Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 10

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 10
GREIN OG MYNDIR: SIGURGEIR JÓNSSON. Það eru ekki ýkjá mörg ár síð- an sjómenn fussuðu og sveijuðu, ef lítið krabbadýr, sem heitir humar, læddist með öðrum afla úr djúp- inu. „Krabbaskratti", sögðu menn, „algerlega óætt kvikindi". En ein- hvers staðar fréttist, að þetta væri kóngafæða í útlandinu, og þá tóku þeir sig til í Vestmannaeyjum og byrjuðu að gera út á humar. Síðan hefur þessi atvinnuvegur blómgazt, og þeir bátar, sem eru of litlir til að fara á síld, stunda nú margir hverj- ir humarveiðar yfir sumartímann. Auðvitað hafa menn alltaf verið að læra eitthvað nýtt og-betra fram á þennan dag, hvað viðkemur krabb- anum og meðferð hans. Fyrstu veiði- árin voru algert brautryðjendastarf. Þá var humarnum mokað niður í lest, eins og hann kom fyrir og traðkað á honum við löndun. Nú eru vinnubrögðin óþekkjanleg frá því, sem var. Allt miðast að því, að gera hann að verðmætri útflutningsvöru 0 Það er gott að hvíla sig að lokinni löndun og strjúka svitann af and- litinu. Eða það finnst þeim Stein- þóri og Geir augsýnilega. Svo þarf að hífa trollið upp. Geir sér um hifinguna en Wolfgang og Sævar stýra vírnum inn á spilið. pg það er hann svo sannarlega. Að rækjunni undanskilinni, er hann eitthvert verðmætasta kvikindi, sem dregið er úr sjó hér við land. Hon- um er skipt í tvo verðflokka eftir lengd. Er borgað fyrir fyrsta flokk kr. 55,00 á kíló en kr. 22,00 fyrir annan flokk. Hér er miðað við, að humarinn hafi verið slitinn, þ.e.a.s. það eru einungis skottin af honum, sem eru hirt. í sumar hafa u.þ.b. 100 bátar stundað humarveiðar hér við land. Veiðisvæðin eru þrjú, sem eitthvað kveður að, austur við Ing- ólfshöfða, vestur við Jökul og Eld- eyjarsvæðið. Heldur hefur afla- magnið farið minnkandi með árun- um og kenna menn þar um of mik- illi aðsókn á miðin. En það er ekki eingöngu humar, sem veiðist, það 1Q VIKAN 32. tbl, H UM ARTU R kemur allajafna töluverður fiskur með og er hann auðvitað hirtur líka. Þjóðir suður við Miðjarðar- haf hafa veitt krabba árum saman, en með heldur öðrum aðferðum en við íslendingar. Þeir leggja nokkurskonar „músagildrur" á botninn og lokka krabbann inn í þær. Á íslandi er hann aftur á móti veiddur í botnvörpu. Fyrir nokkrum árum kom hingað til lands einn forframaður gildru- veiðimaður og ætlaði hann að kenna þessari vanþróuðu þjóð réttu handtökin við að veiða krabba. Hlustuðu menn af þolinmæði á mál hans, en buðu honum síðan í einn veiðitúr. í þeim túr einum aflaðist mörgum sinnum meiri krabbi en gildrumaðurinn hafði veitt á öllum fiskimannsferli sín- um. Eftir það hefur ekki verið rætt um að fá hingað fleiri af því tagi. Aflam'agnið getur verið mjög mismunandi eftir veiðisvæðum og lengd úthaldstímans. Þess eru dæmi, að bátur hafi kemið í höfn eftir eina veiðiferð með hátt á þriðja tonn af humarskottum. En aflinn getur verið minni, allt niður í nokkur kíló. Yfirleitt á það þó að vera nokkuð góð trygging fyrir menn að ráða sig á humarbát, humarinn er ekki eins duttlungafullur og síldin, og menn hafa yfirleitt ágætis hlut eftir úthaldið. Humarveiðar eru stundaðar á tímabilinu frá 15. maí til 1. september, og eru þær einu botnvörpu- veiðarnar, sem eru leyfðar innan landhelgi. Fiskifélagið veitir leyfi til veiðanna, og eru þær bundn- ar ýmsum skilyrðum. Ekki má stunda veiðarnar nema á ákveðnu dýpi og ekki má koma með of mikinn fisk í land með humarnum. Það bar nefnilega dálítið á því, þegar byrjað var að veiða hum- ar, að skákað var í því skjóli að fiska mætti innan landhelgi, og veiddu þá sumir meira af landhelg- isfiski en góðu hófi þótti gegna. En nú er sem sagt lögð aðaláherzlan á að veiða krabbann, þótt alltaf þyki það plús að fá fisk með. Fram að þessu hafa veiðarnar verið stundaðar allt sumarið án þess að taka önnur frí en landlegur vegna veðurs. í fyrra var það hins vegar samþykkt, að taka frí hálfsmánaðarlega, um aðra hverja helgi. Líkar mönnum þessi nýbreytni vel. Það er munur að geta teygt úr sér yfir helgina og hafa engar áhyggjur út af því að verða kallaðir á sjó þá og þegar. Vikan brá á leik í sumar og sendi blaðamann út í einn túr á humarbát. Ekki vorum við of ör- uggir með að fá pláss á flotanum, þar sem blaðamenn eru orðlagðar og viðurkenndar fiskifælur. Við hringdum samt í einn skipstjórann, Steinþór Þorvaldsson á Hafrúnu GK-96, og spurðum hann, hvernig honum litist á fyrirtækið. Steinþór er mikil aflakló á humar, og var þettá auðsótt mál frá hans hendi. Var síðan ákveðið að mæta niðri við bát í sunnudagseftirmiðdag kl. 4. Þegar ég kom niður á bryggju á tilsettum tíma, vopnaður Rolleiflex og öðrum hazarútbún- aði, voru strákarnir að enda við að gera klárt fyrir túrinn. Áhöfnin á humarbát er aðeins skipuð fimm mönnum og á Hafrúninni eru þeir Steinþór skipstjóri, Geir Sigurðsson stýrimaður, Sævar Gunnarsson I. vélstjóri, Wolfgang Assmann II. vélstjóri og Magnús Pétursson matsveinn. Magnús gaut hornauga til myndavélarinnar og spurði tortrygginn frá hvaða blaði ég væri. Jæja það er gott, að þú ert ekki frá Mogganum, sagði hann síðar, þeir tóku mynd af mér að óvörum og settu hana yfir alla forsíSuna 1. maí. Þú verður að lofa mér því að setja mig ekki á forsíðuna, ef þú tek-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.