Vikan

Tölublað

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 40

Vikan - 14.04.1965, Blaðsíða 40
Afi spá í spil Svona á að leggia sfjörnu Allir ættu að hvíla sig um þessa löngu heigi og gera sér eitthvað til dægra- styttingar. Spil má hafa með sér í ferða- lagið og þau koma líka að góðum not- um heima. Það er talað um spákonur, en aldrei um spámenn, nema í allt ann- arri merkingu en hér um ræðir. Þess vegna má ætla að konur geri meira að því en karlmenn að spá í spil, sér til gamans — eða í alvöru — og fær þetta því rúm hér í Vikan og heimilið. Karlmennirnir þiggja hins vegar gjarn- an að spáð sé fyrir þeim, og ætti þetta því að geta orðið öllum til ánægju. Ekki ber öllum saman um hvað hvert spil táknar, og geta allir haft sína skoðun ó- áreittir, þótt þessu sé slegið fram hér, en stjarnan okkar er gerð þannig: Tvistar, þristar, fjarkar og fimm eru tek- in úr spilunum. Sá, sem spá á fyrir, velur sér lit með því að draga þrisvar og komi sami litur upp tvisvar verður það sá litur, annars ræður hæsta spil. Á stjörnunni hér á myndinni varð það hjarta. Drottningin í fitnum er lögð á mitt borðið þegar um stúlku er að ræða, en fyrir karlmann er það kóngurinn. Þá eru spilin stokkuð vel og stúlkan (þessi stjarna á myndinni er lögð fyrir stúlku) látin taka ofan af bunkanum með vinstri hendi. Þar næst tekur spákon- an þrjú spil: efsta, neðsta og úr miðjum búnka. Það eru örlagaspilin, sem lögð eru á hvolf og ekki tekin upp fyrr en seinna. Svo er stjarnan lögð. Fyrst er eitt spil lagt fyrir ofan drottn- inguna (hér lauftían), síðan eitt beint fyrir neðan (spaða-kóngur). Þar næst eitt t.v. (tígulgosi) og annað t. h. (tígulás). Næsta röð verður svo þannig, að spilin snúa á ská og mynda hring með beinu spilunum, sem þegar eru komin, og eru þau fjögur og er byrjað á spilinu vinstra megin við spilið beint upp af drottningunni og áfram hring- inn (á myndinni tigulsex, laufkóngur, lauf- sex, spaðagosi). í næstu umferð eru spilin lögð í sömu röð, en látin snúa þvers (á mynd byrjað á laufdrottningu). í síðustu umferð snúa spilin eins og sýnt er á myndinni og þá er einnig byrjað beint yfir drottningu. Nú eru átta spil eftir í bunkanum, og er fjórða og siðasta spilið tekið og lagt ofan á drottninguna, en það eru spil hjartans, sem tákna leyndustu óskir og hugrenningar þess, sem spáð er fyrir. Afgangsspilin eru svo geymd ósnert. Röðin beint út frá drottn- ingu til vinstri táknar svo það, sem nýlega hefur komið fyrir. Röðin beint upp af henni það sem brátt mun koma fyrir og beina Páskakjóll á Iftlu stúlkurta Þetta er miög vinsælt snið á telpnakjól núna. A þessum kjól eru pífurnar að neðan þrjár, en oft eru þær tvær og jafnvel ein. Hún er auð- vitað komin í blúndusokka eins og mamman eða stóra systir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.