Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 46

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 46
ýtí útSit ý tækni Málmgluggar fyrir verzlanir og skrif- stofubyggingar í ýmsum litum og formum. Málmgluggar fyrir verksmiðjubygging- ar, gróðurhús, bíl- skúra o. fl. LÆKJARGÖTV. HAFNARFIRÐl. — SÍMI 50022 Almannarómur, hiS gamla og góða stílbragð fornsagna, klæðist holdi Einars í Nesi, sem ber gróu- sögur og sendibréf ó milli af stakri kostgæfni, hvenær sem höfundi liggur á. I seinna hluta sögunnar kemur svo vitaskuld prestsefnið (sonur Guðmars), og er hann enginn eft- irbátur föður síns um kvenhylli. Um hann bítast líka fvær föngulegar heimasætur, og hefur stjúpdóttir Guðmars vinninginn, eftir að kona hans hefur loks látið uppskátt um rétt faðerni hennar. Verða úrslit seinna „ástar-þríhyrningsins" þann- ig sýnu gæfulegri en þess fyrra. Ekki má gleyma kaffinu sem kemur mikið við atburðarás sög- unnar, og má segja að kaffiþamb sé helzta viðlag allra meiriháttar viðburða. Reiðtúrar eru líka tíðir, einkum milli bæ|a, en stundum í kaupstaðinn, og reiðskjótar allir úr- valshross. Þá er enn að geta þess, að höf- undurinn hefur dyggilega fylgt við- tekinni stafsetningu og fallbeygingu kerlingabóka, þannig að t.d. er sleppt hégóma á borð við þolfall og þágufall í orðum einsog „lækn- ir" eða „systir". Að lokum er þess að geta, að sagan spannar hátt í tvær kynslóð- ir, og má af því sjá að ekki er ver- ið að dvelja við óþörf smáatriði eða eyða orðum að öðru en því sem fleygir frásögninni áfram með fallhraða fossa. Hér hefur einungis fátt eitt verið tínt til af þvi sem gefur „Hvini í stráum" bókmenntalegt gildi, en vitanlega er itarleg rannsókn á inn- viðum og stíltækni sögunnar bezt til þess fallin að leiða menn f all- an sannleik um þær mörgu og leyndardómsfullu eigindir sem kerlingabók verður að hafa, eigi hún að verða í senn læsileg, upp- byggileg og seljanleg. Sigurður A. Magnússon. Hitabeltisnótt Framhald af bls. 5. graf, hinum fræga huglesara. í hvert sinn, sem hann átti leið fram hjá Jeff og Andersson, leit hann undan og læddist fram hjá, afsakandi, reyndi að sjá þau ekki og trufla þau ekki. Fyrir nokkrum sekúndum voru þau. svo ein og út af fyrir sig. Nú rann kaldur svitinn niður bakið á Anders, þegar honum varð það ljóst, að allt þetta fólk hafði fylgzt með þeim. — Við verðum í höfn klukkan rúmiega sjö, sagði Brokkhuis skipstjóri við Jeff. — Þú getur séð ströndina mjög vel, ef þú vilt líta í kíkinn minn. Já, þarna var hún, þar sem sjórinn var dekkri og hitabeltis- nóttin féll frá himninum eins og tjald, sem fellur að loknum leik. Anders gat ekki varizt því, að hjarta hans tók að slá örara, því þetta var eyjan hans og hans handverk, sem hann hafði verið fjarri í hálft ár. Ströndin var enn ekki nema blettur í hafinu, en hann þekkti glöggt fjallsræt- urnar í slakkanum fyrir ofan Sebang. — Komum upp á bátaþilfarið, sagði hann við Jeff. — Ég ætla að ná í kíkinn minn og sýna þér þetta allt saman. Þar uppi voru þau ein, ef frá voru dregnir tveir sjómenn, sem voru' önnum kafnir með að und- irbúa landtöku, og neðra þilfar- ið, en frá kúlíunum séð voru þau eins og á sviði, sem sérstaklega var útbúið fyrir þá. — Sérðu dökku röndina milli strandarinnar og fjallsrótanna? spurði hann, meðan Jeff stillti kíkinn. — Það er Lambok, plant- ekran mín. Sérðu, hvernig hún ryðst inn í skóginn? Þar sem trjátopparnir eru eins og ullar- flækja, þar er frumskógur. Þeg- ar ég kom fyrst tiil Sebang, leit næstum öll eyjan þannig út. Nú höfum við á plantekrunni þús- undir og aftur þúsundir af gúmmítrjám, og meira en helm- ingurinn af þeim er eldri en sex ára. Ég vildi, að ég gæti sýnt þér það. Getur þú séð það í kík- inum? — Já, anzaði Jeff. Hún sá ekk- ert, því glerin í kíkinum voru vot af tárum hennar. Það var þó skárra að gráta í kíkinn en ekki neitt. Skipið stefndi í norð- ur, en sveigði smám saman að ströndinni. Þegar Jeff hafði stöðvað tárarennslið og þurrkað kíkinn í kvöldgolunni, sá hún fáein hús ofan við bryggjuna í fjarska. Þau komu stöðugt nær, og urðu stærri og greinilegri með hverri mínútu. — Eftir hálftíma verðum við komin, sagði hún. — Já. Og svo verður skipið í höfn, til að minnsta kosti níu. Það eru tveir tímar í viðbót. — Tveir tímar er langur tími, er það ekki? spurði Jeff eftir stundarþögn. — Tíminn er teygjanlegasta hugtak heims, sagði hann. — Hugsaðu þér bara, ég hef þekkt þig í fullar þrjár vikur, en ég man varia neitt, sem gerðist fyr- ir bann tíma. Jeff brosti: — Ertu glaður yf- ir því að hafa kynnzt mér? spurði hún. -— Olaður? Drottinn minn, nei. Ég verð aldrei samur maður eftir það. — Hvernig varstu? — Ég get ekki sagt það nema á malaiissu: Senansr. Það er mitt á milli ánægður og hamingjusam- ur. En malaiar eiga ekkert orð yfir ást, og bað er kannski þess vegna. sem þeir geta verið sen- ang. Ó. Jeff. bað verður óbæri- legt að siá þig aldrei fraxpar. — Aldrei er larxaur tími. Ég trúi ekki á Aldrei sagði hún, VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.