Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 50
fpS1 kki er allt sem sýnist. Sumum stjörnum er ætlað að blossa upp og bera birtu örfá augnablik, en slokkna síðan. Samt getur bjarminn af þeim orðið minnisstæður þeim er hann sáu. Jafnvel áhrifaríkur. Saga Sigríðar frá Yík er í ætt við þesskonar stjörnur, en enginn veit, hvort hún muni marka nokkur spor eða verða minnisstæð. Það er átakanleg saga, sagan hennar Sigríðar. Þetta var íslenzk alþýðu- kona eins og þið munið. Hún fór að skrifa á gamals aldri og þið munið það ef til vill líka, að hún skrifaði „hið lifandi tungutak þjóðar- innar“. Þetta er sannarlega átak- anlegt og erfitt að koma orð- um að því. Hún sem hefði að réttu lagi átt að koma með aðra sögu fyrir næstu jól svo hún gæti náð metsölu og orðið hæst í útlánum í bókasöfn- unum. Hún, sem hefði getað sagt svo margt fleira af þeim Guðmari og frú Jónhildi á Bakka og afkomendum þeirra. Að ekki sé minnzt á prestinn unga, hann séra Gunnar, sem var rétt nýkom- inn í embætti. Einhver verð- ur að skrifa þá sögu. Nei, það er þungbærara að skýra frá þessu en tárum taki. Hún Sigríður blessunin frá Vík gerir það ekki héðan af. Hún er látin. Hún fæddist hér á Vikunni á útmánuðunum í vitund blaðamanna þeiiTa, sem þar starfa. E'inkum og sér í lagi gerði hún sér dælt við Sigurð Hreiðar og lifði í honum og skrifaði í gegnum hann. Henni féll svo einstaklega vel við hann Sigurð og þeim kom svo vel saman þessa viku, sem „Hvinur í stráum“ var að komast á pappírinn. Og við sem vorum farnir að gera okkur vonir um að heyra framhaldið af sögunni. . .Þá burtkallaðist hún úr hugarheimi Sigurðar. Það var óskaplega trag- iskt. Hún, sem sikrifaði Hið Lifandi Tungutak Þjóðar- innar. gQ VIKAN 15. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.