vir.stri hönd und- ir kinn og starði tómlátlega yfir víðáttumiklar flugbrautirnar, þang- að sem seinni helmingur sólarinnar var að sökkva með geislaflóði í flóann. Dauði Mexíkanans hafði verið lokapunkturinn í vondu starfi, einu af þeim verstu — óþrifalegu, hættu- legu, án nokkurra hlunninda ann- arra en þeirra að draga hann burt frá aðalstöðvunum. Stór maður í Mexíkó átti svolít- inn blómagarð. Blómin voru ekki til skreytingar. Þau voru brotin og unnið úr þeim ópíum, sem var selt fljótt og til þess að gera ódýrt, og sölumennirnir voru þjónar á lítilli kaffistofu í Mexíko City, sem hét „Madre de Cacao" og „Madre de Cacao" var staður, sem var látinn alveg í friði. Ef þú þurftir á ópíum að halda, fórstu þangað inn og baðst um það sem þú vildir fá með drykknum þínum. Svo borgaðir þú drykkinn þinn við kassann og mað- urinn þar sagði þér hve mörgum núllum þú ættir að bæta við reikn- inginn. Þetta voru siðsöm viðskipti sem komu engum við, fyrir utan Mexíkó. Svo gerðist það langt í burtu, í Englandi, að stjórnin ákvað, vegna áróðurs Sameinuðu þjóðanna gegn eitursmygli, að heróín skyldi bannað í Bretlandi. Það var mikið piskrað í Soho og einnig meðal virðulegra lækna, sem vildu spara sjúklingum sínum þjáningu. Höft eru undirrót glæpa. Áður en langt um leið voru komnar greiðar smygl- leiðir frá Kína, Tyrklandi og Ítalíu °g ólöglegur varningurinn safnað- ist saman í Englandi. Þægilegur innflutnings- og útflutningskaup- maður ( Mexíkó City, maður að nafni Blackwell, átti systur f Eng- landi, sem var heróínisti. Hann elskaði hana og vorkenndi henni og þegar hún skrifaði honum og sagðist myndi deyja, ef einhver hjálpaði henni ekki, datt honum ekki f hug að efast um að hún skrifaði sannleikann, og tók að rannsaka leynisölu eiturlyfja f Mexíkó. í fyllingu tímans komst hann, í gegnum vini og vini vina vina, til „Madre de Cacao" og það- an áfram til mexíkanska garðyrkju- mannsins. Meðan á þessu stóð kynntist hann fjármálum þessarar verzlunar og sagði við sjálfan sig, að ef hann gæti orðið auðugur og á sama tfma hjálpað þeim með- bræðrum sínum sem þjáðust, hefði hann fundið leyndarmál lífsins. Blackwell seldi áburð. Hann hafði vöruhús og litla verksmiðju og þriggja manna starfslið til að taka jarðvegsrannsóknir og gera sprettu- tilraunir. Það var auðvelt að sann- færa Mexíkanann stóra um það, að bak við þessa virðulegu fram- hlið gæti starfslið Ðlackwells auð- veldlega helgað sig því að vinna heróín úr ópíum. Mexíkaninn var fljótur að finna veginn til Englands. Fyrir andvirði þúsund dollara á hverja ferð tók einn starfsmanna utanríkisráðuneytisins að sér að flytja eina tösku aukalega á mán- uði til Englands. Verðið var hóf- legt. Innihald töskunnar, eftir að Mexíkaninn hafði komið henni fyr- ir á farangursgeymslunni á Viktoría stöðinni og sent geymslunúmerið í pósti manni að nafni Scwab, c/o Boox-an-Pix, Ltd, WC I, var tuttugu þúsund punda virði. Því mðiur var Scwab slæmur maður, og lét sig engu varða um meðbræður sína sem þjáðust. Hann hugsaði sem svo, að ef vandræða- unglingar Ameríku gætu látið ofan í sig milljón dollara virði af heróíni á hverju ári gætu teddyboyarnir og görlfrendarnir gert annað eins. Og í tveimur herbergjum í Pimlico var gengið frá heróíinu og það síðan sent áleiðis til danssalanna og skemmtistaðanna. Scwab var þegar velauðugur maður þegar Draugadeild CID (Criminal Investigatin Department Ghost Squad) komst á spor hans. Schotland Yard ákvað að láta hann auðgast pínulítið lengur, meðan þeir rannsökuðu hvaðan birgðir hans kæmu. Scwab var fylgt vand- lega eftir og f fyllingu tímans lá leiðin til Viktoríustöðvarinnar og þaðan til mexíkanska sendimanns- ins. Þegar hér var komið málum, var kominn tími til að tala við leyniþjónustuna, úr því að annað land var við málið riðið, og Bond var skipað að fara og komast að því hvaðan sendimaðurinn fengi birgðir sínar og eyðileggja upp- sprettulindina. Bond gerði eins og honum var sagt. Hann flaug til Mexíkó City og ekki leið á löngu áður en hann fann „Madre de Cacao", Svo lézt hann vera kaupandi frá London og komst alla leið til stóra Mexf- kaanans. Stóri Mexfkaninn tók vin- gjarnlega á móti honum og kynnti hann fyrir Blackwell. Bond hafði orðið fyrir töluverðum áhrifum af Blackwell. Hann vissi ekkert um systur hans, en maðurinn var greini- lega aðeins áhugamaður og reiði hans út í heróínbannið í Englandi var ósvikin. Bond braust inn f vöru- húsið hans nótt eina og skildi þar eftir tímasprengju. Svo fór hann og settist í kaffihúsi í mflu fjar- lægð og horfði á logana leika yfir húsþökin og hlustaði á silfurhljóm- inn í bjöllum slökkviliðsins. Næsta morgun hrinqdi hann til Blackwells. Hann strekkti vasaklútinn sinn yfir taltækið og talaði í gegnum hann. — Mér þykir það leitt, að þú skildir missa skemmuna þfna í nótt Framhald k bls. 31. Goldfinger sagöi: - Þeir eiga sér máltæki í Chicago: Einu sinni er hending, tvisvar er tilviljun, í þriðja skipti er það af óvina- völdum. v------------------------J Þessi bók er algjörlega hug- verk. Svo vitað sé er engin líking milli neins sem hún segir frá, at- vika eða persóna, og atvika, sem raunverulega hafa gerzt eða persóna sem raunverulega eru á lífi. Sé slík líking til, er það gjörsamlega af tilviljun. Ian Fleming V______________________J VIKAN 15. tbl,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.