Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 33

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 33
mína og skip min. Að hvaða gagni myndu Þau koma mér, ef ég setti að vera innilokuð í klaustri, hálf hungruð og orðin að bablandi fávita vegna pyndinga yðar? — Eruð þér að hlægja? spurði hann og starði á hana. Jæja, hlægið þér bara, bætti hann svo við illskulega. — Hvað á ég að gera? Ég get ekki alltaf grátið. Samt þrýstust tárin fram 1 augu hennar. Og þegar hún lyfti höfðinu til að endurgjalda augnaráð hans, sá hann við hálsrætur hennar, undir perlufestinni, sem hún hafði leigt sér, marblettina, sem hann hafði gefið henni. —¦ E'f ég vinn, Philippe, muldraði hún, — krefst ég þess að þú gefir mér gullkeðjuna, sem hefur verið í fjölskyldu þinni frá tíð fyrsta konungsins, og sem elzti sonur hverrar kynslóðar á að leggja um háls sinnar útvöldu. Ég man ekki nákvæmlega söguna, sem fylgir festinni, en ég man að i sveitinni var álitið, að hún hefði töframátt og gæfi Plessis-Belliére konunum hugrekki og hreinleik. Þú kærðir þig ekki um að fylgja þessari erfðavenju. — Þér þurftuð ekki á henni að halda, svaraði Philippe fljótmæltur. Svo yfirgaf hann hana og skálmaði í áttina að höllinni. Svo margar hugsanir þutu í gegnum kollinn á Angelique á leiðinni frá Versölum til Parísar, að hún var komin heim áður en hún vissi af. öll þessi nýja reynzla i Versölum hafði fyllt hana spennu, heillað hana og fyllt hana áhyggjum, en samt hafði hún haft mjög gaman af henni. Það myndi taka hana langan tima að gera sér grein fyrir öllu, sem fram hafði farið. Róin á heimili hennar í Rue Beautrellis, var notaleg. Hún var aum í öllum limum eftir þúsund hneigingar; hún var komin að þeirri niður- stöðu, að hirðlífið hlyti að halda öllum vöðvum stinnum og þjálfuðum fram á elliár. Hún var komin úr allri slíkri þjálfun. Það fyrsta, sem hún gerði, morguninn eftir að hún kom heim, var að skrifa föður sínum til Poitou og biðja hann að koma undir eins til Parisar, með alla þjóna hennar og synina tvo, Florimond og Cantor, sem hann hafði haft í nokkra mánuði. En iþegar hún gerði boð eftir einkabréfberanum sínum, minnti Roger hana á, að hann hefði horfið fyrir nokkrum dögum, ásamt hrossunum og öðru starfsliði hesthúsanna. Madame le Marquise hafði alveg gleymt, að hesthús hennar voru að öllu leyti tóm, nema að þar mátti finna tvær léttikerrur. Angelique átti í erfiðleikum með að hemja sig frammi fyrir þjóni sínum. Hún fyrirskipaöi Roger að reka hvern og einn af þessum svik- urum, þegar þeir kæmu aftur, og hýrudraga þá um það, sem þeir hefðu ekki fengið útborgað. Roger gat þess, að það væri lítil von um að sjá þá nokkurntíma framar, þvi þeir hefðu 'þegar gengið í þjónustu Mon- sieur le Marquis du Plessis-Belliére. Þar að auki, útskýrði hann, hefði fæstum þeirra fundizt nokkuð athugavert að flytja hesta markgreifa- frúarinnar heim til markgreifans. — Það er ég, sem gef fyrirskipanir í þessu húsi! sagði Angelique. Hún skipaði Roger að fara til Place de Gréve, eins fljótt og hann gæti, og ráða nokkra nýja þjóna, síðan til Saint-Denis og kaupa hesta — fjóra, og tvo reiðhesta til vara. Svo átti hann að fara til vagnasmiðs- ins, þar sem vagnar hennar höföu áður verið gerðir. Þetta var að vísu að kasta peningunum út um gluggann. Philippe hafði framið þjófnað, hvorki meira né minna. Hversvegna seldi hún hann ekki í hendur lögreglunnár ? Nei, hún gat ekkert annað