Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 17

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 17
máttu sitja í nærveru hans, án þess að hann byði þeim persónulega. — Svo þér hættuð að verzla við Austur-Indíur, Þrátt fyrir löngun yðar að halda áfram og þrátt fyrir hagnaðinn, sem þér vonuðust til að hafa af því. Það verður að viðurkennast, að flestir verzlunarmenn hafa gert þetta sama. Það er ástæðan fyrir þessari viðskiptatregðu, við Austurlönd sem mig langar að fá botn í. Angelique tók að útskýra þá hættu, sem skipaflotanum stæði af sjóræningjum á hafinu milli Portúgals og Afríkustranda. Öldum sam- an höfðu aðaltekjur þeirra verið af Því að ræna skip, sem fóru ein sér. — Ýkið þér ekki nokkuð hættur af þessum sjóræningjum, Madame? Ég hef heyrt margar sögur um ferðir, sem frönsk skip hafa farið til Indía alein, og miklu lakar vopnuð en yðar. Þau hafa komið fram heilu og höldnu, án þess að kvarta yfir öðru en stormum, sem alltaf má við búast. Ég hef hér skýrslur um þessar sjóferðir, þeirra á meðal brott- farardag og komudag. Úr því aðrir geta gert það, hversvegna getur yðar skip það þá ekki? — Vegna þess að Það er verzlunarskip, Sire. Berið saman burðar- magnið, og þar með er gátan leyst. Flest Þessara skipa, sem þér hafið skýrslur um, eru orrustuskip, jafnvel þótt þau kalli sig verzlunarskip. Forráðamenn þeirra vita, að þeir geta komizt undan sjóræningjagaleið- unum með hraðanum einum saman. Þau yfirgefa heimahöfnina með lestirnar hér um bil tómar, og koma aftur næstum i sama ásigkomu- lagi. Að vísu komast þau undan sjóræningjunum og ljúka sínum ferð- um, en svona leiðangrar eru ómögulegir, þegar á að hafa arð af út- gerðinni. Skip með mikið burðarmagn, drekkhlaðið, getur á engan hátt keppt við hraðskreiðar og liprar galeiður frá Alsír og Marokkó. Þau eru eins og feitar bjöllur, sem liprir maurar ráðast á. Oft er ekki einu sinni hægt að miða byssunum. Þá er ekkert annað eftir en að verjast þeim, sem ráðast um borð, ef þess er nokkur kostur. Þannig hefur skip mitt,Jóhannes skírari, tvisvar komizt undan sjóræningjunum, og það er skipshöfninni eingöngu að þakka. En í bæði skiptin kostaði það blóðuga bardaga — í annað skiptið á Gasconuflóa, í hitt skiptið á Atlantshafi, undan ströndum Afríku. Helmingurinn af sjómönnum mínum var ýmist særður eða drepinn. Þá gafst ég upp. . . . Andlit Colberts sýndi ánægju hans og aðdáun. Sjaldan hafði hann fengið svona greinargóða lýsingu á nokkru máli. Konungurinn varð hugsi. Að lokum sagði hann: — Svo hér þyrfti að vera um skipalestir að ræða? •—- Einmitt. Þannig fara Hollendingar og Bretar að. — Ég ber enga ást til þeirra þjóða, en það væri fásinna að læra ekki það jákvæða I stefnu óvinanna. Sjáið um það, Colbert. Héðan í frá munu herskip verja verzlunarskipin og þau sigla í hópum.... Hann hætti, þegar hann sá áhyggjusvipinn á andliti Angelique. •— Madame, er eitthvað i þessari skipulagningu, sem yður finnst ekki nógu gott? Það var kaldhæðni i rödd hans. Lúðvík XIV gat ekki fengið sig til að taka ráðleggingar svo fagurrar konu alvarlega. En Angelique lét ekki undan. — Ég held, Sire, að Monsieur Colbert hafi ekki þar með losnað úr öllum sínum vandræðum. Frakkar eru lítið fyrir að ferðast í flokkum. Hver og einn vill fara sína leið. Sumir eru sjóklárir, þegar aðrir geta ekki með nokkru móti keypt sér fallbyssur. Jafnvel stærstu hluthafarnir þurfa hver sinn tíma til að vera tilbúnir að senda sín skip. Lúðvík XIV sló flötum lófa á borðið. — Nú verða Þeir að samræma það samkvæmt skipun konungsins. Colbert hikaði andartak, en sagði svo: ■— Madame, Það getur verið, að það séu rangar upplýsingar, en mig minnir að fyrir tveimur árum, þegar Montevergue leiðangurinn var að leggja af stað til Ile Dauphine, hefðu þeir getað notið verndar hans á leiðinni til Indía. — Þetta eru réttar upplýsingar, Monsieur, en við komumst ekki að samkomulagi og ég syrgi það ekki. — Hvernig stendur á þvi? — Ég vildi ekki taka þátt í leiðangri, sem var dæmdur til að mis- takast. Konungurinn roðnaði lítið eitt, þrátt fyrir sjálfsstjórnina. — Er yður ljóst, að ég gaf fyrirmæli um þennan leiðangur til