Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 37

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 37
byggði ég upp mitt óperureper- toir. Aðferðin var: vinna, vinna, og enn meiri vinna. Þarna var einhver fallegasta leikhús-samstæða, sem gat að líta í öllu Þýzkalandi. Aðalbygging- arnar voru tvær, leikhús og óperu- hús, en innangengt á milli. Auk óperusöngsins reyndi ég eftir megni að stunda ljóðasöng- inn. Undirleikari minn á ljóða- kvöldunum var yfirleitt Ferdin- and Leitner. Hann var að vísu þá þegar kominn í hálfgert bann. Ekki þarf að geta sér til um ástæðuna fyrir ónáðinni. — Núna er þessi frægi maður aðal-diri- gentinn í Stuttgart. Framhald í næsta blaði. Rússneskar konur Framhald af bls. 21. Hann var einkabarn og móðir hans hafði spillt honum. „Stundum finnst mér," sagði hún, „að hlutverk mitt í lífinu sé að fó hann til að vinna að mólum þióðarinnar." í sumar- leyfi sínu ætlaði hún að fó hann með sér og öðrum ungmennum til Úkraínu og aðstoða við hveitiupp- skeruna f sjólfboðavinnu. Onnur ung stúlka, Oksana Mikha- lova, sem var 23 óra og meðlimur /Eskulýðsfylkingarinnar, sagði eft- irfarandi: Eg vildi gjarnan hjólpa til að ala upp nýja manngerð í þjóðfélaginu með nær algerlega kommúnistíska siðferðiskennd. Enn eru til eiginhagsmunamenn, sem eru skeytingarlausir um hagsmuni ríkisheildarinnar." Það sem Oksana sagði var ekki bargmól af yfirlýs- ingum Æskulýðsfylkingarinnar, þetta kom beint frá hjartanu. Það er því vart að undra þótt slíkar konur kunni að standa fram- ar ýmsum þeim karlmönnum, sem biðja þeirra, búa með þeim og keppa við þær. Verkfræðingur nokk- ur, Anna Ivanova að nafni, mið- aldra kona, myndarleg og kven- leg sagði mér, að sér fyndist karl- menn í Sovétríkjunum hafa glatað sfnu upprunalega hlutverki karl- mannsins, því að ala önn fyrir konu sinni og gæta hennar. Hún heldur að ýmsu leyti sé þetta orsök þess, að karlmenn séu drykkfelldir og ruddalegir í umgengni. Ymsar konur eru ekki svona skilningsríkar. Ung og fríð kennslu- kona frá Kiev sagði mér, að sér fyndist fæstir nógu hjálplegir við heimilisstörfin og henni finnst, að þær rússneskar konur séu alltof margar, sem vilji aðeins eignast menn og lifa rólegu lífi. Ég spurði Sasha Panov um sjón- armið hans á þessu máli, til þess að fá sýnishorn af skoðunum karl- manna. Hann er mikill aðdáandi Hemmingways. Hann sagði: „Það virðist sem konurnar okkar haldi, að Iff okkar karlmannanna sé skemmtilegra en þeirra og við sé- um ekki eins bundnir og þær. Þetta er alls ekki tilfellið." Söguhetjur Hemmingway's gátu tekið þátt í byltingum eða farið á Ijónaveiðar til þess að staðfesta fyrir sjálfum sér og öðrum að þeir væru karl- menn. Þetta getur hinn sovézki karlmaður ekki gert. Það eina, sem hann getur gert í þessu tilliti er það að hjálpa konu sinni ekki við heimilisstörfin. Sannleikurinn er sá, að jafnrétti kvenna í Sovétríkjunum er ekki full- komið. í æðstu stjórnarstöðum er kvenfólk hlutfallslega í miklum minnihluta. í flestum atvinnugrein- um er það svo, að karlmenn hafa yfirleitt töglin og hagldirnar: Það er ekki óvenjuleg sjón að sjá tvær eð þrjár konur moka möl upp á vörubíl, en inni í bílnum situr kal- maður og reykir sígarettu. Hann er bílstjóri og þarf því ekki að moka möl. Yfirleitt er starfssvið konunn- ar meira en karlmannsins, vegna þess að hún þarf að halda heim- ili auk þess að vinna úti. Oskana Strelets er 28 ára gömul og starf- ar við efnafræðistofnun í Kiev. Hún býr í þriggja herbergja íbúð ásamt eiginmanni sfnum Pavel sem er 34 ára, syni sínum, Genía 9 ára, dóttur sinni Yelenu, sem er smábarn og tengdamóður sinni Tatyönu. Hvern rúmhelgan dag fer Oksana á fæt- ur kl. 6 til að elda morgunverð. Kl. 7,10 leggur hún af stað til vinnu sinnar og tekur með sér barnið, sem hún svo aftur skilur eftir á vöggustofu fyrirtækisins. Hún vinn- ur sleitulaust frá 8 til 15 sex daga vikunnar. Eftir vinnu fer hún heim með barnið, skilur það eftir hjá ömmu sinni og fer svo að kaupa í matinn, en það tekur venjulega hálfan annan klukkutfma. Hún sér um kvöldverðinn og er hann til reiðu um sjöleytið. Eftir mat tekur Oksana til í íbúðinni og þvær þvott. Fjölskyldan á enga þvottavél, né DJIJPFRYSTDÍCI er fljótlegasta, auðveldasta og bezta geymsluaðferðin — og það er hægt að djúpfrysta hvað sem er: kjöt, fisk, fugla, grænmeti, ber, mjólkurafurð- ir, brauð, kökur, tilbúna rétti o.fl., og gæðin haldast óskert mánuðum saman. Hugsið ykkur þægindin: Þér getið aflað matvælanna, þeg- ar þau eru fersk og góð og verðið lægst. Þér getið búið í haginn, með því að geyma bökuð brauð og kökur eða tilbúna rétti. Og þegar til á að taka er stutt að fara, þ.e.a.s. ef þér hafið djúp- frysti f húsinu. Og djúpfrysti ættuð þér að eiga, því hann sparar yður sannarlega fé, tíma og fyrir- höfn, og þér getið boðið heimilisfólkinu fjölbreytt góð- meti allt árið. Takið því ferska ákvörðun: — fáið yður frystikistu eða frystiskáp, og . . . Látið kalda skynsemina ráða — veljið ATLAS, vegna gæð- anna, vegna verðsins, vegna útlitsins. Við bjóðum yður 3 stærðir af ATLAS frystikistum og 2 stærðir af ATLAS frystiskápum. Munið ennfremur ATLAS kæliskápana, sem fást í 5 stærðum, auk 2ja stærða af hinum glæsilegu viðarkæliskápum f herbergi og stofur. O KORIERUP-HAHLSEM F Sfmi 2-44-20 — Suðurgata 10 — Reykjavfk. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upplýsingar, m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................. Heimilisfang:...................................................... Til FÖNIX s.f., pósthólf 1421, Reykjavfk. V-32 VIKAN 32. tbl. gy

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.