Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 23

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 23
 ; /s'/ — " wm.'s. m".. wm- "■*$ '5 *' ' ' . J: smmm- 1 ■ '{■X,' 5. '• - ; • * M* '•••'••>»••••• '-t ' " mmÉmrnmm ;|;fe'«:SSælll MJÓLKURSAMSALAN Skrifstofa forstjóra Mjólkursamsölunnar er á þriðju hæð í austurenda skrifstofuliússins við Laugaveg 162. Gluggar eru á þrjá vegu og snúa til norðurs austurs og suðurs, svo Stefán gctur með því að snúa höfðinu valið um að horfa yfir Laugaveginn, Höfðahverfið og allt til Esju, eða fylgizt með öllu því sem gerist í porti Mjólkurstöðvarinnar fyrir utan. „Hér er ég eins og skipstjóri á stjórnpalli, og get fylgzt með öllu, sem gerist — með því aðeins að horfa út um glugga“, sagði Stefán. Skrifstofuherbcrgið er allt klætt innan ineð álmi, en loft með hljóðeinangrunarplötum. Hús- gögnin eru íslenzk úr tekki. Gólfið er klætt gráu teppi. Herbergið er stórt, en gefur ekki rétta hugmynd um stærð- ina, því að útveggir eru aðeins hallandi inn á við, sem gef- ur manni þá hugmynd að maður sé staddur undir súð. Það gefur herberginu hlýlegri svip, og e.t.v. dálitla innilokunar- kennd þelm, sem þannig cru veikir fyrir. Stórt og fallegt skrifborð er i miðju herberginu og þægilegir stólar. í öðr- um enda þess er fundarborð með stólum. Á gólfi í norður- enda er stór blómsturpottur með stórri og fallegri pela- góníu. (Ég kalla öll blóm, sem ég þekki ekki, pelagóníu. Þau sem ég þekki heita njóli, hundasúra, gras, kálhaus n« tré). Þórir Baldvinsson arkitekt teiknaði húsið, en Skarp- héðinn Jóhannsson sá um innréttingu. ■ '• Axel Kristfánsson RAFHA Verksmiðjubyggingar Rafha í Hafnarfirði standa á falleg- um stað við lækinn. Skrifstofa forstjórans er £ nýlegri við- byggingu, sem veit út að læknum og þaðan er fallegt og ótruflað útsýni yfir tjörnina og hraunið fyrir norðan Hafn- arfjörð, þar scm nýtt hverfi er sem óðast að rísa. Skarphéðinn Jóliannsson, arkitekt, teiknaði þessa við- bótarbyggingu, þar sem skrifstofa Axels Kristjánssonar er. Það er fremur stór og einmuna björt skrifstofa, því málm- gluggar eru á þrem hliðum hennar og ná frá lofti í gólf að heita má. Skrifborö Axels og fundarborð, sem ekki sést á myndinni, er íslenzk smíð, en sófasettið dönsk leðurvinna. Tepplð á gólfinu er frá Axminster. Skrifstofan er hltuð upp með rafmagns-gólflistaofnum, sem auðvitað eru frá Rafha. VIKAN 15. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.