þess að hjálpa Austur-India hlutafélaginu að festa rætur og koma á fót öruggum viðkomustað á íie Dauphine? — Þetta var ljómandi hugmynd, Sire, og slík viðkomuhöfn er mjög nauðsynleg, en skipin, sem lögðu af stað, voru í mjög lélegu ásigkomu- lagi. Þau höfðu verið kæruleysislega prófuð. Skipstjórarnir létu þá staðreynd með öllu framhjá sér fara, að hafnirnar, sem þeir neyddust til að koma við á, voru engir Edengaröar, og að þeir myndu þurfa að fara minnsta kosti fimmtíu mílur inn á eyjarnar til að ná í drykkjar- vatn, og að hinir innfæddu eru mjög fjandsamlegir. I stuttu máli sagt, þessir herramenn voru hughraustir en óraunsæir, jafnvel Monsieur de Montevergue, formaðurinn. Þeir stungu sér á höfuðin inn í þessi vandræði, sem þeir eru ennþá í. Augu konungsins voru kuldaleg. Það var þung þögn eftir að Ange- lique lauk máli sínu. Hún skelfdist það, sem hún hafði sagt, en hún hafði aðeins leyst frá pokanum, eins og konungurinn hafði beðið hana um. — Hvernig stendur á því, Madame, sagði hann að lokum — að þér ein vissuð um vandræðin, sem biðu Monsieur de Montevergue á Ile Dauphine? Næstráðandi hans kom til Bordeaux fyrir fjórum dögum. Hann var í Versölum í morgun. Hann hafði ströng fyrirmæli um að tala ekki við neinn, fyrr en hann hefði hitt mig. Ég lét allt annað sitja á hakanum, þangað til ég hefði rætt við hann. Hann er nýfarinn. — Sire, þetta var ekkert leyndarmál fyrir sjómönnum. Á þessum tveimur árum hafa erlend skip, sem hafa komið við á Ile Dauphine, oft miskunnað sig yfir og tekið um borð fórnarlömb þessa leiðangurs, sem hafa verið illa haldin af skyrbjúgi, eða særðir eftir hina innfæddu, og flutt þá aftur heim. Lúðvik XIV starði á Colbert. — Svo Það Þyrfti ekki að hafa tekið Monsieur de Montevergue tvö ár að senda mér fyrstu skýrzluna, sem ég hef fengið af leiðangri hans, og hann vissi, hve spenntur ég var að heyra um hann. — Það hefði orðið mínum skipstjóra dýrkeypt, hefði ég orðið að bíða i tvö ár eftir að fá vitneskju um örlög skips míns, sagði Angelique. — Ha! hrópaði konungurinn. — Þér ætlið þó ekki að segja, Madame, að fréttaþjónusta yðar sé hraðvirkari og öruggara en konungs Frakk- lands? FRAMHALDSSAGA — Á vissan hátt, jú, Sire. Yðar hágöfgi getur aðeins fengið fréttir beinlínis. Tvö ár eru ekki langur tími fyrir sama skipið til að koma og fara, þótt ekki sé meðtalinn tíminn, sem liðsforinginn varð að dvelja á Ile Dauphine, áður en honum var bjargað. Þessu er öðruvísi varið með kaupmenn. Ég gerði samning við Austur-Indía félagið um það, að í hvert skipti, sem eitthvert af skipum þess sæi til mín, myndum við skiptast á upplýsingum. —- Hollendingarnir aftur! sagði konungurinn glaðlega. — Það er ekki annað að sjá, en franskir verzlunarmenn stofni til samninga, sem eru næstum föðurlandssvik, eingöngu sér til þæginda, og finnst það ekki nema sjálfsagt og eðlilegt. — Föðurlandssvik er stórt orð, Sire. Eigum við í stríði við Niðurlönd? — Alls ekki! En það er nokkuð í þessu, sem veldur mér meiri gremju en orð fá lýst, Monsieur Colbert. Að Frakkland, Frakkland, heyrið þér það, verður að leika aðra fiðlu á höfunum, á móti þessum síld- veiðimönnum! Á tímum afa míns, Hinriks IV, hafði franski flotinn ljóma um nafn sitt. Hann var svo öflugur, að Bretar, Hollendingar og jafnvel Feneyingar kusu að sigla undir frönsku flaggi á Miðjarðar- hafinu. — Þá voru meira en þúsund skip i Miðjarðarhafsflotanum einum saman, sagði Colbert. — Og nú? — Fimmtiu skip með frá 24 til 120 fallbyssur. Allar gerðir skipa eru vopnaðar á sama hátt; Það er skömm að því, Sire. Konungurinn hallaði sér aftur á bak í armstólnum og tók að velta málinu fyrir sér, fjarrænn á svip. — Ég ætla ekki að spyrja yður, hvernig standi á því, að svona hefur farið, Madame. Ég veit það of vel. Við höfum ekki enn lokið við að lagfæra allt það, sem árin hafa fært okkur í óhag. Ég var enn- þá mjög ungur, þegar ég tók að kynna mér konungdæmi mitt. Ekki með blindum augum, heldur með augum húabóndans. Ég var djúpt snortinn, þegar mér varð ljóst, að allir þurftu á hjálp minni að halda. Framhald á bls. 28. VIKAN 32. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.