Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 19
II. tlluti
Við höldum áfram að sýna hið allraheilagasta hjá nokkrum
þekktum fyrirtækjum. Áður höfum við farið í heimsókn til Þjóð-
leikhússtjóra, Loftleiða, Heildv. Heklu, Gunnars Ásgeirssonar h.f.,
Eimskip, Silla & Valda, 0. J. & Kaaber og Coca-Cola.
Friðrlk Krlstiánsson
KR. KRISTJANSSON & Co.
Skrifstofa Friðriks er í hinu nýja húsi Kr. Krist|ánssonar að Suðurlandsbraut 2, innaf aðalskrifstofunni
á annarri hæð. Tveir gluggar á vesturhlið. Veggir þiljaðir með téxi. Teppi hylur gólfið.
Húsgögn eru þægileg en laus við allt skraut. Djúpir leðurstólar og sófi og tvö lítil borð eru fyrir
gesti, en skrifborðið var farið að láta á sjá. Allskonar pappírar á borðinu bera því vitni að forstjór-
inn tekur virkan þátt í starfinu á skrifstofunni.
Beint fyrir framan Friðrik hangir einlit mynd eftir Kjarval á vegg, og á það hefur meistarinn sjálf-
ur skrifað að það sé gjöf til Málfríðar Guðmundsdóttur, sem er móðir Friðriks. Myndin er af Hraun-
dröngum ( Oxnadal. Tvö önnur málverk hanga þar uppi: Hálendi upp af Eyjafirði, eftir Garðar Lofts-
son, og Þingvallamynd eftir Arreboe Clausen.
Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður á Akra-
nesi, er eini forstjórinn, utan Reykjavíkur
þessu forstjórasamkvæmi Vikunnar.
Haraldar er til húsa í frystihúsi fyrirtækis-
ins, sem byggt var 1950. Skrifstofan er með-
alstór og snýr á móti suð-vestri með útsýni
allt suður á Garðskaga, þegar bezt lætur.
Sófinn er 100 ára gamall, en Böðvar faðir
Haraldar flutti hann inn frá Noregi 1880.
Yfir sófanum eru myndir af bátum fyrirtæk-
isins. Á gólfinu er 40 ára gamalt Axminster-
teppi, keypt í Englandi. Skrifborðið er hins-
vegar jafn gamalt skrifstofunni og á sér þá
sögu, að einn af smiðunum við bygginguna,
smíðaði það. Auk þess eru ( skrifstofunni
peningaskápur og annar skápur eins og sjá
má.
Haraldur
Böðvarsson
HARALDUR BÖÐVARSSON
& Co.