Vikan

Útgáva

Vikan - 16.06.1965, Síða 22

Vikan - 16.06.1965, Síða 22
-O Konráð Guðmundsson, hótelstjóri í Hótel Sögu. — Miklir erfiðleikar á öflun matvæla. Erfitt að útvega einfaldasta mat? Því er fljótsvarað; það er hörmulegt. Að útvega fyrirtæki eins og hótel Sögu í matinn þar sem seldar eru 13—1500 máltíðir á viku, er það ástand, sem nú ríkir óþolandi. Það hljómar ólíklega í eyru útlendings, þegar honum er sagt að hér upp á íslandi sé erfitt að fá fisk, og honum boðið upp á sömu tegundina dag eftir dag, en það má kannske segja, að oft sé erfitt um vik í landi þar sem veður hefur jafn mikil áhrif á sjósókn og hér. Þetta er þó að ég held hægt að bæta eitthvað með meiri vöruvöndun fisk-seljanda. Ég held að oft komi fyrir að geymdur sé fiskur í 2 til 3 daga í von um að geta selt hann í staðinn fyrir að frysta strax einhvern hluta hans, svo hægt sé að treysta því að þó að keyptur sé frystur fiskur þá sé hann vel boðlegur, en það vill oft bregðast sé keyptur frystur fisk- ur í dag. ísland er orðið ferðamannaland vík eru samtals um 500 gistirúm og þar að auki geta hótelin að ein- hverju leyti fengið inni fyrir gesti á einkaheimilum, en það er alls- staðar talin hálfgerð neiðarráðstöfun þar sem tekið er á móti ferða- mönnum. Síðan Hótel Saga bættist við og núna nýlega Hótel Holt, hefur ástandið að vísu gerbreytzt í Reykjavík og mun enn breytast til batnaðar, þegar nýja Loftleiðahótelið tekur til starfa á næsta ári. Þar munu eiga að verða 120 gistiherbergi. Allt er það gott og blessað, en þó aðeins lítill partur þess sem þarf til að fylgja eftir þeim feiknarlegu framförum í flugsamgöngum við landið, sem á vissan hátt hafa fært landið nær öðrum þjóðum. Það vantar tilfinnanlega mótel (bílahótel) á nokkrum stöðum og víða miklu fremur en í Hveragerði, þar sem þó á að byggja fyrsta mótelið. Það vantar að sjálfsögðu gott hótel á Þingvöllum sem svarar til krafa nútímans og eins og ég hef áður bent rækilega á í Vikunni, þá er Laugarvatn sá staður, sem ef til vill hefur mest frá hendi náttúrunn- ar og þar bíður flest, sem komið getur ferðamönnum til góða. Að vísu er sumarhótelið í skólanum gott svo langt sem það nær, en það gengur aðeins meðan við teljumst til hinna vanþróuðu landa. Það vantar nýja veitingastaði við Gullfoss og Geysi, ný hótel á staði eins og Bjarkarlund, við Mývatn og Hallormsstað. Það er beinlínis aðkallandi að fá mótel fyrir þá sem ferðast um landið á einkabílum. Eitt þyrfti að vera á ísafirði, annað á Akureyri, það þriðja á Egilsstöðum eða einhversstaðar á Austurlandi og svo vant- ar eitt tilfinnanlega í Reykjavík fyrir fólk utan af landsbyggðinni, sem kemur hingað á bílum sínum og eins fyrir útlendinga, sem taka bíla á leigu. Annað, sem tiltölulega auðvelt er að bæta úr og vant- ar samt víðast, eru tjaldstæði með salernum og rennandi vatni. Nýmæli í ferðamálum er viðdvöl Loftleiðafarþega í Reykjavík, sólarhring eða meir. Á þann hátt bættust 2042 ferðamenn í töluna og 1300 voru lengur en einn dag. Loftleiðir fara vel með þessa gesti sína eins og vænta má; þeir borða á Hótel Sögu og njóta þar hins frábæra útsýnis og reyndur leiðsögumaður fer með þá á ýmsa merkis- staði í borginni. Tala þessara „stopover farþega“ fer vafalaust vax- andi á þessu ári. Hvað kjötvörur snertlr, j>á má segja að ástandið þar sé næstum hlægilegt, ekki sízt þegar hugsað er út í að verið er að stórauka allan áróður til aukning- ar ferðamannastraums til landsins. Er ekki annað fyrirsjáanlegt ef sá áróður her árangur, en að við þurfum að hæta inn £ þær auglýsingar „Vinsamlegast hafið með ykkur nestispakka". Nei, þetta er ekkert grín þv£ miður. Að hringja £ kjötkaupmenn £ dag, er svipað og heimsækja bankana £ pcninga von, oftast NEI. Þó má segja að kjöt- kaupmennirnir hafi eitthvað framyfir bankastjórana, þeir geta að minnsta kosti alltaf boðið á lambakjöt, enda er það oftast sama svarið: lambakjöt bara lambakjöt. Kjötvörur, svo sem nautakjöt, kálfakjöt, svinakjöt og ýmiskonar fuglakjöt er oftast ófáanlegt og stóran hluta ársins alls ekki til. Nokkrir aðilar eru þó byrjaðir framlelðslu á þessu og spáir það góðu en þarf auðvitað að stóraukast. Það cr ekki óalgengt að veitingahúsin þurfi að leita á náðir 3—5 aðila til að skaffa i matinn dagsdaglega, og oft kaupa i smásölu til að firra vandræðum. Það er þessvegna lágmarkskrafa að leyfður verði innflutning- ur á þessum vörutegundum á meðan verið er að koma þcssum málum hér í lag og tómt mál að tala um að laða að erlenda ferðamenn með stórauknum aug- lýsingaáróðri á meðan við treystum okkur ekki til að þjóna ýmsum grundvall- arskilyrðum til að taka á móti auknum ferðamannastraumi til landsins. Konráð Guðmundsson, hótelstjóri, Hótci Sögu. Myndir cins og þessi, hafa vcrið prentaðar á ferðamannabæklinga um ísland og dreift erlendis. Áherzla er lögð á að kynna ísland sem land náttúrufegurðar- innar, land miðnætursólarinnar. En hversu falleg, sem þessi mynd frá Reykja- hlið við Mývatn er í okkar augum, er eins víst að útlendingum sýnist þetta bara vera eyðimörk. I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.