Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 2

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 2
I FULLRI flLVORU Munið efftip hinum margföldu pappfrs- og kolasfum En bragið bregzt ekki! LARK Hrsðsld við þrónnina Ekki alls fyrir löngu skrifaöi einhver upptrénaður íslenzku- liestur grein í eitt dagblaðanna og gerði að uintalsefni, að okkur bæri skylda til að halda mál- inu „hreinu“. Og hreint mál var að hans dómi sú íslenzka, sem töluð var á landi hér fyrir 1000 eða um það bil. Samkvæmt þeirri kenningu eigum við að nota blót í staðinn fyrir messa og goði i staðinn fyrir prestur. Þessi bréfritari er raunar ekki einn um að afneita því með öllu, að nokkur þróun megi eiga sér stað í málinu. Samkvæmt því ber að skrifa fjöldann allan af orðum i gæsalöppum, þar sem þau teljast ekki forn-norrænum stofni. Á sama liátt hefur það eignazt ítök í mörgum að berjast hat- rammlega á móti því, sem kallað er einu nafni „útlend áhrif“. Hvað er þá íslenzkt? Er það ekki að búa i torfbæjum og ganga í heimaofnum vað- málsfötum með sortulyngslitaða skinnskó á fótum? Er það ekki að halda sig við hestinn sem samgöngutæki og ýta á flot ára- kænum til fiskjar? Allar þessar svokölluðu fram- farir eru til orðnar fyrir útlend áhrif: Steinsteypa, rafmagn, skólakerfið, sjúkrahúsin, mennt- un vísindamanna, listin og hvað væri ekki hægt að telja upp? Jafnvel það bezta, sem samið hefur verið á islenzka tungu, það hefur að einhverju leyti verið gert eftir útlendum fyrir- myndum og undir útlendum á- hrifum. Allir beztu listamenn okkar hafa lært og unnið erlend- is. Þeir hafa kunnað góð skil á því bezta í erlendri list og hagnýtt sér það við úrvinnslu úr íslenzkum viðfangsefnum. Annars á menningin að vera í hvað mestri hættu fyrir útlend- um áhrifum. En hverslags fyrir- hrigði væri hún, ef stöðug er- lend áhrif væru ekki fyrir liendi til að frjóvga hana og eggja? Við ættum að vera minnugir þess, þegar úrkynjað rímnaþrugl var það helzta, sem samið var á tungu feðranna, enda dæmigert einangrunarfyrirbrigði. Vitaskuld verður málið að þróast með eðlilegum hætti og það er beinlínis nauðsynlegt að til komi einhver útlend áhrif á líf|okkar og menningu. Það er að segja: Góð áhrif. Aðeins ein hætta er á ferðinni; að okkar forpokaða fræðslukerfi bregð- ist því að innræta unglingunum, hvað eru lioll og livað eru slæm áhrif. GS. 2 VIKAN 32. tbl. / ■■ ! /-■ í , /:i/ i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.