Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 50

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 50
Mamma hennar Susie litlu kanínu Framliald af bls. 40. bróst það vissulega ekki. „Vertu ekki að æsa þig upp," sagði kanínupabbi. Mæðurnar, sem haldið höfðu niðri í-sér hlátrinum, skelltu nú upp úr. „Jæia," sagði Susie, og hún varð að bíða góða stund eftir að hlát- urinn dvínaði. „Kanínupabbi og kanínumamma sópuðu glerbrotin upp af gólfinu, og Betsy baðst af- sökunar. „Láttu þetta ekki koma fyrir aftur," æpti kanínumamma, og svo seltu þau öll upp hattana og fóru í kirkju. A höttunum voru göt, svo að eyrun gætu staðið þar út úr. Þá er sagan búin," sagði hún að lokum og gekk hratt í sæti sitt. Hún leit á mig um leið, til að sjá hvernig mér hefði fallið frammi- staða hennar, og ég brosti stolt til hennar. Kanínumamma hefði áreið- anlega æpt — eða að minnsta kosti hefði hana langað til að æpa — „Láttu þetta ekki koma fyrir aftur!" En auðvitað er allt, sem við kanínu- mamma kynnum að eiga sameigin- legt, hrein tilviljun, nema hvað mig brennhitaði í eyrun og eftir hitan- um að dæma, hefði sannarlega ver- ið hægt að hugsa sér, að eyrun væru anzi löng. Vöfflusaumur Framhald af bls. 47. vöffusauminn dálítið og er það þá gert með því að leggja strau- járnið á hliðina, leggja rakan klút yfir það og síðan rönguna á vöfflusaumnum. Teygið síðan vöfflusauminn dálítið og dragið fram og aftur yfir járnið. Skýringarmyndir 3, 4 og 5. eru af léttu vöfflusaumsmunstri. Síðdegi Framhald af bls. 13. Hún hló og leit á hann. Hann hafði elzt, hann var meir en tveim árum eldri. Hann var lika grennri og svolítið meira grá- hærður. — Þú ert sjálfum þér líkur, sagði hún. Þau töluðu um allt annað en sig sjálf, en allt í einu leit hann upp og sagði alvarlegur á svipinn. —- Ég kom hingað til þess að biðja þig um að koma aftur heim, sagði hann. — Aftur heim, sagði hún, undr- andi. — Hvert? — Til mín. Þú veizt að við eig- um saman þegar allt kemur til alls. Þarna var það komið, þetta ó- þolandi sjálfsöryggi í röddinni, og hrukkurnar í kringum aug- un. — Og ég veit að þú elskar mig, sagði hann og strauk henni um vangann. — Þú veizt líka að ég elska þig. Það er gott og nota- legt þegar maður er viss um hlutina.... •—■ En ef ég er ekki einsömul lengur? —- Ég veit að þú hefir ekki gift þig aftur.... —■ Það er ekki þar með sagt að maður þurfi endilega að gifta sig, til þess að vera ekki ein- mana. — Ég veit ekkert um einkalíf þitt, sagði hann. Það var eitthvað í röddinni, sem hún ekki skildi, eins og að hann væri á verði. Svo bauð hann henni út að borða, og þau töl- uðu ekkert meira um sín einka- mál. Hann ætlaði að sækja hana klukkan átta, og andartak fannst henni að hún væri komin aftur í tímann.... Þegar Kerstin kom til baka, var hún háfundrandi yfir því að hún hefði ekki fundið meira fyr- ir þessu stefnumóti. Tvö ár voru liðin, og þau höfðu setið þarna andspænis hvort öðru við borðið, og henni hefði fundizt það full- komlega eðlilegt. Og nú, klukkan hálf fimm sat hún hér á grill-bar og laug að Claes, að hún þyrfti að leiðrétta stíla í kvöld. Hún þurfti ekki að ljúga, þau höfðu fullkomið frelsi, og hann hafði aldrei stungið und- ir stól sínum ævintýrum .... •— Hvað ertu að hugsa um? spurði Claes. — Ég er að hugsa um að það sé farið að skyggja, sagði Kerstin. —- Það er orðið dimmt, sagði Claes og leit út á göt.una, þar sem