gert en látið þetta yfir sig ganga, og það var það erfiðasta. — Hvað um bréfið, sem Madame la Marquise óskaði að senda til Poitou? spurði Roger. — Komið því á fyrsta mögulegan almenningspóst. — Almenningspósturinn fer ekki fyrr en á miðvikudag. ¦—• Það skiptir ekki máli. Bréfinu liggur ekki svo á. Til þess að róa sig fór Angelique til Quai de la Mégisserie, þar sem hún átti aðeins verzlun, sem verzlaði með austræna fugla. Hún valdi stóran litskrúðugan páfagauk, sem bölvaði eins og sjóræningi, og hugs- aði um leið, að Athénais myndi ekkert hafa á móti því. Einmitt þvert á móti. Við þessa gjöf bætti hún svo litlum svertingja jafn skrautlega klæddum og fuglinn. Hún vissi, að Madame de Montespan myndi kunna að meta gjafmildi hennar, og það var vel þess virði. Daginn eftir komst Angelique að þeirri niðurstöðu, að hún þrifist eki án andrúmslofts hirðarinnar, og lagði af stað til Saint-Germain-en- Laye, sem nú í þrjú ár hafði verið aðaluppáhaldsstaður Lúðviks Xrv. 6. KAFLI Eftir fyrstu snjóa, sem féllu snemma þetta ár fór hirðin til Fontaine- bleau, þar sem bændurnir höfðu beðið hans hágöfgi, konung Frakk- lands, að hjálpa þeim að losna við úlfana, sem æddu yfir héraðið. Skýin héngu niður undir jörð, þegar löng vagnaröðin, fótgangandi menn og ríðandi, silaðist yfir akrana, sem nú sváfu undir órofnu, hvitu teppi. Úlfaveiðin átti að standa í eina viku. Jafnframt áttu að vera dansleikir, leikrit og kvöldverðarboð. Angelique leitaði allsstaðar að Philippe — hvort það var vegna þess, að hana langaði a8 sjá hann eða óttaðist að sjá hann, það vissi hún ekki. Hún hafði enga ástæðu til að vænta neins góðs af þeirra fundi. Að líkind- um myndi hann ekkert hafa handa henni annað en hörð orð og beiskan svip. Það var að likindum bezt, að hann léti sem hann sæi hana ekki, og sýndi henni minni kurteisi en nokkurrl annarri konu við hirðina. Hann virtist hafa gleymt tilvist hennar. Hún var stöðugt á verði, því hún vissi, að þegar hún sæi Philippe, myndi hún eiga erfitt með að dylja tilfinningar sínar gagnvart honum, blöndu af auðmjúkri aðdáun og leyndri von um, að draumar bernsku hennar mættu rætast. Hversu óralangan tíma, hugsaði hún, tekur það bernskudraum- ana að deyja. Fyrsta daginn sem hún var í Fontainebleau sá hún hvergi móta fyrir Philippe. Hann var allt of önnum kafinn að undirbúa veiðina. Hirðmennirnir reyndu hver um annan þveran að segja æsilegustu sögurnar af þvf, hve hrjáðir bændurnir væru af hinum grimmu úlfum. Kindur höfðu horfið úr húsunum. Tíu ára barn hafði verið rifið á hol og étið. Sérstaklega hættulegur flokkur virtist vera undir forystu stórs karldýrs — á stærð við kú, sögðu innfæddir, sem höfðu séð hann i útjaðri þorpsins. Á nóttunni heyrðist hann snörla og ýlfra fyrir dyr- um húsanna, meðan börnin inni fyrir földu sig i pilsum mæðra sinna og höfðu ekka af skelfingu. Enginn fór út eftir rökkurbyrjun. öll réttinði áskilin, Opera Mundi, Paris. Framhald í nœsta blaði. Eignist nýja vini! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum víð ySur. Upplýsingar á- samt 500 myndum verða send til ySar án endurgjalds. CORRESPONDENCE CLUB HERMES Berlin 11, Box 17, Germany s *l JrtifeOlSSlL© LAUGAVEGI 59. slmi 23349 ^^^^^^^w^^^ HLJÖÐKÚTAR OG PÚSTRÖR í FLESTA BÍLA. VANDIÐ VALIÐ VELJIÐ BOSAL KRISTINN GUÐNASON H.F. Klapparstíg 27 — laugarveg 168 Sími 12314 og 21965. VIKAN 32. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.