Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 14
r 1 ------------
Hrcrs vegna gtrit hann njósnorí!
Philby er í RússLandi, en lífstíðar fang-
elsi bíður hans, ef hann snýr heim.
Harold „Kim“ Philby var einasti
sonur Harry Philby, eins mesta Arabíu-
sérfræðings 20. aldarinnar — að und-
anskildum Arabíu-Lawrence.
Harold tók glæsileg próf frá Cam-
bridge og gerðist síðar Spánarfréttarit-
ari Times í borgarastyrj öldinni þar, en
var útnefndur yfirmaður gagnnjósna-
stofnunar Breta í síðustu heimsstyrj-
öld. í lok stríðsins fékk hann m.a. Stór-
veldisorðuna fyrir framlag sitt í styrj-
öldinni. Þegar hann var svo sendur til
Washington 1949, sem fyrsti einkarit-
ari ambassadorsins, var litið á hann
sem framtíðar yfirmann allrar brezku
leyniþ j ónustunnar.
En þá komu fyrir atburðir þar, sem
breyttu viðhorfinu. í apríl 1951 komst
Philby að því að bandaríska öryggis-
þjónustan grunaði báða diplomatana
þá Donald Maclean og Guy Burgess,
og nú aðvaraði hann þá báða, svo þeir
flýðu til Rússlands. Nokkrum vikum
síðar var Philby kallaður heim til Eng-
lands og rekinn. Hann var nefndur op-
inberlega í neðri deild þingsins, sem
þriðji maðurinn í samsæri þeirra fé-
laga.
Rannsóknir gáfu til kynna, að Phil-
by hafi sennilega verið rússneskur
njósnari alveg síðan í stríðsok. En
til að komast fyrir rætur njósnakerf-
isins, sem hann starfaði fyrir, þá var
honum gefið annað tækifæri. Utanrík-
isráðuneytið hjálpaði honum til að ger-
ast fréttaritari tveggja stórblaða,
Observer og Economist, í Austurlönd-
um. Philby settist 1956 að í Beirut, en
var ávalt undir nánu eftirliti M16, sem
er dulnefni brezku gagnnjósnastofn-
unarinnar. Það var fyrst árið 1962, að
Philby gekk í gildruna, er hann reyndi
nótt eina að hafa samband við starfs-
mann rússneska sendiherrans. Tveir
háttsettir embættismenn komu frá
London til að yfirheyra hann, en gátu
ekki tekið hann fastan á erlendri
grund.
Stuttu síðar hvarf Philby frá Beirut.
Eftir skildi hann konu sína og allar
eigur. Fyrst löngu síðar komst það
upp að hann hafði farið um borð í rúss-
neskt skip, er fór til Odessa. Þann 1.
júlí 1963 upplýsti brezka stjórnin að
hann hafi unnið fyrir Rússa „síðan
1946 eða fyrr“. Nokkru síðar bárust
þær fréttir frá Rússlandi að Philby
hefði fengið þar landvistarleyfi sem
pólitískur flóttamaður. En spurningin
um það vegna hvers Philby gerðist
njósnari, er ein furðulegasta gáta nú-
tíma njósnamála. Að hann var marx-
isti í æsku, er kannske aðeins hluti
skýringarinnar.
Síðustu fréttir af þessum 53 ára
gamla svikara eru þær að fréttaritari
Reuters í Moskva, sem er gamall kunn-
ingi Philbys, hitti hann af tilviljun í
forsal gistihúss þar. Philby sagði hon-
um að hann hefði það gott í Rússlandi.
r
Somerset Maugham, 91 árs.
Hann er
enn þá
að
Fyrir nokkru minntust bókmenntaunnendur um víða veröld, níutíu og eins ár afmælis
rithöfundarins Somerset Maugham. Þessi aldni og vinsæli höfundur, sem var starfandi lækn-
ir fyrir aldamót, tók á móti hamingjuóskunum í lúxusvillu sinni í Cap Ferras á Rivíerunni.
Hann er ennþá við störf, sezt niður hvern morgun við skrifborðið sitt með penna í hönd
og lætur hann renna yfir hvíta pappírsörkina. Fyrir nokkru síðan birti hann hluta af
sjálfsæfisögu í bandarísku tímariti. Hann er ennþá athugull og djúpskygn, ferskur og
skemmtilegur. En dauðsfall góðs vinar, Winston Churchill, fékk mikið á hann. Er það eins-
dæmi að rithöfundur sé ennþá starfandi á svona háum aldri?
Ekki svo mjög.
Bókmenntasagan er full af frásögnum um gamla herramenn, sem á efri árum lifnuðu við
ylinn af sólarlaginu og sköpuðu góðar bókmenntir. Andleg „leikfimi“ segja sérfræðingar að
sé eitt besta lyfið við ellinni.
Hjónin í gönguferð með dótturina.
Faðirinn
sendisveinn -
móðirin í
barnaskóla
Yngsla fjölskyldan í Svíþjóð — og jafn-
vel þótt víðar væri leitað — eru þau hjúin
Berit Borén og Bernt Karlsson. Hún er 14
ára gömul, en hann 15 ára. Dóttir þeirra
er aðeins nokkurra mánaða gömul.
Húsbóndinn á heimilinu er sendisveinn í
Skövde, þar sem þau búa saman, en hún
gengur ennþá f barnaskóla.
Fjölskyldan mun vera sú einasta þar í
landi, sem öll fær barnalífeyri, því að ekkert
þeirra er orðið fjárráða né myndugt. Móðir-
in á heimilinu hefur ekki rétt til að sækja
sjálf sitt barnsmeðlag — það verður móðir
hennar að gera — en hún getur aftur á móti
sjálf farið og sótt lífeyri barnsins síns.
,,Ég hélt bara að ég yrði tjúlluð, þegar
ég komst að því að það kæmi til mála að
setja mig og Rósemaríu litlu á mæðraheim-
ili. Ég vil sjálf ala mitt barn upp . . ." segir
Berit, sem er mjög bráðþroska. „Við björg-
um okkur ábyggilega einhvernvegin, þótt
við séum ung. Ég get ekkert séð athugavert
við það þótt við byrjum lífið snemma."
VIKAN 15. tbl.
J