umferðarljósin lýstu. — Já, sagði Kerstin. Þau sátu þögul um stund, svo spurði Claes hvort hún vildi ekki meira kaffi, en hún vildi það ekki. — Viltu borga, svo að við get- um farið, sagði hún. — Ég er búinn að borga, það gerir maður alltaf við afgreiðslu- borðið á svona stöðum. — Auðvitað, sagði hún og fór í hanzkana. Hún gekk heim á leið og hann fylgdi henni. Þau töluðu ekkert saman á leiðinni, utan einu sinni, þegar þau stönzuðu fyrir rauðu ljósi. Þá sagði hann: •— Mig lang- ar til að vera góður við þig, ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að því .... Svo héldu þau áfram, hann með hendurnar í buxnavösunum, það var hann venjulega, vegna þess að hann átti enga hanzka. Fyrir utan dyrnar hjá henni stönzuðu þau. — Það er eitthvað, sem þú vilt ekki tala um, sagði Claes. ■—■ Hvað er það . . . . ? — Ekkert. •— Þú ætlar ekki að vera heima í kvöld, eða hvað? -— Nei. — Þú ætlar að fara út til að hitta einhvem karlmann? — Já. — Fyrrverandi eiginmann þinn? — Já. Hann var þögull um stund. — Hversvegna viltu ekki tala um það? — Ég veit það ekki, Claes, það er satt, ég veit það bara ekki. —■ Og ég veit elcki hversvegna að ég vissi það .... Hann hló. UtfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó Á. HYAR ER ORKIN HANS NOA? I>aff er alltaf saml Jelkurinn l hcnnl Ynd- isfriS okkar. Hún hefur f.attS Srklna hans Nóa elnhvers staðár i WaBinu 'oc heltir góöum verSlaunum handa þelm( sem getur fundið örklna. Tcrðlaunin eru stfir kon- fektkassf, fnllur at hezta konfekti, og franiielðanðinn er au.ðvltað BœlgœtisgerC- in Nfií. Nafn HelmiU örkin ef & bU.. Biðast er dregtS var hlant verílaunlm Ása Hauksdóttir, Mávahlíð 41, Reykjavík. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar. 32. tbl. — Aimez-vous Brahms? sagði hann. — Nú vantar bara að ég væri óstjórnlega ríkur, þá væri myndin fullkomin .... — Reyndu ekki að vera kald- hæðinn. — Ég er ekki kaldhæðinn, sagði hann alvarlega. — Og það leiðir^af sjálfu sér, að þetta verð- ur að taka enda, er það ekki rétt? — Hvað leiðir af sjálfu sér? spurði hún. —- Að þú ferð aftur til hans. — Hversvegna ætti ég að gera það. Við ætlum bara að borða saman í kvöld .... — Þú ferð til hans aftur, sagði Claes, og nú hló hann. — Og veiztu hversvegna? Þú ert bundin þeirri vana hugsun, að maðurinn eigi að vera eldri en konan, og getur ekki losað þig frá þeirri hefðbundnu venju. — Ef til vill .... —■ Þú hefir aldrei þorað að hugsa þá hugsun til enda, hvort þú elskar mig eða ekki. — Nú ertu óréttlátur. —■ Nei, ég segi bara meiningu mína. Helduðu að það sé gaman fyrir mig að segja þetta? Hann laut fram og kyssti hana á kinnina. — Jæja, ég hringi til þín. Hafðu það gott........ — Ef þú bara skildir, sagði hún örvæntingarfull. — Það er það sem ég er að reyna að gera, sagði hann. Og ég byrja á því að samþykkja .... Hann sneri við og lagði af stað niður götuna, flaútandi, eins og hann var vanur að gera, þegar að hann var eitthvað tauga- óstyrkur. Hún sá það á baki hans að honum var kalt. Kerstin fór inn í anddyrið og klæddi sig úr kápunni. Hún hengdi hana upp, áður en hún gekk að speglinum og grann- skoðaði sjálfa sig í framan. — Nú verðum við að reyna að ráða fram úr þessu vandamáli, og sjá hvað hægt er að gera fyr- ir þig, sagði hún við spegilmynd sína. En hana langaði mest til að gráta, lengi og einmana. ☆ gQ VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.