Vikan

Tölublað

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 45

Vikan - 12.08.1965, Blaðsíða 45
LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð BOLTA-BUXURNAR. Þekktustu drengjabuxurnar Sterkar og fallegar. Gerðar fyrir stráka á fullri ferð. V J hann fann hjá því fólki, sem stóð honum næst, til dæmis Lissu 09 Baker. Hann hafði alltaf reynt að gera það sem rétt var, en það var greinilega ekki nóg. Ef til vill var raunverulega eitthvað að honum, einhver dulinn heigulsháttur, sem hann sjálfur vissi ekkert um. Og kannske var þegar allt kom til alls, einhver hæðni og lítillækkun í mannlýsingunni „góður strákur"? Hann fór í dökk föt, setti á sig filterhatt og laumaðist inn í bíl- skúrinn, án þess að nokkur sæi hann. Hub sat þegar við stýrið í bílnum sínum, með vindil milli tannanna. — Munduð þér eftir byssunni? Andy klappaði á bunguna, sem skambyssan gerði á iakka hans. —■ Já, ég er með hana hér. — Þá skulum við sjá hvað okkur verður ágengt Andy lagðist niður á milli sæt- anna meðan vagninn ók hægt nið- ur eftir afleggjaranum og út í gegn- um rimlahliðið. Hub nam næstum því alveg staðar, þegar þeir fóru framhjá lögreglumönnunum í hlið- inu. Hann kallaði eitthvert spaugs- yrði til þeirra og fékk svar í sama dúr. — Ég ætlaði bara að láta þá taka eftir því, að ég væri einn, sagði hann. — Nú getið þér óhrædd- ur setzt upp. Andy klifraði upp á framsætið og spurði: — Hvert erum við að fara? — Fyrst um sinn niður f borg- ina. Ég þarf að tala við einn af mínum gömlu vinum. Hann heitir Evans. Við vorum í eftirlitsvagni saman á sínum tíma. Nú hefur hann skrifborð á aðalstöðvunum. Hann getur ef til vill sagt okkur, hvar við finnum Lamercy. Hub lagði bílnum spottakorn frá aðallögreglustöðinni og Andy beið eftir honum í bílnum á meðan hann fór inn. Það leið næstum hálftími, sem Andy fannst mjög lengi að liða. Hub var mjög ánægður á svip- inn þegar hann kom til baka. — Fyrirgefið töfina, en ég neydd- ist til að gefa mér góðan tíma, svo Evans grunaði ekkert. — Komust þér að nokkru? — Ég fékk smá vísbendingu til að fara eftir. Þeir segja, að Lam- ercy hafi dregið sig í hlé. Hann heldur sig aðallega niðri við Loma Beach, milli Santa Monica og Mr' ibu, í litlu veitingahúsi, sem heitir Brimaldan. Hub setti bílinn í gang. — Ég held, að við ættum að at- huga, hvort við getum ekki fengið Lamercy til að taka upp sitt fyrra starf, þótt ekki væri nema þetta eina kvöld. Alla þessa löngu leið niður til Loma Beach sat Hub þögull við stýrið og starði beint áfram eins og tígrisdýr, sem hefur fengið pata af bráð sinni. Að lokum sagði Andy: — Hversvegna gerið þér þetta eig- inlega, Hub? — Hvað eigið þér við, herra Paxton? Framhald í næsta blaði. .. : : ■ Innbyggðir ofnar með Ijósi — gleri í hurð — tímastilli — grilli — meS eSa án grillteins. 02- -í-h- -£X_ Eldavélar 3ja og 4ra hólfa. Hellur eða gormar, meS eSa án klukku og hitahólfi. Þvottapottar 50 og 100 lítra. SJ2— a. BorShellur 3ja og 4ra hólfa. 02-Lj—£-h-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.